Færslur: 2011 September

20.09.2011 18:00

Vonin KE 2
                                          221. Vonin KE 2 © myndir Emil Páll

Smíðanr. 587 hjá N.V. Scheepsbouwerft, De Hoop í Hardiuxveld í Hollandi 1960. Lengdur og yfirbyggður í Danmörku 1982. Fór til Afríku undir íslenskum fána 8. mars 1996 og fór ári síðar undir erlendan fána en í eigu íslendings búsettum í Chana.

Nöfn: Pálína SK 2, Vonin KE 2, Vonin ÍS 82, Sæfell ÍS 820, Sæfell GK 820, aftur Sæfell ÍS 820, Sæfell ÍS 99 og enn á ný Sæfell ÍS 820, Jón á Hofi (frá Afríku), Streymur, aftur Jón á Hofi, Rose mary og Surprise

20.09.2011 17:00

Mikill viðbúnaður í Sandgerði

Mikill viðbúnaður var í Sandgerði núna síðdegis er einn af hinum svokölluðu kvótalausu bátum kom að landi. Ekki var aflinn þó mikill aðeins nokkrir fiskar. Sjálfsagt sjáum við meira í sjónvarpinu, því þarna voru fréttamenn og sjónvarpsmenn m.a. annars á bryggjunni.

20.09.2011 16:47

Sóttu vélavana bát út af Garðskaga

vf.is:Fréttir | 20. september 2011 | 16:01:48
Sóttu vélarvana bát út af Garðskaga

Björgunarsveitin Ægir í Garði var kölluð út eftir hádegið í dag til að sækja vélarvana bát út af Garðskaga. Björgunarsveitin fór á björgunarbátnum Gunnjóni á vettvang, þar sem dráttartógi var komið í þann vélarvana. Hann var svo dreginn til Sandgerðis.

Vel gekk að koma bátnum til hafnar og voru bátarnir í höfn í Sandgerði um kl. 15 í dag.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar bátarnir komu til hafnar.


                                               © myndir og texti: vf.is

20.09.2011 13:46

Kvótalausir veiða í mótmælaskyni

ruv.is:

 

Nokkrir kvótalausir smábátar héldu í morgun til veiða í mótmælaskyni. Bátarnir eru í eigu útgerða innan Samtaka íslenskra fiskimanna en þau sendu sjávarútvegsráðuneytinu erindi fyrr í mánuðinum sem enn hefur ekki verið svarað. Samtökin segja að samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða megi enginn stunda fiskveiðar í atvinnuskyni án þess að hafa almennt veiðileyfi, hvergi í lögunum sé gerð krafa um að skip ráði yfir aflamarki.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau skip sem héldu til veiða í dag séu öll með almennt veiðileyfi og fullnægji því skilyrðum laganna. Bátarnir héldu meðal annars frá Sandgerði, Kópavogi og Hólmavík.


frettir@ruv.is

20.09.2011 13:41

Níu hnúfubakar í Ísafjarðardjúpi

Hnúfubakur stekkur í Ísafjarðardjúpi. Mynd: Halldóra Hreinsdóttir.
Hnúfubakur stekkur í Ísafjarðardjúpi. Mynd: Halldóra Hreinsdóttir.

bb.is | 20.09.2011

Níu hnúfubakar sáust við Vigur í Ísafjarðardjúpi í morgun. "Þetta eru 30-40 tonna skepnur, þannig að þetta sirka 400 tonn sem eru þarna," segir Sigurður Arnfjörð framkvæmdastjóri Vesturferða. Af þessu tilefni ætla Vesturferðir að bjóða upp á ferðir í Djúpið svo áhugasamir geti borið skepnurnar augum. Farið verður bæði í dag og á morgun kl. 17. "Þetta er kjörið tækifæri fyrir heimamenn að skella sér eftir vinnu," segir Sigurður. Ferðin kostar 8.500 á mann en skráning fer fram hjá Vesturferðum í síma 456 5111.

Wikipediavefurinn segir að húfubakur sé frekar kubbslega vaxinn og er sverastur um miðjuna en mjókkar til beggja enda. Kýrnar eru heldur stærri en tarfarnir eins og erum alla skíðishvali. Eitt helsta sérkenni hnúfubaks eru gríðarlöng bægsli. Þau geta orðið fimm til sex metra löng eða um einn þriðja af skrokklengd. Fremri brún bægslanna er alsett misstórum hnúðum. Sveifla hvalirnir bægslunum stundum upp úr sjónum og lemja þeim í yfirborðið, að því er virðist í leik. Þeir velta sér einnig iðulega í yfirborðinu og stökkva upp úr sjónum með miklum bægslagangi.

20.09.2011 10:20

Var Hafbjorg, áður íslensk?

Samkvæmt ábendingu sem ég fékk í morgun frá Vigfúsi Markússyni í framhaldi af myndbirtingu hér á síðunni af bátnum Hafbjorg sem Irish Skipper birti og ég birti í gær, sýnist mér þetta vera sami báturinn með þó nokkrum breytingum. Sýni ég því myndir af honum sem íslenskum og tvær eftir að hann fór erlendis og er sú síðari sama mynd og ég birti í gær. Þá birti ég að lokum sögu
bátsins.


                 1697. Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60 © mynd Snorrason


                                        Hafbjorg © mynd Trawler Pictures


                                          Hafbjorg © mynd Irish Skipper

Skrokkurinn er framleiddur hjá Bryze Waterhouse Marine Ltd, í Worshester, Englandi 1985, en innréttaður hjá Stálvík hf., í Garðabæ. Seldur úr landi til Englands 16. sept. 1992.

Nöfn: Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60, Sæunn ÁR 61, Hafbjörg ÁR 16 og núverandi nafn: Hafbjorg

- Nú hefur Ragnar Emilsson, skipstjóri þarna fyrir austan fullyrt að hann sé alveg viss um að þetta sé sami báturinn og því sláum við því föstu að svo sé.

20.09.2011 09:00

Torm Gunhild og Lauganes í Helguvík

Tankskip þetta kom í nótt til Helguvíkur og um leið og birti í morgun kom Lauganesið með olíu í það.


                     2304. Lauganes að leggjast að Torm Gunhild í Helguvík í morgun


                        Það er mikill stærðarmunur á þessum tveimur tankskipum


                             © myndir Emil Páll, í Helguvík í morgun, 20. sept. 2011

20.09.2011 08:00

Steinunn ÍS 817


               2615. Steinunn ÍS 817, í reynslusiglingu, árið 2004 © mynd Emil Páll

20.09.2011 00:00

Kópur KE 33 / Kópur VE 11 / Auðbjörg GK 86

Þetta er einn af þessum sænsku sem komu hingað fyrir miðja síðustu öld og var þessi síðar endurbyggður og stækkaður tvisvar, annars vegar á sjöunda áratug síðustu aldar og síðan aftur á áttunda áratugnum


                           641. Kópur KE 33 © mynd í eigu Gylfa Bergmann


            641. Kópur KE 33 © mynd Snorrason


                                    641. Kópur KE 33 © mynd Fiskifréttir 2006


                          641. Kópur VE 11 © mynd í eigu Emil Páls


                                  641. Kópur VE 11 © mynd Emil Páll


                 641. Kópur VE 11 © mynd Snorrason


                          641. Auðbjörg GK 86 © mynd Snorrason


                        641. Auðbjörg GK 86 © mynd Snorrason

Smíðaður í Djupvik, Svíþjóð 1943. Endurbyggður og stækkaður Akranesi 1962 og stækkaður aftur 1973. Settur í úreldingu 4. nóv. 1986 og seldur til Svíþjóðar upp í annan bát sem fékk nafnið Bjarmi SU 37.

Nöfn: Skíðblaðnir ÍS 1, Kópur KE 33, Kópur VE 11, Auðbjörg GK 85, Auðbjörg SU 37 og Bjarmi SU 37.

19.09.2011 23:00

Freri og Vigri - öll óviðkomandi umferð bönnuð


     1345. Freri RE 73 og 2184. Vigri RE 71 og öll óviðkomandi umferð bönnuð © mynd Sigurður Bergþórsson, 19. sept. 2011

19.09.2011 22:00

Ottó N. Þorláksson RE 203


      1578. Ottó N. Þorláksson RE 203, í Reykjavík  © mynd Sigurður Bergþórsson, 19. sept. 2011

19.09.2011 21:00

Einn nafnlaus


                      Einn sem ég veit ekki nafnið á © mynd Irish Skipper 

19.09.2011 20:14

Hafbjorg
                                            Hafbjorg © myndir Irish Skipper

19.09.2011 18:00

Pálmar NS 11 / Pálmar RE 7 / Haftindur HF 123 / Gullþór KE 87


                         721. Pálmar NS 11 © mynd Snorrason


                                 721. Pálmar RE 7 © mynd Snorri Snorrason


                        721. Haftindur HF 123 © mynd Snorrason


                          721. Gullþór KE 87, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                       721. Gullþór KE 87 © mynd Snorrason

Smíðaður á Seyðisfirði 1946. Stækkaður 1949. Úreldur í maí 1986. Brenndur á áramótabrennu í Keflavík 31. des. 1986.

Nöfn: Pálmar NS 11, Pálmar RE 7, Valur RE 7, Guðmundur Þór SU 121, Dalaröst NS 56, Stakkafell SK 10, Haftindur HF 123, Sigurbjörg VE 62 og Gullþór KE 87

19.09.2011 17:00

Baldur sigldi um LANDEYJAHÖFN í þriggja metra ölduhæð

ruv.is:

Ný siglingamerki við Landeyjahöfn

Baldur siglir inn um Landeyjahöfn í morgun í þriggja metra ölduhæð. Mynd: Sighvatur Jónsson
Baldur siglir inn um Landeyjahöfn í morgun í þriggja metra ölduhæð. Mynd: Sighvatur Jónsson


Breiðafjarðarferjan Baldur sigldi um Landeyjahöfn í morgun í þriggja metra ölduhæð. Það er innan viðmiðunarmarka á siglingaleiðinni en nokkuð meira en miðað hefur verið við að undanförnu vegna siglinga Herjólfs um höfnina. Skipstjóri Baldurs mælir með nýjum siglingamerkjum við nýju höfnina.

Herjólfur er í slipp í Danmörku. Á meðan sinnir Breiðafjarðarferjan Baldur áætlunarsiglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Öllum ferðum var aflýst í gær vegna veðurs. Í dag er veðrið gengið niður, en sjórinn ekki. Ölduhæð var með því mesta í morgun þegar fyrsta ferðin var farin. Ölduhæðin við Landeyjahöfn var þá þrír metrar en undanfarið hefur verið miðað við að Herjólfur geti siglt þegar ölduhæð er í mesta lagi um tveir og hálfur metri.

Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóri á Baldri, segist hafa nýtt reynslu skipstjóra Herjólfs til að koma í veg fyrir að skip snúist í mynni Landeyjahafnar vegna sterkra strauma úr austri. "Eins og ég skil það þegar þeir eru að fá þennan snúning inn í hafnarmynninu þá eru þeir að koma úr austri og frekar með straumnum. Ég hef reynt að sigla vestur fyrir höfnina og á hlið við ölduna á móti straumnum, þangað til ég kem í hafnarmynnið, þá beygi ég inn í höfnina."

Unnar segir mælingar sýna að dýpi sé nægjanlegt til að sigla þessa leið inn í höfnina. Hann bendir á að nýjum siglingamerkjum mætti bæta við á austari hafnargarðinn sem skipstjórar fylgi þar til þeir beygi inn í höfnina og fylgi þeim merkjum sem þar eru nú fyrir. Unnar telur að skipstjórar Herjólfs geti nýtt þessa aðferð þegar skipið kemur úr slipp og hefur siglingar um Landeyjahöfn á ný í næsta mánuði.


frettir@ruv.is