Færslur: 2011 September

16.09.2011 09:12

Smábátahöfnin á Fáskrúðsfirði í gær - ótrúlega flott endurspeglun

Óðinn Magnason sendi mér í gærkvöldi þessa myndasyrpu sem hann tók í gær kl. 14 í smábátahöfninni á Fáskrúðsfirði. Við myndatökuna tókst ljósmyndaranum að fanga ótrúlega flotta endurspeglun, sem gerir myndirnar enn flottari.


                                       Smábátahöfnin á Fáskrúðsfirði í gær kl. 14

Þarna tekst ljósmyndaranum að fanga endurspeglun, sem gerir myndirnar jafnvel svolítið dulúðar © myndir Óðinn Magnason, 15. sept. 2011

16.09.2011 00:00

Þróttur SH 4 / Björn í Vík ÍS 152 / Ása ÍS 152 / Halldóra HF 61 / Haftindur HF 123 / Náttfari

Skráð var að þessum hafi verið fargað, en það gerðist ekki heldur var hann skráður erlendis en fór aldrei og var loksins endurskráður 5 árum síðar og er nú einn af hinum fallegu bátum sem gerður er út sem farþegaskip frá Húsavík.


                         993. Þróttur SH 4 © mynd Snorrason


                   993. Björn í Vík ÍS 152 © mynd Snorrason


                                    993. Ása ÍS 152 © mynd Snorrason

 993. Ása ÍS 152 © mynd Snorrason


                    993. Haftindur HF 123 © mynd Ísland 1990


                            993. Náttfari © mynd Hilmar Snorrason, 28. júní 2005


                    993. Náttfari © mynd Hilmar Snorrason, 20. ágúst 2009


                            993. Náttfari © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson, 2011


                           993. Náttfari © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson, 2011

Smíðanúmer 1 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi, sem fiskiskip 1965, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Stórviðgerð í Njarðvík 1969. Úreldur og tekinn af skrá í nóv. 1986, en í des. 1987 selur Rækjuverksmiðjan On. Olsen, Ísafirði, bátinn til Hafnarfjarðar og hét hann þá Ása ÍS 19. Síðan var skráð að honum hafi verið fargað 22. júlí 1993, en var þá skráður erlendis en fór aldrei frá landinu, heldur lá hann á Reyðarfirði með erlendu nafni þar til að hann var endurskráður hingað til lands 14. apríl 1998 og þá sem skemmtibátur. Var hann síðan endurbyggður á Húsavík og sjósettur sem hvalaskoðunarbátur og farþegaskip fyrir 84 farþega í byrjun júní 1999.

Nöfn: Þróttur SH 4, Morgunstjarnan KE 6, Páll Rósinkarsson KE 42, aftur Morgunstjarnan KE 6, Morgunstjarnan SH 45, Björn í Vík SH 45, Björn í Vík ÍS 152, Ása ÍS 152, Ása ÍS 19, Halldóra HF 61, Haftindur HF 123, Byrefell, Haftindur og núverandi nafn: Náttfari.

15.09.2011 22:59

Óttast að Nordlys sökkvi

Nordlys í höfninni í Álaborg í dag. stækka

Nordlys í höfninni í Álaborg í dag. Reuters

Óttast er að farþegaskipið Nordlys sé að sökkva í höfninni í Álasundi í Noregi. Sjór fossar inn í skipið og dælur hafa ekki við. Ekki er ljóst hver ástæðan er.

Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins í morgun þar sem það var á siglingu skammt frá Álasundi. 262 voru um borð, þar af 207 farþegar. Skipið var dregið til hafnar og farþegar fluttir í land en tveir úr áhöfninni létu lífið. Þá voru 11 úr áhöfninni fluttir slasaðir á sjúkrahús, flestir með brunasár.

15.09.2011 21:37

Fleiri frábærar frá Halla á Gili

Fyrir nokkrum dögum vakti mikla athygli frábærar myndir sem Halli á Gili tók um borð í Hoffellinu SU 80, þar sem það skip eins og Álsey VE 2 komu mikið við sögu. Nú koma nokkrar myndir í viðbót frá honum teknar á loðnuveiðum 2010 undan Snæfellsjökli og þar koma fleiri skip við sögu.


                               Á loðnumiðunum, séð frá Hoffelli SU 80


                                                      Snæfellsjökull


                    Ekki er ég alveg klár á því hvaða bátur þetta er þarna rétt undir Snæfellsjökli, giska þó á 2730,. Beiti NK


                                             Um borð í 2345. Hoffelli SU 80
                    Þessar myndir eru allar af 2780. Ásgeir Halldórssyni SF 250 o.fl.


                          Án ábyrgðar tel ég þetta vera 2772. Álsey VE 2

                                         © myndir Halli á Gili

15.09.2011 20:35

Una María GK 979, Bergvík KE 55, Sæþór KE 70, Svanur KE 90 og Sævar KE 105

Hér koma tvær gamlar úr Keflavík, sem ég hef trúlega tekið á 8. áratug síðustu aldar. Á þeirri efri sjáum við 841. Unu Maríu GK 979 og á þeirri neðri má sjá 848. Sævar KE 105 sem síðar varð hin fræga Hellisey sem fórst við Vestmannaeyjar og á þeirri mynd má sjá fleiri báta m.a. Svan KE 90, sem allir eru þó horfnir af sjónarsviðinu.


                                               841. Una María GK 979


    Þarna liggja þeir saman í röð 323. Bergvík KE 55, 1173. Sæþór KE 70 og 929. Svanur KE 90 og græni stálbáturinn er 848. Sævar KE 105 ex Július Björnsson EA 216, en báturinn endaði með því að farast við Vestmannaeyjar sem Hellisey VE 503.

15.09.2011 20:12

Meðferð afla strandveiðibáta batnar

Handfærabátur á leið til hafnar á Arnarstapa. stækka

Handfærabátur á leið til hafnar á Arnarstapa. mbl.is/Heiðar

Niðurstöður skýrslu, sem Matís hefur gert um gæði strandveiðiafla, sýna að framför hefur orðið í meðferð og kælingu afla strandveiðibáta. Skýrsluhöfundar telja að strandveiðiflotinn standist í þeim efnum samanburð við hina hefðbundnu dagróðrabáta.

Þá er blóðgun strandveiðiafla talin fullnægjandi að mati kaupenda. Það að aflinn sé með góðu lífsmarki þegar hann kemur um borð stuðli að því að fiskurinn blóðtæmi sig vel.

Aftur á móti sé stærðarflokkun strandveiðiaflans ófullnægjandi, talsvert sé um hringorm og þaraþyrskling í afla sem dreginn er svo nærri landi og bæta megi verulega úr röðun og frágangi í ker hjá strandveiðibátum. Það sama gildir um aðra dagróðrabáta.

Skýrsluhöfundar benda á að setja þarf skýrari reglur um slægingu strandveiðiafla og leggja áherslu á bætta meðferð með aukinni fræðslu, að bannað verði að fara íslaus á sjó og að áfram verði lögð áhersla á mælingar og eftirlit.

Auk Matís komu að gerð skýrslunnar Fiskistofa, Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

15.09.2011 18:40

Sæborg RE 325 / Sæborg KE 102 / Bergþór KE 5 / Ingólfur GK 125 /Fengsæll GK 262 / Fengsæll ÍS 83

Elsti bátur sem til er á landinu í dag og er enn haffær


                                   824. Sæborg RE 325 © mynd Snorrason

                          824. Sæborg KE 102, á Stakksfirði © mynd Snorri Snorrason


                        824. Bergþór KE 5, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                     824. Ingólfur GK 125 © mynd Snorrason


                        824. Fengsæll GK 262 © mynd Snorrason


                824. Fengsæll ÍS 83, á Súðavík © mynd Sigurjón Vífill 20. júlí 2008 


     824. Fengsæll ÍS 83, sá sem er næst bryggjunni, á Súðavík © mynd Gunnar Th. í apríl 2009

Smíðaður hjá Frederikssund Skipsverft í Fredrikssund, Danmörku 1930, Endurbyggður í Njarðvík 1971-1972.

Árið 1989, var báturinn elsti bátur Suðurnesja og 4. elsti bátur landsins. Árið 1993 var hann næst elstur báta landsins og frá áramótum eða árinu 2000 hefur hann verið elsti bátur landsins.

1963 til 1972 gekk báturinn undir nafninu ,,Torfbærinn".

Nöfn: Huginn GK 341, Jón Dan GK 341, Farsæll SH 30, Sæborg GK 86, Sæborg BA 86, Sæborg RE 328, Sæborg SH 128, Sæborg RE 325, Sæborg KE 102, Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og núverandi nafn: Fengsæll ÍS 83.

15.09.2011 17:22

Víkurberg GK 1 / Sighvatur GK 57

Eins og sést á þessum eru þeir nokkrir sem eru orðnir tuga ára gamlir og hafa síðan farið í gegn um margar breytingar og eru enn í fullum gangi, hér er einn þeirra. Fremur fáar myndir eru til að eldri árunum og raunar hef ég bara yfir einni að ráða sem kemur hér.


                                   975. Víkurberg GK 1 © mynd Jón Páll


                                     975. Sighvatur GK 57 © mynd úr Faxa


                     975. Sighvatur GK 57, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                       975. Sighvatur GK 57 © mynd Þorgeir Baldursson 2006


             975. Sighvatur GK 57, kemur til Njarðvíkur  © mynd Emil Páll


                            975. Sighvatur GK 57 í Njarðvik © mynd Emil Páll


Smíðanúmer 411 hjá Veb. elber Werft, Boizenburg, Þýskalandi 1965. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1982. Ný brú og nýr skutur hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1989. Lengdur hjá Morska Stocznia, Swinoujacie, Póllandi 1997. Nýjar innréttingar og byggt yfir að aftan í Póllandi 2003. Veltitankur settur í hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007. Er nú í stórviðgerð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur vegna tjóns sem varð er skipið fékk á sig brotsjó á Húnaflóa sl. haust.  

Smíðað sem fiskiskip, varð síðan hafrannsóknarskip við Grænhöfðaeyjar 1980-1982 og aftur fiskiskip.

Kom nýr til Neskaupstaðar 14. maí 1965.

Afsal til Fiskaness var gefið út 29. jan. 1972.

Nöfn: Bjartur NK 121, Grímseyingur GK 605, Víkurberg GK 1, Bjartur, Bjartur GK 57 og núverandi nafn: Sighvatur GK 57 (frá 1982)

15.09.2011 15:00

Þorbjörn II GK 541


                263. Þorbjörn II GK 541 © mynd Snorrason

15.09.2011 14:00

Kristjana KE 62


                    645. Kristjana KE 62 © mynd Snorrason

15.09.2011 13:22

Fjögurra enn saknað

Frá Álasundi í morgun stækka

Frá Álasundi í morgun SCANPIX NORWAY

Eldur logar enn í norska strandferðaskipinu MS Nordlys en staðfest er að tveir létust er kviknaði í vélarúmi skipsins í morgun. Tveir eru alvarlega slasaðir en alls voru níu fluttir á sjúkrahús. Fjögurra er enn saknað.

Skipið var skammt frá Álasundi í morgun. Tilkynning um eldinn barst til lögreglu klukkan 7:20 að íslenskum tíma í morgun. Skipinu var þá strax siglt til Álasunds þar sem unnið er að því að slökkva eldinn. Alls voru 262  um borð í  MS Nordlys, þar af 207 farþegar.

15.09.2011 13:00

Þorbjörn GK 540 og Þórkatla GK 97


                                914. Þorbjörn GK 540 © mynd Snorri Snorrason

                                       920. Þórkatla GK 97 © mynd Snorri Snorrason

                                  920. Þórkatla GK 97 © mynd Snorri Snorrason

15.09.2011 12:49

Jóna Eðvalds SF 200


                    2619. Jóna Eðvalds SF 200, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2009

15.09.2011 09:00

Fönix KE 111 og Árni Geir KE 74

Fyrir neðan myndina verður saga þessara beggja báta sögð. Annar þeirra er enn í útgerð, en hinn fór í miklar endurbætur fyrir nokkru, en hefur síðan legið við bryggju á Akranesi.


        177. Fönix KE 111 og 89. Árni Geir KE 74, að koma inn til Keflavíkur á árinu 1986 © mynd Emil Páll

89.
Smíðanúmer 57 hjá Flekkefjord Slipp og Maskinfabrikk A/S, Flekkefjord, Noregi 1963. Lengdur 1966 og yfirbyggður 1987

Nöfn: Heimir SU 100, Mímir ÍS 37, Mímir ÍS 30, Hafaldan SU 155, Ásgeir Magnússon GK 60, Árni Geir KE 74, Happasæll KE 94, Happasæll KE 9, Sædís HF 60, aftur Mímir ÍS 30, Sædís ÍS 30, Grímsnes GK 555, Grímsnes HU 555 og aftur, núverandi nafni. Grímsnes GK 555 

177,  Smíðanúmer 350 hjá Gravdal Skipbyggery, Sunde Noregi 1960. Endurbyggður og yfirbyggður í Dráttarbraut Keflavíkur 1981 - 1986, eftir stórbruna. Stefni breytt 1989. Breytt hjá Skipalyftunni íVestmannaeyjum 2003 í veiðiskip á þorski til áfraeldis.. Lá í Reykjavikurhöfn frá 2004 til 2009 að hann var dreginn upp á Akranes og eftir endurbætur þar var honum lagt þar.

Nöfn: Seley SU 10, Jón Þórðarson BA 80, Guðmundur Kristján BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE 123, Adolf Sigurjónsson VE 182, Kristjana GK 818, aftur Adolf Sigurjónsson VE 182, Eykon ÍS 177, Eykon RE 19, Adolf RE 182, Adolf RE 19 og núverandi nafn: Arnfríður Sigurðardóttir RE 14

15.09.2011 08:43

Fönix KE 111


                                     177. Fönix KE 111 © mynd Emil Páll, 1989