Færslur: 2011 Júlí
01.08.2011 00:00
Sten Frigg kemur til Helguvíkur
Þetta olíuskip er ekki svo fátítt hér við land því hingað hefur það komið oft, engu að síður tók ég þessa myndasyrpu af því þegar það kom til Helguvíkur, en auk þess sjást hafnsögubátur og dráttarbátur sem komu við sögu þar, svo og Hólmsbergsviti og lítill innsiglingaviti í Helguvík. © myndir Emil Páll, 31. júlí 2011
Frá komu Sten Frigg til Helguvíkur og einnig sjást dráttarbáturinn 2868. Magni og hafnsögubáturinn 2043. Auðunn, auk Hólmsbergsviti og innisiglingavitinn til Helguvíkur. En þar sem fyrri færslan hvart af síðunni, þori ég ekki að setja myndatexta með myndunum eins og ég gerði áðan © myndir Emil Páll, 31. júlí 2011
31.07.2011 22:56
Undir Vogastapa
Gunnar TH. sendi mé rþessar myndir og sagði þær vera teknar undir Vogastap, nærri Innri-Njarðvík, af steyptum rampi í bjargbrúninni sem notaður hefur verið til að sturta rusli framaf berginu.
Þá spurði hann að því hvort ég hefði nokkra hugmynd um úr hvaða bát þessi vélbúnaður gæti verið? Þetta er nokkuð stór vél, átta strokka línuvél með áföstum skiptibúnaði. Undir henni er auðsjáanlega hluti úr skipssíðu eða -botni og trúlega situr hún á sínum eigin undirstöðum í brakinu.
Dráttarvélarflakið sem er þarna sjáanlegt, er líklega óskylt og hefur komið aðra leið, þ.e. ofanfrá, en skipsbrakið er alltof stórt til að hafa verið sturtað þarna framaf berginu af vörubílspalli. Þetta hlýtur að vera úr nokkuð stórum báti, sem hefur brotnað eða brunnið þarna undir berginu.
Þessu til að svara, þá man ég þá tíð, þegar öllu rusli bæði húsasorpi sem öðru sem fólk þurfti að losa sig við var hent þarna fram að bjargbrúninni. Einnig var rusli frá hernum hennt þarna. Varðandi skipshlutina þá var það algengt í gamla daga að brenna báta annað hvort undir Vogastapa eða úti í Helguvík. Síðasti báturinn sem ég man eftir að var brenndur undir Stapanum var Hafborg GK 99.
Ef einhver lesendi veit betur er hann beðinn um að koma þeim upplýsingum til mín í gegn um epjqepj.is og mun ég þá koma þeim upplýsingum til Gunnars.
Séð niður bjargbrúnina á Vogastapa og í flæðamálinum má sja´vélahluti og hluti úr skipsflökum © myndir Gunnar TH
31.07.2011 22:28
Kvannoy að landa og Hákon bíður löndunar
Frá Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 31. júlí 2011
31.07.2011 22:06
Francisca og Sten Frigg
Flutningaskipið Francisca, er hér nýlega farið fram hjá Garðskaga á leið sinni til Straumsvíkur
Hér sjáum við þrjú skip sem eru þátttakendur í mikilli myndasyrpu sem ég tók í kvöld er Sten Frigg kom til Helguvíkur © myndir Emil Páll, 31. júlí 2011
31.07.2011 21:30
Stormur SH 177
1321. Stormur SH 777, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 31. júlí 2011
31.07.2011 20:00
Baldvin Njálsson GK 400
2184. Baldvin Njálsson GK 400, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © mynd Emil Páll, 31. júlí 2011
31.07.2011 19:00
Vagge F-66-TN - nýr Frá Samtaki
Vagge F-66-TN, nýr frá Samtaki ehf., í Hafnarfirði, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © mynd Emil Páll, 31. júlí 2011
31.07.2011 18:00
Silla BA 67 - Nýr frá Samtaki
7690. Silla BA 67, nýr bátur af gerðinni Víkingur 99 frá Samtaki ehf., Hafnarfirði, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © myndir Emil Páll, 31. júlí 2011
31.07.2011 17:00
Tveir Sólplastsbátar saman í höfn
2517. Röðull ÍS 115 og 2595. Grunnvíkingur HF 163, í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Báðir voru þessir bátar framleiddir af Sólplasti ehf, á sínum tíma © mynd Emil Páll, 31. júlí 2011
31.07.2011 16:24
Hafnarröst með bæði fána Ghana og íslenskan
249. Hafnarröst ÁR, með bæði fána Ghana og þann íslenska © mynd úr Fiskifréttum 2006
31.07.2011 14:00
Wilson Muuga og Hvalsneskirkja
Wilson Muuga, á strandstað fyrir neðan Hvalsneskirkju © mynd úr blaði Lionsmanna í Sandgerði, 2007
31.07.2011 11:00
Polarhav N-16-ME ex Skotta, ný málaður
Polarhav N-16-ME ex 2140. Skotta, Eldborg o.fl., ný málaður við bryggju í Örnes í Noregi í gær © mynd Jón Páll Jakobsson, 30. júlí 2011
31.07.2011 10:01
Saltfiskverkun í Keflavík
Saltfiskverkun í Keflavík, á fyrri hluta síðustu aldar © mynd úr Faxa 2007
