Færslur: 2011 Júlí

02.07.2011 12:23

Ekki Siglir

Hjalti Gunnarsson á Þerney RE sendi mér eftirfarandi skilaboð vegna fyrirspurnar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og frétt á færeyskri fréttasíðu sem ég birti hér í morgun.

Hjalti Gunnarsson
Ég var að skoða síðuna hjá þér og sá innslag frá færeskri fréttasíðu og svo var Magnús Þór með vangaveltur um hvar þetta skip kappin væri gamli Siglir, sem svo hét Polar Siglir og núna síðast Ocean Explorer. Ekki er svo því Ocean Explorer hefur verið síðustu ár niður í Afríku, og var nýlega í slipp í Durban þar sem hann var afhentur nýjum eigendum sem eru reyndar rússneskir og "siglir" hann því undir rússnesku flaggi núna. Kveðja Hjalti Gunnarsson

Sendi ég Hjalta kærar þakkir fyrir þetta

02.07.2011 11:11

Vigdís BA 77

Þessi er enn til og heitir í dag Kristín ÞH 157. Þar sem saga hans hefur svo oft verið flutt hér á síðunni sleppi ég því nú.


                  972. Vigdís BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, ljósm.: Búi Bjarnason

02.07.2011 09:30

Jónas Jónasson GK 101 og Sæfari BA 143

Þessir hurfu báðir í djúpið og með öðrum þeirra fórust menn. Nánar um það fyrir neðan myndina


       622. Jónas Jónasson GK 101 og 207. Sæfari BA 143 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, ljósm.: Guðmundur  Bergsteinsson

622.
Smíðanúmer 32. hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf., Hafnarfirði 1961, eftir teikningu Sigurjóns Einarssonar. Hljóp af stokkum 6. júlí 1961.  Brann og sökk 3. júní 1966 á leið frá Eskifirði til Neskaupstaðar.

Nöfn: Jónas Jónasson GK 101 og Birkir SU 519.

207. Smíðaður í Brandenburg, í Austur-Þýskaland 1960. Fórst i róðri á Barðagrunni 9. jan. 1970, með allri áhöfn, sex mönnum.

Bar aðeins þetta eina nafn: Sæfari BA 143.

02.07.2011 08:48

Er þetta gamli Siglir?

Magnús Þór Hafsteinsson sendi mér þessa frétt úr færeyska vefmiðlinum Vagaportalurinn og spurði hvort þetta væri gamli Siglir?
 

Í kvøld fór Kappin til Murmansk

Kappin er seldur til eitt russiskt felag sum eigur fleiri frystitrolarar og pelagisk skip, og í kvøld klokkan 19.30 var so helst loyst fyri seinastu ferð í Føroyum.

Herfyri seldi Pf. J. K. Joensen & Sonur í Miðvági trolaran til felagið.

Seinast Kappin var í vinnu var í 2008, tá ið frystitrolarin virkaði sum innfrystingarskip í Grønlandi.
 
Kappin lastar um 500 tons.

Myndir: Jógvan Helgi Hansen

Les eisini:

Kappin seldur til felag í Murmansk

 


Um tú veitst okkurt, sum Vágaportalurin ikki veit - skriva so til beiti@kallnet.fo

02.07.2011 08:18

John F að koma til Straumsvíkur

Guðmundur Falk var á ferðini á Reykjanesbrautinni á leið austur í gærmorgun um 04:40 og þá var John F að koma inn í Straumsvík en skipið er skráð á Kýpur og er 190 metra langt og 32 metra breitt með djúpristu upp á 10.6 metra. Tók hann þá þessa mynd.


      John F. að koma til Straumsvíkur, snemma í gærmorgun © mynd Guðm. Falk, 1. júlí 2011

02.07.2011 00:00

Sirrý BA 15
                         6376. Sirrý BA 15, í Sandgerði © myndir úr safni Sólplasts

01.07.2011 23:00

Hildur ST 33


                          6094. Hildur ST 33, frá Gjögri © myndir úr safni Sólplasts

01.07.2011 22:00

Sigurvin GK 61


                               1943. Sigurvin GK 61 © myndir úr safni Sólplasts

01.07.2011 21:01

Addi afi KE 78
   6882. Addi afi KE 78.í Grófinni Keflavík © myndir úr safni Sólplasts

01.07.2011 17:33

Eyjólfur Ólafsson KE 100


                        7423. Eyjólfur Ólafsson KE 100 © myndir úr safni Sólplasts

01.07.2011 14:40

John F


          Þetta skip John F, er nú í Straumsvík © mynd MarineTraffic, Peter Beentjes, 5. apríl 2011

01.07.2011 14:38

Nýr Skógafoss

mbl.is
Eimskip hefur tekið Skógafoss á leigu þar sem frá og með 15. júlí mun Eimskip styrkja siglingakerfi félagsins á Norður-Atlantshafi.

01.07.2011 14:17

Sakar Fiskistofu um yfirgang

bb.is
Stjórnarformaður Íslenska kalkþörungafélagsins sakar Fiskistofu um yfirgang og dónaskap og hefur hann kært Fiskistofu til sjávarútvegs- og landráðuneytisins vegna þess að þeir veittu fyrirtækinu Fjarðarlaxi leyfi til að setja niður eldiskvíar framan við kalkþörunganámu sem kalkþörungafélagið hefur s

01.07.2011 11:06

Keilir SI farinn norður á færi?

Hinn fallegi eikarbátur Keilir SI 145, sem legið hefur síðan í vor við bryggju í Njarðvík er nú farinn á sjó á ný. Trúlega er hann farinn norður á handfæraveiðar og síðan spurning hvort hann kemur á ný í haust hingað til veiða.


                 1420. Keilir SI 145, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 25. maí 2011

01.07.2011 11:00

Blíða SH komin til Þorlákshafnar


         1178. Blíða SH 277, siglir í gær út Stakksfjörðinn á leið sinni til Þorlákshafnar. Augljóslega er makrílbúnaðurinn ekki kominn upp á bátnum og því hafa áhafnarmeðlimir trúlega lent í vandræðum með að setja búnaðinn sem var í fyrra upp að nýju. Virðast allmargir af þeim bátum sem ætla að stunda makrílveiðar á færi, fara til Þorlákshafnar til að fá búnað til veiðanna. © mynd Emil Páll, 30. júní 2011