Færslur: 2011 Júlí

23.07.2011 23:00

Sævar KE 5


        1587. Sævar KE 5, í miðri slökkviliðsæfingu við Keflavíkurhöfn í morgun. En nánar verður sagt frá æfingunni á morgun og birtar fleiri myndir © myndir Emil Páll, 23. júlí 2011

23.07.2011 22:00

Cemsea í Helguvík
        Sementflutningaskipið Cemsea, í Helguvík í gær © myndir Emil Páll, 22. júlí 2011

23.07.2011 21:00

Blíða SH 277


         1178. Blíða SH 277, á siglingu inn Stakksfjörð með stefnu á Njarðvík í gær © mynd Emil Páll, 22. júlí 2011

23.07.2011 20:30

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Sigurbrandur Jakobsson, sem nýlega tók sig til og flutti með fjölskyldu sína frá Hellissandi til Egilsstaða, brá sér í dag á Franska daga á Fáskrúðsfirði og hér koma myndir frá honum og að auki bætti ég við mynd af honum, sem tekin var á sömu stundu í dag.
                                                Fallegt hús við Skólaveg


                                                   Einn á túnveiðum


                                       Túnveiðibátur við gamalt hús við Skólaveg


             Minnisvarðu um frakkann dr. Cheroot, sem fórst með skipi sínu á Mýrum 1936


                                                   6639. Njáll SU 8


                                                  1277. Ljósafell SU 70


          1277. Ljósafell SU 70 © myndir Sigurbrandur Jakobsson, á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði, 23. júlí 2011


               Sigurbrandur Jakobsson og Einar Snær, á Frönskum dögum © mynd óþekktur, 23. júlí 2011

23.07.2011 20:00

Sæfari á makrílveiðum


        1964. Sæfari ÁR 170, á makrílveiðum á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 21. júlí 2011

23.07.2011 19:00

Sigga frænka SH 71


    1560. Sigga frænka SH 71, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 18. júlí 2011  Hvað hér er á ferðinni kemur í ljós á miðnætti í nótt er ég birti fleiri myndir af bátnum.

23.07.2011 18:00

Sólborg II GK 37 verður bátur á ný

Eins og menn kannski muna var sagt frá því hér á síðunni fyrir nokkrum misserum að Sólplast í Sandgerði hefði keypt Ásdísi, sem notuð var sem flutningaprammi vestur á fjörðum. Eftir kaupin var báturinn skráður sem Sólborg II GK 37 og stóð til að breyta hinni í bát að nýju, sem í hlaupavinna.
Nú hefur hinsvegar verið tekin ákvörðun að breyta bátnum fyrir næsta strandveiðitímabil og verður allt aftan við stýrishús fjarlægt og byggt upp að nýju, auk þess sem báturinn verður lengdur um 1.20 metra og þar að auki verður ýmislegt annað lagfært.

Í gær tók ég einmitt myndir af Kristjáni Nielsen þar sem hann var að skera annan síðustokkanna af bátnum, sem er hluti af þessum endurbótum og hér koma þær.
         2094. Sólborg II GK 37, ex Ásdís, í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll, 22. júlí 2011

23.07.2011 17:00

Móna GK í heimahöfn


         1396. Móna GK 303, í heimahöfn sinni Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 22. júlí 2011

23.07.2011 16:00

Sandvíkingur ÁR 14
          1254. Sandvíkingur ÁR 14, í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll, 22. júlí 2011

23.07.2011 15:00

Táknræn lokamynd - frá Djúpuvík

Þetta er síðasta myndin úr hringferð Bjarna Guðmundssonar nú í júlimánuði. Hefur hann sent myndir úr ferðinni, sem hófst við Eyjafjörð og þaðan fór hann Suður með sjó, þá til Reykhóla, á Skarðströnd og þræddi síðan nánast ef ekki öll, hafnarstæði á Ströndunum, staði eins og Gjögur, Djúpuvík, Norðurfjörð, Ingólfsfjörð, Kokkálsvík sem er hafnarstæði þeirra á Drangsnesi og Hólmavík. Myndirnar hef ég þó ekki birt í þessari röð, heldur farið vítt og breytt um. Hvað um það þetta var mjög vinsæl syrpa, enda komu þarna fram myndir bæði af skipum sem ekki sjást oft hér á síðunum, svo og hafnarstæðum sem sama má segja um, auk þess sem það rifjast upp fyrir mörgum gamlar uppelds- eða heimaslóðir.

Þó þessari skemmtilegu syrpu sé lokið þurfum við ekki að örvænta því framundan eru myndir víða af landsbyggðinni, svo og frá Noregi þar sem fram koma bæði fyrrum íslensk skip sem enn eru til í Noregi og þarlend skip einnig o.fj. o.fl.


          Gamla Suðurlandið á Djúpuvík, á Ströndum © mynd Bjarni Guðmundsson, 12. júlí 2011

23.07.2011 14:00

Ippa - Djúpuvík á Ströndum


       Ippa, frá Helsingsfors, í Djúpuvík á Ströndum © mynd Bjarni Guðmundsson, 12. júlí 2011

23.07.2011 13:00

Jói Guðmunds - Hólmavík


               Jói Guðmunds, á Hólmavík © mynd Bjarni Guðmundsson, 13. júlí 2011

23.07.2011 12:00

Gamall og fallegur á Hólmavík


           Gamall og fallegur, á Hólmavík © mynd Bjarni Guðmundsson, 13. júlí 2011

23.07.2011 11:00

Djúpavík á Ströndum


                       Frá Djúpavík á Ströndum © mynd Bjarni Guðmundsson, 12. júlí 2011

23.07.2011 10:00

Gamall úreltur, en hvað?

Komið var með þennan bát utan af landi til Keflavíkur fyrir þó nokkrum mánuðum og rakti ég þá sögu hans hér, en hann var m.a. úreltur fyrir nokkrum árum. Virðist sá sem keypti hann nú síðast ætla að gera við hann, þó ég hafi lítið orðið var við vinnu við bátinn, en keyri þarna fram hjá oft á dag.


                        © mynd Bjarni Guðmundsson, í Keflavík, 6. júlí 2011