31.07.2011 22:56

Undir Vogastapa

Gunnar TH. sendi mé rþessar myndir og sagði þær vera teknar undir Vogastap, nærri Innri-Njarðvík, af steyptum rampi í bjargbrúninni sem notaður hefur verið til að sturta rusli framaf berginu.

Þá spurði hann að því hvort ég hefði  nokkra hugmynd um úr hvaða bát þessi vélbúnaður gæti verið? Þetta er nokkuð stór vél, átta strokka línuvél með áföstum skiptibúnaði. Undir henni er auðsjáanlega hluti úr skipssíðu eða -botni og trúlega situr hún á sínum eigin undirstöðum í brakinu.

Dráttarvélarflakið sem er þarna sjáanlegt, er líklega óskylt og hefur komið aðra leið, þ.e. ofanfrá, en skipsbrakið er alltof stórt til að hafa verið sturtað þarna framaf berginu af vörubílspalli. Þetta hlýtur að vera úr nokkuð stórum báti, sem hefur brotnað eða brunnið þarna undir berginu.

Þessu til að svara, þá man ég þá tíð, þegar öllu rusli bæði húsasorpi sem öðru sem fólk þurfti að losa sig við var hent þarna fram að bjargbrúninni. Einnig var rusli frá hernum hennt þarna. Varðandi skipshlutina þá var það algengt í gamla daga að brenna báta annað hvort undir Vogastapa eða úti í Helguvík. Síðasti báturinn sem ég man eftir að var brenndur undir Stapanum var Hafborg GK 99.

Ef einhver lesendi veit betur er hann beðinn um að koma þeim upplýsingum til mín í gegn um epjqepj.is og mun ég þá koma þeim upplýsingum til Gunnars.
          Séð niður bjargbrúnina á Vogastapa og í flæðamálinum má sja´vélahluti og hluti úr skipsflökum © myndir Gunnar TH