Færslur: 2011 Júlí

24.07.2011 19:00

Bourbon Monsoon


                     Bourbon Monsoon © mynd Jón Páll Jakobsson, 15. okt. 2010

24.07.2011 18:00

Abelvaar í Noregi
                              Abelvaar © myndir Jón Páll Jakobsson, 2011

24.07.2011 17:00

Annað sjónarhorn á Grundarfirði

Heiða Lára sendi þessar myndir er sýna annað sjónarhorn af bryggjunum og hafnaraðstöðunni  í Grundarfirði, Myndirnar tók hún í gær. Síðasta myndin sýnir hvaðan myndirnar eru teknar

                    © myndir Heiða Lára í Grundarfirði í gær, 23. júlí 2011

24.07.2011 16:20

Enginn hafnarvörður

Svo sjáum við yfir hafnarsvæðið þetta eru sjarkar eða smábátar eins og við köllum þá en norðmenn tala alltaf um sjark fyrir smábát mikið miðað við 50 fet. (15 m.) Þetta er svona klassík fiskihöfn, mikið drasl sem fylgir fiskibátum kannski er þetta svona af því það er enginn hafnarvörður.Wink

Þetta skrifar Jón Páll Jakobsson um á bloggsíðu sinni um hafnarsvæðið í Reipa í Noregi, en þaðan er þessi mynd,


      Hafnarsvæðið í Reipa í Noregi, fyrir nokkrum dögum © mynd Jón Páll Jakobsson, í júlí 2011

24.07.2011 15:00

Holmvag og Fröyskjær

Hér kemur mynd eftir Jón Pál Jakobsson sem hann tók í Noregi  og á síðu sinni segir hann þetta um myndaefnið:

Hér er Holmvag, Fröyskjær og síðan sést aðeins í Turbo. En sjáið þið hvernig bátarnir er bundnir saman þeir koma aldrei við hvorn annan, því dálítið frá bryggjunni er akkeri sem ysti báturinn er bundinn í bæði að framan og aftan og þannig haldið frá hinum bátunum og þannig kemur innsti báturinn aldrei heldur við bryggjuna. Fröyskjær er bátur sem búið er að gera upp til þess að búa í og sigla um ströndina. 


     Holmvag og Fröyskjær og lengst til vinstri sést aðeins í Turbo
                    © myndir Jón Páll Jakobsson, 2011
.


    Jón Páll Jakobsson hefur verið duglegur að taka myndir af bátum í Noregi og mun ég nú birta nokkrar þeirra og á miðnætti birtist skemmtileg syrpa af bátum sem áður voru gerðir út hérlendis en eru nú í Noregi og meðal þeirra er einn sem nýlega var seldur þangað frá Íslandi, en sá var smíðaður hérlendis á sínum tíma og gerður út  hér undir þremur nöfnum.  Allt um þetta á miðnætti.

24.07.2011 14:00

Særún ST 27


                  Særún ST 27 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is   18. júlí 2011

24.07.2011 13:00

Slökkviliðsæfing við Keflavíkurhöfn

Brunavarnir Suðurnesja voru að æfa sig við að taka upp sjó og sprauta honum, niðri við Keflavíkurhöfn í gærmorgun og tók ég þá þessar myndir.
      Slökkviliðsæfing hjá Brunavörnum Suðurnesja við Keflavíkurhöfn í gærmorgun og á myndinni sést einnig 1587, Sævar KE 5 © myndir Emil Páll, 23. júlí 2011

24.07.2011 12:00

Fimm makrílbátar í höfn

Makrílflotinn sem gerður er út frá Njarðvik, hefur bætt llífið í Njarðvðiku- og einnig Keflavíkurhöfn til góðs. Nú virðast 5  þeirra báta sem eru gerðir út á þessar veiðar, landa til vinnslu í Njarðvík og það skemmtilega er að 80% þeirra eða 4 af fimm eru aðkomubátar og síðan hafa komið ýmsir aðrir og landað makríl til vinnslu í Njarðvík. Hér fyrir neðan birti ég myndir af öllum fimm bátunum, þ.e. 4 stálbátum og einum plastbáti, sem voru í landi nú um helgina og eru stálbátarnir í Njarðvík en plastbáturinn í Keflavík..


       1178. Blíða SH 277, 1964. Sæfari ÁR 170 og 2340. Valgerður BA 45. Ekki var það bryggjan sem hallaði svona, heldur virðist ljósmyndarinn ekki hafa ráðið alveg við myndavélina í rokinu


                                          94. Happasæll KE 94, í Njarðvik


                                       1178. Blíða SH 277, í Njarðvík


                                        1964. Sæfari ÁR 170, í Njarðvik


                                        2340. Valgerður BA 45, í Njarðvík


                  1516. Fjóla SH 121, í Keflavík © myndir Emil Páll, 23. júlí 2011

24.07.2011 11:00

Héðinn AK 7


          Héðinn AK 7, Skeljavík á Ströndum © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  20. júlí 2011

24.07.2011 10:00

Grímur AK 1


                   7531. Grímur AK 1, á Akranesi © mynd Sigurbrandur, 2010

24.07.2011 09:33

Nýr bátur: Sella GK 225

Í gær átti að sjósetja þessa nýsmíði og þótt ég fylgdist með sá ég það ekki, né heldur hvert hann var fluttur til sjósetningar, það eina sem ég sé er að báturinn er horfinn úr því húsi sem hann var geymdur í og kláraður.

Um er að ræða bát að gerðinni Sómi 960 og var skokkurinn framleiddur hjá Bláfelli á Ásbrú, en innréttingar og tækjabúnaður settur niður í húsi á vegum eigandans í Njarðvík

Birti ég því mynd af bátnum í húsnæði eigandans, eins og hann leit út í maí sl.


               2805. Sella GK 225, eins og hann leit út 24. maí 2011 © mynd Emil Páll

24.07.2011 09:00

Björg Hallvarðsdóttir AK 15


                2787. Björg Hallvarðsdóttir AK 15, á Akranesi © mynd Sigurbrandur

24.07.2011 07:50

Mánaberg ÓF og Hrafn Sveinbjarnason GK í morgun

Þessar myndir tók ég í morgun rétt fyrir kl. 7.30 og sýna þær er Mánaberg ÓF 42 var að sigla út úr Helguvík og Hrafn Sveinbjarnason GK 255 kom úr viðhaldi í Hafnarfirði


        1270. Mánaberg ÓF 42, nýkomið út úr Helguvík og tekur beygjuna út Stakksfjörðinn. Framan við skipið sést í 1972. Hrafn Sveinbjarnason GK 255, sem verið hefur í Hafnarfirði til viðhalds að undanförnu. Myndirnar eru teknar rétt fyrir kl. 7.30 í morgun

                   1270. Mánaberg ÓF 42 og fjær sést í 1972. Hrafn Sveinbjarnason GK 255


                           1270. Mánaberg ÓF 42 komið á stefnuna út fyrir Garðskaga


                1972. Hrafn Sveinbjarnason GK 255, á stefnunni frá Hafnarfirði og út fyrir Garðskaga í morgun rétt fyrir kl. 7.30 © myndir Emil Páll, 24. júlí 2011
.

24.07.2011 07:05

Borgarnes

Þessa mynd og næstu myndir frá Sigurbrandi, man ég ekki hvort ég hef birt áður, en góðar myndir eru aldrei of oft birtar, svo það verður þá bara að hafa það ef ég hef birt þetta áður.


        6681. Haförn, 6531. Guðný MB, 5983, Sælaug MB 27 og 1823. Hvítá MB 18, í Borgarnesi árið 2010 © mynd Sigurbrandur

24.07.2011 00:00

Sigga frænka SH 71

Þann 18. júlí sl. kom til Hólmavíkur bátur frá Ólafsvík, Sigga Frænka SH 71 og mun hann fara á strandveiðar.

http://holmavik.blog.is/users/0a/holmavik/img/img_2377-1.jpg

http://holmavik.blog.is/users/0a/holmavik/img/img_2382-1.jpg

http://holmavik.blog.is/users/0a/holmavik/img/img_2375-1.jpg

http://holmavik.blog.is/users/0a/holmavik/img/img_2386-1.jpg
  1560. Sigga frænka SH 71, á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  18. júlí 2011