Færslur: 2011 Júlí

09.07.2011 11:00

Húni 2 og fleiri svipaðir í Færeyjum

Húni 2  var á miðnætti væntanlegur til Færeyja  Þeir eru í skemmtiferð og ætla að mæta þar fjölda áþekkra báta frá Þýskalandi, Færeyjum, Shetlandseyjum og ég held frá Noregi. Síðan mun hersingin sigla í lest til Húsavíkur og halda þar viku hátíð í félagsskap hvalaskoðunarskipa af svipuðu tagi.

09.07.2011 10:21

Edda SU 253


           6921. Edda SU 253, á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason, sumarið 2011

09.07.2011 09:00

Sibba SU 20
             6688. Sibba SU 20, á Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason, sumarið 2011

09.07.2011 08:13

Bliki SU 24
          6595. Bliki SU 24, á Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason, sumarið 2011

09.07.2011 00:00

Fáskrúðsfjörður 2011

Hér kemur skemmtileg syrpa frá löndun strandveiðibáta á Fáskrúðsfirði, sem Óðinn Magnason hefur tekið
                                  Fáskrúðsfjörður © myndir Óðinn Magnason, 2011

08.07.2011 23:00

Eskifjörður: Sveinn, Rúna, Reyðar, Alla Sæm og afturendi

Þá koma Eskifjarðarmyndir Sigurbrands.


                 6567. Sveinn SU 225, 6567. Sveinn SU 225 og 6379. Reyðar SU 604


      5983. Alla Sæm SU 180 og óþekktur afturendi, sem gaman væri að fá upplýsingar um hverjum honum tilheyrði
                               © myndir Sigurbrandur, á Eskifirði 6. júlí 2011

08.07.2011 22:31

Norskt seglskip á Kollafirði í kvöld

Gunnar Th. sendi mér þessar glæsilegu myndir  sem hann tók nú fyrir klukkutíma eða svo af norska seglskipinu ,, Statsraad Lehmkuhl" frá Bergen. Það liggur þessa stundina uppi við Brimnes á Kollafirði. Myndirnar tók hann úr bát sínum Stakkanesinu.

                                     - Sendi ég Gunnari kærar þakki fyrir -
           Norska seglskipið Starsraad Lehmkuhl, á Kollafirði núna í kvöld © myndir Gunnar Th. 8. júlí 2011

08.07.2011 22:00

Frá Mjóafirði: Bjarmi, Mundi, Haförn og innrásarpramminn

Sigurbrandur Jakobsson, sem að undanförnu hefur sent mér myndir aðallega af Snæfellsnesinu hefur nú tekið sig upp og flutt til Austfjarða og hér kemur fyrsta myndasendingin þaðan og eru viðfangsefnin á Mjóafirði og Eskifirði.

Hér koma myndir frá Mjóafirði.


                                      1819. Mundi SU 38 og 1861, Haförn SU 42


                        6891. Bjarmi SU 38, 1861. Haförn SU 43 og 1819. Mundi SU 35


                                                       6841. Bjarmi SU 38


          Gamall innrásarprammi sem veður hefur unnið á, auk mannshandarinnar
                              © myndir Sigurbrandur, á Mjóafirði 6. júlí 2011

08.07.2011 21:00

Mærsk Neridian Lpg Carriner


          Mærsk Neridian Lpg Carriner, liggur við festar á Rypefjord © mynd Einar Örn Einarsson, í júlí 2011

08.07.2011 20:51

Mikil snekkja

www.dv.is
Glæsileg snekkja liggur nú liggur nú bundin við festar í Reykjavíkurhöfn. Hún heitir Ice super yacht og er 90 metra löng. Hún var smíðuð í Bremen í Þýskalandi árið 2005 ...

08.07.2011 20:00

Northern Commander


                       Northern Commander © mynd Einar Örn Einarsson, í júlí 2011

08.07.2011 19:06

Northern Canyon


           Northern Canyon, á leið í Karmsund © mynd Einar Örn Einarsson, júlí 2011

08.07.2011 15:00

Skvetta SK 7

Þessi bátur er að vissu leiti mjög merkilegur, því auk hans er aðeins til annar bátur sömu gerðar ennþá til hér á landi. Trúlega munu þeir báðir fljótlega fá haffærisskírteini ef þeir eru ekki báðir búnir að fá það, Hafa þeir báðir  verið í miklu viðhaldi og lagfæringum að undanförnu.

Hér er ég að tala um hina sönnu Bátalónsbáta, annars vegar bát með hét fyrst Gunnar Sigurðsson ÍS 13 og nú aftur Gunnar Sigurðsson og hefur smíðanúmerið  425 hjá Bátalóni hf. og hinsvegar þennan hér að ofan sem hét fyrst  Dröfn BA 28 en heitir nú Skvetta SK 7 og er með smíðanúmerið 430 hjá Bátalóni hf. Aðalmunurinn á þessum tveimur bátum er að Gunnar Sigurðsson fer trúlega í ferðaþjónustu, eða sem skemmtibátur á Ísafirði eða þar í hring, en Skvetta mun verða gerður út frá Njarðvík eða Keflavík sem fiskibátur og er því sá síðasti af Bátalónsbátunum sem enn er til sem fiskiskip.

Til að forðast allan misskilnig þá eru þrír aðrir Bátalónsbátar til. Einn af þeim er enn haffær og er í Eyjum en honum hefur verið breytt í frambyggðan bát, þá er einn inni í húsi á Fáskrúðsfirði og hefur verið lengi og sá þriðji var enn til árið 2009 sem þjónustubátur í Bretaveldi.


              1428. Skvetta SK 7, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 8. júlí 2011

08.07.2011 12:22

M.t. Oversens Portland


                   M.t. Oversens Portland © mynd Einar Örn Einarsson, í júlí 2011

08.07.2011 10:00

Kútter


                  Kútter, í Úlfasundinu © mynd Einar Örn Einarsson, í júlí 2011