Færslur: 2011 Júlí

18.07.2011 10:32

Í nágrenni Dalvíkur
                              © myndir Bjarni Guðmundsson, 3. júlí 2011

18.07.2011 09:00

Njarðvík í morgun

Það var ekki mikið um að vera í Njarðvikurhöfn, með þó einni gleðilegri undantekningu, Blíða SH 277 var að landa makríl. Ef makrílvinnslan hefði ekki farið í gang í Njarðvik, væri höfnin ósköp dauf. Þar sem flest skipin eru þar til geymslu um lengri eða skemmri tíma, þó er eitt í viðhaldi. Hér sjáum við fjórar myndir sem ég tók núna upp úr kl. 8 í morgun


    Jú þarna má að vísu sjá níu skip, eitt þeirra er að landa og annað í eðlilegu viðhaldi, önnur í geymslu til lengri eða skemmri tíma


        Rauðu bátarnir báðir, annar, 2101. Sægrímur GK 525 í sviftingu fram í miðjan næsta mánuð, en hinn 363. Maron GK 522, hefur verið á lúðuveiðum og kom inn trúlega í gær.


                                 Makríl landað úr 1178. Blíðu SH 277


         Íslenska makrílveiðifélagið ehf., í Njarðvík. En þetta sem maðurinn hægra megin við hurðina er að gera, hélt ég að væri löngu liðin tíð við móttökudyr á fersku hráefni.
                                          © myndir Emil Páll, 18. júlí 2011

18.07.2011 08:04

Guðmundur í Nesi RE 13


        2626. Guðmundur í Nesi RE 13, á Akureyri © mynd Bjarni Guðmundsson, 30. júní 2011

18.07.2011 07:57

Eina sólin sem sést hefur í marga daga

Þeir sem verið hafa á rækjuveiðum út af Grímsey, hafa ekki séð sólina i marga daga þar til í morgun og þá tók Þorgrímur Ómar Tavsen þessa mynd á símann sinn.


                            © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2011

18.07.2011 00:00

Unnur EA 74 - 2 alnafnar

Hér koma tveir bátar sem báðir hafa borið nafnið Unnur EA 74 og eru myndirnar úr safni Sólplasts.

                                                                    1737.


                                               1737. Unnur EA 74, í Sandgerði


                                                                      6478.


                 6478. Unnur EA 74, í Sandgerði © myndir úr safni Sólplasts

17.07.2011 23:00

Ekki Gustur, heldur Gústi P


                  Gustur, á Akureyri © mynd Bjarni Guðmundsson, 30. júní 2011

Gunnar Th. Sendi þessa athugasemd:

Báturinn  er Gústi P.,áður SH.m en ekki Gustur. Hann var seldur norður í land og lá í fyrra við húsvegg á Blönduósi. Er nú greinilega kominn til Akureyrar og farinn að láta á sjá.

17.07.2011 22:00

Bíldsey SH 65 á Siglufirði


         2650. Bíldsey SH 65, á Siglufirði © mynd Bjarni Guðmundsson, 3. júlí 2011

17.07.2011 21:00

Lagarfljótsormurinn tekinn á land


           2380. Lagarfljótsormurinn tekinn á land © myndir Bjarni Guðmundsson 29. júní 2011

17.07.2011 20:00

Niels Jónsson EA 106 í Hauganesi


         1357. Niels Jónsson EA 106, í Hauganesi © myndir Bjarni Guðmundsson, 3. júlí 2011

17.07.2011 19:00

Fidel

Þessi er á fljótsbakkanum við Lagarfljót, Fellabæjarmegin, og heitir Fidel ásamt því að skarta mynd af félaga Kastró.


                               Fidel © mynd Sigurbrandur, 16. júlí 2011

17.07.2011 18:33

Gripinn glóðvolgur

Það þarf vart að kynna þennan, en myndin var tekin á N-1 mótinu á Akureyri 2. júlí sl.
       Ónefndum ljósmyndara fylgt niður af þakinu © myndir Bjarni Guðmundsson, 2. júlí 2011

17.07.2011 18:16

Þórshöfn í gær


                                                   Þórshöfn í gær


                                     2339. Garðar ÞH 122, á Þórshöfn í gær


               1792. Árvík ÞH 258, á Þórshöfn í gær © myndir Sigurbrandur 16. júlí 2011

17.07.2011 17:18

Manon á Norðfirði
        Manon A-26-AV á Norðfirði í dag © myndir Bjarni Guðmundsosn, 17. júlí 2011

17.07.2011 16:30

Kristín EA 37

Gamlir bátar sem búið er að taka úr notkun en eru enþá til eru að verða sérstakt áhugamál Sigurbrandi og þá ekki síst ef hann finnur plastbáta. Þennan fann hann á Þórshöfn

7232 Kristínu EA 37 en hún mun hafa verið tekin úr rekstri eins og það var orðað 2003, en saga hennar er svona smíðuð í Hafnarfirði 1990 meða 60 ha Ford vél.
Hét fyrist Hermann S Jónsson RE 380 (1990-91), og svo Kristín EA 37 frá Grímsey.


         7232. Kristín EÁ 37, á Þórshöfn í gær © mynd Sigurbrandur 16. júlí 2011

17.07.2011 15:12

Agentia.is

Ný skipasala hefur verið stofnsett, en þar er til sölum meira er tengist sjósókn og fiskvinnslu. Sjá nánar á agentina.is og hér má sjá úrdrátt sem ég tók af netsíðu 
Vöruflokkar

Agentia

Agentia er alþjóðlegt sölu og þjónustufyrirtæki á sviði ráðgjafar, útgerðar og fiskvinnslu. Megin verkefni okkar eru :

 Báta og skipasala.
 Sala á nýjum og notuðum tækjum og búnaði til fiskvinnslu, skipa og báta.
 Afurðasala.
 Ráðgjöf til innlendra og erlendra útgerða og fiskvinnslufyrirtækja. 
 Almenn verkefnastjórnun.
 Almenn verktaka.

Væntingar og þarfir viðskiptavina Agentia eru fundnar með aðferð verkefnastjórnunar sem byggir meðal annars á: Skilgreining - Þróun - Framkvæmd - Verklok
Megin tilgangur vel menntaðra starfsmanna Agentia hverju sinni er að veita viðskiptavinum Agentia sérfræðilausnir og fylgja eftir væntingum viðskiptavina.