Færslur: 2011 Júlí

19.07.2011 22:00

Smíðaður á Grenivík í lok fyrri aldarfjóðungs síðustu aldar

Hér er einn gamall, sem var smíðaður á Grenivík annað hvort árið 1924 eða 1926.


                                 © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júli 2011

19.07.2011 21:15

Allt önnur gæði

Myndir þær sem ég birti nú eru svona frekar til gamans en eitthvað annað. Ástæðan er sú að ég var að skipta á myndavélinni og annarri og má segja að myndirnar af Tómasi Þorvaldssyni hafi verið þær fyrstu sem ég spáði eitthvað í tökur á, með þeirri nýrri. Svo skemmtilega vill til að þegar Auðunn kom með Sævar KE 5 í drætti í dag birti ég myndir sem voru þær síðustu sem ég tók með gömlu vélinni, en um leið tók ég án þess að spá mikið í, myndir af sama atburði með nýju vélinni og eins og menn sjá ef gæðin eru borin saman þá eru þau allt önnur. Hér koma myndir af drættinum, teknar með nýju vélinni.


           1587. Sævar KE 5 og 2043. Auðunn, í dag © myndir Emil Páll, 19. júlí 2011

19.07.2011 21:00

Knörrinn


     306. Knörrinn, á Dalvík © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2011

19.07.2011 20:48

Tómas Þorvaldsson, nýmálaður og flottur
           1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, ný málaður og flottur að koma úr Njarðvíkurslipp og sést hér sigla út Stakksfjörðinn, núna áðan © myndir Emil Páll, 19. júlí 2011

19.07.2011 20:00

Draumur


            1547. Draumur, á Dalvík © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2011

19.07.2011 19:30

Baldvin NC 100 og La Boreal á Grundarfirði

Hér koma nýjar myndir frá Heiðu Láru vegna þeirra mynda sem ég gat ekki bjargað inn, en birti tvær mjög stórar. Þessar myndir eins og hinar stóru sýna komu Baldvins NC 100 koma til Grundarfjarðar í síðustu viku og er skemmtiferðaskipið La Boreal fer frá Grundarfirði í gær i 2. ferð sinni í sumar þangað af þeim þremur sem áætlaðar eru, en þriðja ferðin er á mánudag og sú fyrsta var einmitt á mánudag í síðustu viku.


    Baldvin NC 100, kemur til Grundarfjarðar í síðustu viku © myndir Heiða Lára, í júlí 2011


           La Boreal, siglir út Grundarfjörð í gær © mynd Heiða Lára, 18. júli 2011

19.07.2011 19:00

Baldvin NC 100

Togari þessi kom við á Grundarfirði í síðustu viku og smellti Heiða Lára af henni nokkrum myndum, en sökum þess að talvan mín réði ekki við þær, gat ég aðeins birt eina þeirra. Í morgun tók síðan Þorgrímur Ómar Tavsen myndir af togaranum á símann sinn og þá trúlega á Dalvík.


     Baldvin NC 100, trúlega á Dalvík © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2011

19.07.2011 18:00

Þórunn Sveinsdóttir í Keflavík í morgun

Þórunn Sveinsdóttir VE 401, hafði viðkomu í Keflavík í morgun, en þar sem ég sá aðeins á eftir henni fékk ég mynd af MarineTraffic til að birta í staðinn.


          2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 © mynd MarineTraffic, Jimmy Romanowski

Samkvæmt upplýsingum á Facebook, var ástæðan fyrir komunni til Keflavíkur að einn skipverja skar sig og þurfi að leita læknis.

19.07.2011 17:00

Baldvin NC

Baldvin NC kom inn til Grundarfjarðar í síðustu viku og þá tók Heiða Lára þessa mynd og fleiri af skipinu svo og af La Boreal sem birtist hér fyrir neðan. En sökum stærðar á myndunum get ég aðeins birt eina af hvoru skipi og alls ekki minnkað þær.

Hér sjáum við Baldvin NC koma inn til Grundarfjarðar í síðustu viku © mynd Heiða Lára


19.07.2011 16:30

La Boreal

Myndir af þessu skemmtiferðaskipi sáu við hér á síðunni fyrir viku, en þá kom það við á mánudeginum í Grundarfjörð og það gerði það einnig í gær og kemur síðan þriðja mánudaginn í röð enn á ný nk. mánudag.19.07.2011 16:02

Milla GK 121


                 2321. Milla GK 121. í Keflavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 18. júlí 2011

19.07.2011 15:45

Slatteroy


               Slatteroy, á Norðfirði í gær, en hann landaði þar í fyrri nótt © mynd Bjarni G. 18. júlí 2011

19.07.2011 14:00

Auðunn dregur Sævar

Núna rétt áðan kom hafnsögubáturinn Auðunn með Sævar KE 5, sem er þjónustubátur fyrir kræklingaeldi, í drætti til Keflavíkur og eins og sést á síðustu myndinni er hann með í skrúfunni.


                          2043. Auðunn með 1587. Sævar KE 5, í drætti
         1587. Sævar KE 5, augljóslega með í skrúfunni, kemur hér með aðstoð 2043. Auðuns til Keflavíkur núna áðan © myndir Emil Páll. 19. júli 2011

19.07.2011 13:44

Loksins- loksins

Þessi fyrirsögn á við um tvennt. 1. lagi er 123.is kominn í lag að nýju eftir sólarhrings bilun og síðan er aðalmálið að nú eru þeir farnir að veiða makrílinn inni á Stakksfirði og birti ég hér myndir sem ég tók af veiðunum, rétt fyrir kvöldmat.


              13. Happasæll KE 13 að veiðum í gær á Stakksfirði og 1178. Blíða SH 277, fyrir aftan hann

            2340. Valgerður Ba 45 að veiðum í gær á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 18. júlí 2011.  Fleiri myndir birtast síðar.

18.07.2011 11:00

Hafrún ST 44


          7147. Hafrún ST 44, í Sandgerði © myndir úr safni Sólplasts (Plastverks)