Færslur: 2011 Júlí

17.07.2011 14:51

Sæperla og Fjarkinn

Í gær birti ég mynd af íslenskri skútu í Grófinni, en sagði ekki meira frá henni. Birti ég nú myndina aftur og tvær ítil viðbótar, svona sem smá skot úr Grófinni
                             2752. Sæperla og 6656. Fjarkinn, í Grófinni, 17. júlí 2011


          2752. Sæperla og 6656. Fjarkinn, í Grófinni, í gær
                  © myndir Emil Páll, 16. og 17. júlí 2011

17.07.2011 13:37

Ögn GK 158


                          9037. Ögn GK 158. í Innri - Njarðvík © mynd úr safni Sólplasts

17.07.2011 10:30

Oujukoaq ex Hafrenningur GK o.fl. ísl. nöfn

Þessi bátur var á sínum tíma keyptur til Grindavíkur frá Danmörku og flakkaði svo víða um land og endaði aftur í Grindavík áður en hann var seldur til Kanada. Fyrir neðan myndina sem er frekar nýleg, birti ég sögu bátsins.     Oujukoaq ex 1626. Hafrenningur GK o.fl. © mynd arctic guide.net

Smíðaðnúmer 20 hjá Saksköbing Maskinfabrikk og Skipswærft, í Saksköbing, Danmörku 1976. Ypphaflega smíðaur sem eins þilfara síðutogari til veiða á brælsufiski, en 1980 var byggt yfir skipið og því breytt il línuveiða. Sett var á það ný brú og fleira í Skipasmíðastöð Njarðvikur 1997. Brúin var keypt notuð frá Noregi og átti að fara á 1361. Erling KE 45, en hann sökk áður. Brúin hafði áður verið á norska skipinu Frögvanden.

Keyptur hingað til lands 1982 og kom hingað 28. júní það ár. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994 en ekki notaður. Seldur til Írlands í febrúar 1996, en skilað til baka aftur í sama mánuði. Lá við bryggju í Njarðvik þar til ahnn var tekinn upp í Njarðvikurslipp í jan. 1997. Fór eina ferð sem Gissur hvíti GK milli Grænlands og Kanada í ársbyrjun 2005 og var eftir það lagt í Kanada, eða þar til hann var seldur til frumbyggja í Baffínslandi í Kanada í júlí 2005.

Nöfn: Michelle-Cher, Hafrenningur GK 38, Hersir HF 227, Hersir ÍS 33, aftur Hersir HF 227, Hersir ÁR 2, Klettur SU 100, Nansen ÍS, aftur Klettur SU 100, Vigdís Helga VE 700, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti GK 457 og núverandi nafn: Oujukoaq

17.07.2011 10:04

Gylfi SU 101


                       7400. Gylfi SU 101, í okt. 1998 © mynd úr safni Sólplasts

17.07.2011 09:01

Unnur EA 74 og Elding


          6478. Unnur EA 74, siglir inn Sandgerðishöfn og við bryggju er 1047. Elding. Fleiri myndir af Unni birtast í syrpu hér eftir miðnætti  © mynd úr safni Sólplasts

17.07.2011 08:38

Líf GK 67 og Leifi GK 124


               6787. Líf GK 67 og 6417. Leifi GK 124, í Innri  - Njarðvík © myndir úr safni Sólplast. Stór myndasyrpa af Leifa GK. mun birtast hér síðar

17.07.2011 00:00

Lilja RE 18
                        1794. Lilja RE 18, í Sandgerði © myndir úr safni Sólplasts

16.07.2011 23:00

Sæmundur GK 4


                   1264. Sæmundur GK 4, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, 16. júlí 2011

16.07.2011 22:00

Muggur KE 57


                    2771. Muggur KE 57, í Grófinni © mynd Emil Páll, 16. júlí 2011

16.07.2011 21:00

Íslensk skúta


         Íslensk skúta í Grófinni © mynd Emil Páll, 16. júlí 2011

16.07.2011 20:00

Franska skútan Glenans


              Franska skútan Glenans, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 16. júlí 2011

16.07.2011 19:00

Frá Akraneshöfn
                                     Frá Akranesi © myndir úr safni Sólplasts

16.07.2011 18:00

Hvaða höfn er þetta? - Reyðarfjörður?
                             Hvaða höfn er þetta? © myndir úr safni Sólplasts

Á Facebokk kemur fram að þetta sé trúlega Reyðarfjörður og miðast það við hvaða bátar sjást á myndunum.

16.07.2011 17:00

Hvar skyldi þetta vera?

Þetta væri tilvalin getraun, en það er eins og kunnugt er ekki hægt á þessari síðu, meðan ákveðinn maður sem kallar sig Steina, kemur hér inn hvað eftir annað, þegar ég opna fyrir álit. Ástæðan fyrir því að ég nefni hann, en að ég hef grun um að hann heiti ekki einu sinni Steini, heldur ljúgi hann til um nafn. Eitt er víst að það er með öllu óþolandi að menn þori ekki að láta síðueigendur vita um sitt rétta nafn, þó svo að þeir fái síðan leyfi til að nota dulnefni. Hans vegna getur þetta ekki verið getraun, nema fyrir þá sem eru vinir míni á Facebook, eða hafa samband við mig með netpósti, eða símtali.


                                   Óþekktur staður? © mynd úr safni Sólplasts 

16.07.2011 16:28

Sporður VE 9


                    7184. Sporður VE 9, í Innri-Njarðvik © mynd úr safni Sólplasts