Færslur: 2011 Maí
18.05.2011 21:44
Útgerðarfélag flytur til Njarðvíkur
18.05.2011 21:39
Nýtt skip Ísfélagsins sjósett í Sjíle
Nýtt skip Ísfélags Vestmannaeyja var sjósett í Sjíle í dag og því gefið nafnið Heimaey VE 1. Ljósmynd/Ísfélagið
Nýsmíði Ísfélags Vestmannaeyja í skipasmíðastöðinni ASMAR í Sjíle lauk í dag og var skipinu gefið nafnið Heimaey VE 1. Skipið er af nýrri kynslóð uppsjávarskipa, 71,1 metra lant o14,40 metra breitt. Það var sjósett í borginni Talcahuano í Sjíle.
Heimaey VE 1 verður að sögn Ísfélagsins útbúið til nóta- og flottrollsveiða. Burðargeta þess er rúmlega 2.000 tonn í 10 tönkum, sem eru með öflugri RSW-kælingu. Við hönnun skipsins var tekið mið af því að orkunotkun yrði eins hagkvæm og kostur er með tilliti til siglinga og veiða. Meðferð aflans verður eins og best verður á kosið að sögn Ísfélagsins og aðbúnaður áhafnar til fyrirmyndar. Skipið verður afhent fullbúið í mars á næsta ári.
Dagurinn var einnig mikill gleðidagur í skipasmíðastöðinni ASMAR því að Heimaey VE 1 er fyrsta nýsmíðin sem er sjósett þar eftir að miklir jarðskjálftar skóku Sjíle í lok febrúar í fyrra. Í kjölfar jarðskjálftans skall mikil flóðbylgja á strönd landsins sem olli manntjóni, eyðileggingu og gífurlegu tjóni í skipasmíðastöðinni og færði hana í kaf.
18.05.2011 21:00
Óli á Stað GK 99 og Þórkatla GK 9


2672. Óli á Stað GK 99 og 2670. Þórkatla GK 9, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011
18.05.2011 20:00
Hafsvalan HF 107



1969. Hafsvalan HF 107, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011
18.05.2011 19:00
Gísli Súrsson GK 8



2608. Gísli Súrsson GK 8, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011
18.05.2011 18:15
Geirfugl GK 66 - nafnaskipti
Augljóslega hefur þessi fengið þetta kunnuga Grindavíkurnafn nú nýlega því aðeins er búið að setja nafnið og númerið á öðru megin. 

7136. Geirfugl GK 66, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011
18.05.2011 17:30
Ragnar Alfreð GK 183



1511. Ragnar Alfreð GK 183, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2011
18.05.2011 17:11
Flatey, frá Reykhólum


1437. Flatey, frá Reykhólum, í slippnum í Stykkishólmi © símamyndir Bragi, 18. maí 2011
18.05.2011 10:00
Margona FR 594 ex Freyr KE og SF

Margona FR 594 ex 1286. á ísl. © mynd Shipspotting, ally1903
Smíðanúmer 5 hjá Stálsmiðjunni hf. Reykjavík og kom fyrst til heimahafnar í Keflavík, 7. jan. 1973. Yfirbyggður 1991. Seldur úr landi til Skotlands 15. mars 1995. Lengdur í Skotlandi 1995 eða 1996. Sökk í Norðursjó 1999.
Nöfn: Freyr KE 98, Freyr SF 20, Freyr SF 40, Andromeda FR 594 og Margona FR 594.
18.05.2011 09:00
Lomur LK 801 ex íslenskur

Lomur LK 801 ex 1940. í Lerwick © mynd Shipspotting. Sydney Sinclair
Þessi var smíðaður fyrir menn á Hvammstanga, í Noregi 1988 og fyrsta nafnið var Rósa HU 294, síðar Búðafell HU 294, Búðafell SU 90 og Lómur HF 177. Skipið var selt til Skotlands 1994.
18.05.2011 08:18
Akranes

Akranes, frá Færeyjum í Klakksvík © mynd Hilmar Snorrason, í ágúst 2006
18.05.2011 07:38
Alson Kay LK 57


Alson Kay LK 57, norður af Shetlandi © myndir Shipspotting, Jonathan Leask, í jan. 2002
18.05.2011 00:00
Karelía FIN 133 K ex Sjávarborg GK 60


Karelía FIN 133 K ex Sjávarborg GK 60 © myndir Shipspotting, Folke Österman, 27. júní 2008
Karelía FIN 133 - K, ex 1586. Sjávarborg GK 60, á Baltic-hafi © mynd Shipspotting, Michael, 24. janúar 2009
17.05.2011 23:00
Var ekki búið að farga þessum?
Stundum rekast menn á eitt og annað sem er merkilegra en annað, nú í seinni tíð. Sigurbrandur rakst t.d. á þennan bát, á vagni á Rifi. Bát sem hann taldi að væri búið að farga fyrir löngu, enda löngu farinn út af skipaskrá. 
Þennan rakst Sigurbrandur á óvænt á Rifi og taldi að það ætti að vera búið að farga honum fyrir löngu © mynd af 1654, Sigurbrandur á Rifi, 17. maí 2011
