Færslur: 2010 Nóvember
27.11.2010 15:29
Lágey að verða tilbúin

2651. Lágey ÞH 265, á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 27. nóv. 2010
27.11.2010 14:25
Súðavík 2008

1436. Snæbjörn ÍS 43, Ísbjörg ÍS 36, Helga Björg og Svanlaug Björg á Súðavík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 2008
27.11.2010 12:41
Seigur og Hraunsvík

2219. Seigur og 1907. Hraunsvík GK 75, í Keflavíkurhöfn nú í hádeginu © mynd Emil Páll, 27. nóv. 2010
27.11.2010 12:33
Í jólabúning í slippnum
Í dag eru einstaka hús komin með jólaljós og bæjarfélögin og nokkur fyrirtæki, það er hinsvega fátítt að skip setji jólaljósin strax upp, en það eru þó til undantekningar á því eins og nú í Njarðvíkurslipp, þar sem kveikt var á jólaljósum nánast á þakkargjörðardaginn sem var í vikunni. Það gerðist varðandi Steinunni Finnbogadóttur BA 325 og hér birti ég mynd af honum sem ég tók í morgun er aðeins var farið að birta.

245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, í jólabúning í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll, 27. nóv. 2010
27.11.2010 00:00
Viðey RE 12 / Klængur ÁR 2 / Ágúst Guðmundsson GK 95

262. Viðey RE 12 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness. ljósm.: Snorri Snorrason

262. Klængur ÁR 2 © mynd Snorrason

262. Ágúst Guðmundsson GK 95 © mynd í eigu Flota Bíldudals

262. Ágúst Guðmundsson GK 95 © mynd Emil Páll

262. Ágúst Guðmundsson GK 95 © mynd Ísland 1990




262. Ágúst Guðmundsson GK 95, brim við Grindavík 1987 © myndir Snorrason

262. Ágúst Guðmundsson GK 95 © mynd Snorrason
Smíðanúmer 14 hjá Brattvag Skipsbyggeri A/S, Brattvag, Noregi 1964. Yfirbyggður 1988 hjá Skipamíðastöð Njarðvikur hf., Njarðvík
Lagt í Reykjavíkurhöfn í júní 2001, en færður til Grindavíkurhafnar á árinu 2002.
Seldur Steinari Þór Birgissyni í Mexikó í des. 2001 og fór hann út undir nafninu Thor GK 951 og síðan er ekkert vitað um hann.
Nöfn: Viðey RE 12, Árni Kristjánsson BA 100, Andri BA 100, Klængur ÁR 2, Ágúst Guðmundsson GK 95 og Thor GK 951
26.11.2010 23:00
Steinunn SF 10

2449. Steinunn SF 10, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurbrandur Jakobsson, sumarið 2007
26.11.2010 22:00
Taurus

Taurus, í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 26. nóv. 2010
26.11.2010 21:19
Veiðileyfi gegn gjaldi
Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun kynnti Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra frumvarpsdrög um úthlutun á ákveðnu magni af f þorski, ýsu, ufsa, löngu, keilu, gullkarfa, makríl, norsk-íslenskri síld og íslenskri sumargotssíld til skipa sem hafa veiðileyfi. Útgerðir munu þurfa að greiða tiltekið gjald fyrir aflaheimildirnar sem renna mun í ríkissjóð eða til tiltekinna verkefna.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áætlað að tekjur ríkisins af slíkri úthlutun framhjá aflamarki yrði 2-3 milljarðar króna miðað við heilt ár og mun vísað til verkefna á landsbyggðinni í þessu sambandi. Ákvörðunin kæmi til framkvæmda um leið frumvarpið yrði að lögum frá Alþingi.
Jón Bjarnason sagði á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í október, að hann ætlaði að leggja til að ráðherra fái heimild til að úthluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og íslenskri sumargotssíld gegn gjaldi í ríkissjóð.
Sagði Jón þá, að mikilvægt væri að kanna til fullnustu möguleika á að rýmka heimildir til veiða og veiðistýringar og þá jafnframt að skapa þjóðinni auknar beinar tekjur af auðlindinni. Ekki muni af veita til þess að unnt sé að vinna á móti þeim mikla niðurskurði sem boðaður hafi verið á grunnþjónustu, eins og til dæmis heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.
26.11.2010 21:15
Veðurblíða í Landeyjarhöfn
Nú hefur veðurblíðan leikið við þá sem er að vinna að dýpkun Landeyjahafnar. Hefur dýpkunin gengið einstaklega vel í þeirri blíðu sem þar er. Búið er að fjarlægja yfir 30.000 m³ úr hafnamynninu og rennunni fyrir utan það.
Siglingastofnun er að semja við Íslenska gámafélagið um að fá nýtt dýpkunarskip til landsins, Skandia, en það á að geta dýpkað í allt að 2ja metra ölduhæð. Skandia er í slipp í Danmörku þar sem fer fram reglubundin skoðun á botninum og síðan verður skipið málað. Að slipptöku lokinni verður Skandia siglt til landsins. Væntanlega verður skipið komið til Eyja upp úr miðjum desember og byrjar þá að dýpka í Landeyjahöfn.
Þrátt fyrir að Skandia geti unnið í 2ja metra ölduhæð mun Landeyjahöfn lokast oft í vetur, vegna þess ójafnvægis sem er á ströndinni út af gosinu í vor. Í þessu samhengi má ekki gleymast að þegar lagt var af stað í þetta verkefni var ávallt gert ráð fyrir að þegar mjög öflugt hlaup kæmi í Markarfljót myndi sandflutningur aukast og höfnin lokast.
Hins vegar eru jákvæð teikn um að það sé að draga verulega úr sandburði.
26.11.2010 21:06
Síldveiðum lokið hjá HB Granda
Síldveiðum skipa HB Granda er lokið á þessu ári en Lundey NS er nú á leiðinni til Vopnafjarðar með síðasta farm vertíðarinnar, um 800 tonna afla. Í morgun var lokið við að landa úr Faxa RE á Vopnafirði en aflinn í síðustu veiðiferð skipsins á síldveiðunum var um 900 tonn. Alls máttu skip HB Granda veiða um 4.800 tonn af íslenskri sumargotssíld á vertíðinni og eftirstöðvar kvótans eru nú um 300 tonn sem færð verða yfir á næsta ár.
26.11.2010 21:00
Gert við stefnið á Jökli


Sökum þess hve birtan var takmörkuð þegar ég var á leið þarna um í morgun, sést kannski ekki alveg nógu vel, hvað er verið að gera á 288. Jökul SK 16, í Hafnarfjarðarhöfn © myndir Emil Páll, 26. nóv. 2010
26.11.2010 20:00
Tungufell BA 326


1639. Tungufell BA 326, í Hafnarfirði, í morgun © myndir Emil Páll, 26. nóv. 2010
26.11.2010 19:00
Geirfugl GK 66

2746. Geirfugl GK 66, í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 26. nóv. 2010
26.11.2010 18:05
Frá Hafnarfirði í morgun

Frá Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 26. nóv. 2010
26.11.2010 17:09
Gunna Beta ÍS 94

2501. Gunna Beta ÍS 94, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 26. nóv. 2010
