Færslur: 2010 September
15.09.2010 21:19
Gamlar myndir frá Ólafsfirði, Hólmavík og Djúpuvík

Ólafsfjörður 1978

Hólmavík trúlega um 1990

Djúpuvík, sennilega um 1990
© myndir frá Bjarna G.
15.09.2010 20:21
Venni GK 606

7311. Venni GK 606, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 15. sept. 2010
15.09.2010 18:47
Garri GK 60

2612. Garri GK 60, í Grindvík © mynd Emil Páll, 15. sept. 2010
15.09.2010 17:54
Farsæll GK á veiðum í dag

1636. Farsæll GK 162, á veiðum, út af Hópsnesvita við Grindavík í dag
© mynd Emil Páll, 15. sept. 2010
15.09.2010 16:56
Flök á Hópsnesi
Á Hópsnesi við Grindavík liggja nokkur skipsflök eða hlutar úr skipsflökum og birti ég nú þrjár myndir af tveimur þessara hluta. Annað tel ég örugglega vera af Hrafni Sveinbjarnasyni III sem strandaði á nesinu 12. febrúar 1988, er er ekki öruggum með hitt, það sem ég birti tvær myndir af.
Þetta er trúlega hluti af flaki 103. Hrafns Sveinbjarnasonar III GK 11, sem strandaði við Hópsnes 12. feb. 1988

Ekki er ég klár á því hvort þetta sé af sama skipi, eða einhverju öðru
© myndir Emil Páll, 15. sept. 2010
15.09.2010 10:41
Steinunn HF sjósett í Hafnarfirði

2763. Steinunn HF 108, sjósett í Hafnarfirði
Bátasmiðjan Trefjar hf í Hafnarfirði sjósetti 8. september s.l. 12 metra og um 15 tonna fiskibát í Hafnarfjarðarhöfn.
Eigandi Steinunnar er útgerðarfyrirtækið Kambur ehf. í Hafnarfirði og mun báturinn leggja afla sinn upp í fiskvinnslu Kambs í Hafnarfirði. Hinrik Kristjánsson forstjóri Kambs segir miklar væntingar bundnar við uppbyggingu fyrirtækisins í Hafnarfirði og áætlar að við útgerð og fiskvinnslu Kambs muni starfa um 20 manns.

2763. Steinunn HF 108 © myndir af vef Hafnarfjarðarhafnar, 8. sept. 2010
15.09.2010 09:15
Dýpkun hafin á ný í Landeyjahöfn
Dýpkun er hafin í mynni Landeyjahafnar að nýju. Dýpkunarskipið Perla lagð af stað frá Vestmannaeyjum á fimmta tímanum í morgun. Ölduhæð hefur verið rétt rúmur metri frá því um klukkan tvö við Landeyjahöfn, en hún má ekki vera meiri svo skipið geti athafnað sig. Ágætis veður er við höfnina en vegna ölduhreyfinga gengur verkið hægt um sinn. Rétt fyrir klukkan átta í morgun voru menn að losa fyrsta farminn, en undir venjulegum kringumstæðum tekur um klukkutíma að fylla skipið.
15.09.2010 09:01
Landeyjarhöfn
Perla í Landeyjarhöfn © mynd af vef Siglingastofnunar
Mikið hefur verið skrifað að undanförnu um Landeyjarhöfn og mátti finna þetta á vef Siglingastofunar:
Við eldgosið í Eyjafjallajökli í aprílmánuði var þegar ljóst að það gæti skaðað mannvirki og náttúru á stóru svæði. Einkum fóru Sunnlendingar ekki varhluta af afleiðingum gossins og um margra vikna skeið röskuðust flugsamgöngur í Evrópu vegna öskufalls. Enn erum við að bíta úr nálinni vegna umbrotanna því Markarfljót hefur flutt mikið magn gosefna í sjó fram og óvenjulega þrálátar austlægar öldur hafa borið það fram með hafnarmynni Landeyjahafnar.
Frá upphafi gerðu áætlanir ráð fyrir töluverðri dýpkunarvinnu við hafnargerðina eins og ætíð þarf við slíkar framkvæmdir, einkum í sandhöfnum. Um 220 þúsund rúmmetrar af sandi voru fjarlægðir úr höfn og innsiglingu og gera áætlanir ráð fyrir að árlega þurfi að dýpka um 30 þúsund rúmmetra. Til grundvallar þeim útreikningum lágu rannsóknir á efnisburði við suðurströndina byggðar á gögnum sl. fjögurra áratuga. Á milli ára getur hinsvegar miklu skeikað í sandburði á sjávarströnd og í hressilegum lægðum geta djúpar öldum fært til mikið af efni á stuttum tíma. Þannig má líkja viðhaldsdýpkunum við snjómokstur á vegum, því umfangið fer eftir tíðarfarinu. Á mildum vetrum þarf lítið að moka en meira í vondu árferði.
Gosefni og sandur sem undanfarið hefur safnast í skafl utan við mynni Landeyjahafnar mældist nú fyrir helgina um 20 þúsund rúmmetrar en dæluskipið Perlan hóf dýpkun á föstudag. Verður hún að störfum hvenær sem veður leyfir og suðvestan ölduáttum hjálpa einnig til við að hreinsa innsiglinguna. Gangi ölduspá eftir má búast við að verkið gangi fljótt og vel.
Á fyrsta vetri nýrrar sandhafnar má venjulega búast við aðlögunartíma meðan ströndin nær nýju jafnvægi, en ófyrirsjáanleg gosefni og óvenjulegar ölduáttir lengja þann tíma. Vegna þeirra verður kostnaður vegna viðhaldsdýpkana einnig fyrr á ferðinni en ella, en tjón vegna byrjunarörðugleika í Landeyjahöfn felst samt einkum í töfum sem orðið hafa á siglingum. Er það sameiginlegt markmið allra aðila að þær færist fljótt og vel í eðlilegt horf.
15.09.2010 08:51
Crown Prinsess komst ekki að bryggju sökum veðurs
Skemmtiferðaskipið Crown Princess hætti við að koma að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík 8. sept. sl, vegna of mikils vinds. Stjórnendur skipsins treystu sér ekki til að snúa skipinu í vindinum, sem var um 12 m/sek og upp í 16 m/sek í hviðum. Skipið lá á ytri höfninni frá kl 13:00 þar til það fór um sexleitið.
Kemur þetta fram á vef Faxaflóahafna
15.09.2010 08:45
Hans Jakob í kröppum dansi
Meðal þeirra sem fylgdust með honum voru aðilar sem koma að björgun o.fl.

1639. Hans Jakob GK 150, hefur nú verið seldur til Tálknafjarðar, eins og kom fram hér
á síðunni 7. sept. sl. © mynd Emil Páll
15.09.2010 00:00
Hálfgerðar úrkastsmyndir

212. Skagaröst KE 70, í Keflavíkurhöfn

235. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn

242. Sæunn GK 220 í Sandgerðishöfn

Mynd af baksíðu á dagblaði frá 2. feb. 1966
og myndin sem birtist þarna er af bátnum þegar
hann hét 567. Guðfinnur GK 132, en hér fyrir neðan
er mynd af honum eins og hann leit út er hann sökk

567. Hilmir KE 18, í Keflavíkurhöfn

2073. Sólrún KE 124, annað hvort í Sandgerði eða Grófinni, Keflavík

Hér koma tvær myndir af skipum frá Hafskip og eru myndirnar báðar teknar í Reykjavíkurhöfn og tel ég að skipið á þeirri efri sé Selá , en er ekki viss með það á neðri myndinni.

© myndir Emil Páll, fyrir einhverjum tugum ára
14.09.2010 21:49
Flateyri með fjögurra ára millibili
Sigurbrandur sendi mér 2 myndir sem hann tók á Flateyri með nákvæmlega 4 ára millibili. Á (efri) myndinni af bátunum sem er tekin í ágúst 2006 eru f.v. 1321 Bjarmi BA 326 nú Stormur BA 777, þá kemur 1013 Halli Eggerts ÍS 197, sem er farinn í pottinn góða, næstur er 11 Siggi Þorsteins ÍS 123, sem er víst líka horfinn af sjónarsviðinu, og þá kemur 1014 Ársæll SH 88, sem ég held að hafi borið nafnið Dúi þarna, og er núna Ársæll ÁR 66.
Seinni myndin (sú neðri) skýrir sig sjálf, en hann tók hana í lok júlí í sumar 2010 á nákvæmlega sama stað bara betra veður. Þarna er ekkert í líkingu við það sem var 4 árum áður.
Sendi ég Sigurbrandi kærar þakkir fyrir.
Flateyri, í ágúst 2006
Flateyri, á sama stað, í lok júlí 2010
© myndir Sigurbrandur



