Færslur: 2010 Ágúst
26.08.2010 23:08
Mona Lisa á Grundarfirði
Aðalheiður sendi mér tvær myndir frá Grundarfirði og fylgdi þeim svohljóðandi texti: Fyrri myndin er tekin um 21:15 í kvöld en hin um 22, þegar Mona Lisa var að sigla út Grundarfjörðinn eftir að hafa legið þar síðan í morgun.

Mona Lisa á Grundarfirði í kvöld © myndir Aðalheiður, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 22:36
Sólrún ÍS 1
Skrokkurinn fluttur frá Noregi, en lokasmíði og frágangur í Njarðvik og hljóp þar af stokkum 1984. Seldur síðan úr landi eftir stórtjón sem varð hér heima og átti að endurbyggja hann þar, en það var aldrei gert.
1679. Sólrún ÍS 1, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 1985
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 20:40
Miðbryggjan í Keflavík
Áður fyrr voru nokkrar bryggjur í sjálfri Keflavíkinni, voru þær notaðar til að landa við, en síðan fóru bátarnir út á legu. Í dag eru þessar bryggjur allar hornar, en þó má sjá Miðbryggjuna sem svo var kölluð þar sem hluti af henni kemur út úr uppfyllingunni sem nú er. Tók ég í dag mynd af því sem þar má sjá.

Gamla Miðbryggjan. í Keflavík, eða hluti hennar eins og hún er í dag © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2010

Gamla Miðbryggjan. í Keflavík, eða hluti hennar eins og hún er í dag © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 19:21
Frá Brúarfossi

Samkvæmd skildi þeim sem festur er á stein þennan, er hér á ferðinni akkeri úr Brúarfossi, sem Eimskipafélag Íslands lét smíða í Danmörku 1927 og var seldur til Chile 1957. En hvers vegna það var tekið úr skipinu veit ég ekki, eða hvort skipið hafi einhvern tímann misst það.
Í dag og undanfarin ár hefur þetta staðið við Grófina í Keflavík.

© myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 17:27
Haukdal
Nafnið Haukdal er að vísu grínnafn á bátnum og málað af vinum þess sem átti hann í Keflavík þar til nýverið að hann var seldur til Patreksfjarðar, þar sem eldisstöð hefur keypt hann..
Bátur þessi var ásamt nokkrum öðrum smíðaðir úr plaströrum hjá Ofnasmiðju Suðurnesja m.a. til nota við laxeldi hér syðra. Þessi sem er sá eini sem eftir er, var mun burðugri, en hinir og m.a. með kjöl, þá getur hann flutt kör sem er auðvitað nauðsynlegt fyrir þjónustubát við eldi.
Svona til að gera mér smá greiða fór seljandinn úr Keflavík í smá ferð fyrir mig út á Keflavíkina, svo ég gæti tekið af honum myndir á ferð og hér kemur myndasyrpa bæði úr Grófinni og eins af honum á siglingu á Keflavíkinni í dag.




© myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010
Bátur þessi var ásamt nokkrum öðrum smíðaðir úr plaströrum hjá Ofnasmiðju Suðurnesja m.a. til nota við laxeldi hér syðra. Þessi sem er sá eini sem eftir er, var mun burðugri, en hinir og m.a. með kjöl, þá getur hann flutt kör sem er auðvitað nauðsynlegt fyrir þjónustubát við eldi.
Svona til að gera mér smá greiða fór seljandinn úr Keflavík í smá ferð fyrir mig út á Keflavíkina, svo ég gæti tekið af honum myndir á ferð og hér kemur myndasyrpa bæði úr Grófinni og eins af honum á siglingu á Keflavíkinni í dag.




© myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 17:22
Selur úti af Ströndinni

Hér má sjá 5935. Selur þar sem hann er út af Vatnsleysuströnd nú síðdegis, en myndir er tekin frá Vatnsnesi í Keflavík © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 16:59
Glófaxi og óþekktur, eða ?
Þessar tvær myndir tók ég ég dag frá Keflavík, þ.e. aðra frá Vatnsnesi af Glófaxa, en hina úr Grófinni af þessum hvíta, hver svo sem hann er. Svona eftir á að hugsa, er spurning hvort þetta sé ekki líka Glófaxi, sólin lýsi hann bara svona mikið upp.

968. Glófaxi VE 300, lengst út í fjaska, enda langt að taka, frá Vatnsnesi

Óþekktur eða kannski líka Glófaxi upplýstur af sólinni © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010

968. Glófaxi VE 300, lengst út í fjaska, enda langt að taka, frá Vatnsnesi

Óþekktur eða kannski líka Glófaxi upplýstur af sólinni © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 12:45
Fylgst með Selnum
Hér sjáum við tvo gamla sjóarar fylgjast með því þegar Selurinn var að fara frá Njarðvík í morgun og síðan bættist við sá þriðji, sem er í dag bæði sjóari og lögregluþjónn, en ekki má gleyma þeim fjórfætta sem einnig var á staðnum.

Hlöðver Sigurðsson (t.v.), Ragnar G. Ragnarsson og Prins

Hlöðver, Ragnar G. og Hörður Óskarsson © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010

Hlöðver Sigurðsson (t.v.), Ragnar G. Ragnarsson og Prins

Hlöðver, Ragnar G. og Hörður Óskarsson © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 12:37
Loksins komst Selur af stað
Loksins var í morgun nógu gott veður fyrir pramman Sel að fara með bólfærin 19 inn undir Vatnsleysuströnd þar sem þeim er sökkt sem bólfæri fyrir kræklingarækt. Eru það nýir aðilar sem þarna eru að hefja ræktina og eru steinar þeim sem sökkt eru um tvö tonn að þyngd hver og einn. Var búið að hlaða þá hangandi utan á bátinn í síðustu viku, en þá brældi og slituðu fjórir þeirra af og sukku til botns. Var þeim náð upp og hafðir um borð í prammanum þar til í morgun að þeim var raðað á bátinn að nýju. Hér er myndasyrpa sem ég tók í morgun er steinunum var raðað að nýju utan á bátinn og eins myndir af Selnum hefja siglinguna, en hraðinn var ekki mikill eða trúlega undir einni sjómílu svo steinarnir myndu ekki slitna af á leiðinni.





5935. Selur, á leið út á Stakksfjörðinn, frá Njarðvik í morgun © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010





5935. Selur, á leið út á Stakksfjörðinn, frá Njarðvik í morgun © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 12:31
Fjórir á förum?
Það skildi þó ekki vera að þessir fjórir bátar sem að undanförnu hafa legið í Njarðvíkurhöfn séu allir á förum. Það mun gerast ef áætlanir standast. En varðandi hvern og einn þeirra er þetta um að vera.
Bæjarútgerð Reykjanesbæjar, þ.e. Jóhanna Margrét sem nú er í eigu hafnarinnar, mun vonandi fara fljótlega í niðurrif.
Láru Magg var búið að gera munnlegan sölusamning, er kaupandinn varð bráðkvaddur og því er hann kominn á söluskrá að nýju.
Birta fer til Grenivíkur og verður að nýju Ægir Jóhannsson
Stormur SH fer a.m.k. upp í slipp og þar verður framtíð hans ráðin.

Njarðvíkurhöfn í morgun,.f.v. 163. Jóhanna Margrét SI 11, 619. Lára Magg ÍS 86, 1430. Birta VE 8 og 586. Stormur SH 333 © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2010
Bæjarútgerð Reykjanesbæjar, þ.e. Jóhanna Margrét sem nú er í eigu hafnarinnar, mun vonandi fara fljótlega í niðurrif.
Láru Magg var búið að gera munnlegan sölusamning, er kaupandinn varð bráðkvaddur og því er hann kominn á söluskrá að nýju.
Birta fer til Grenivíkur og verður að nýju Ægir Jóhannsson
Stormur SH fer a.m.k. upp í slipp og þar verður framtíð hans ráðin.

Njarðvíkurhöfn í morgun,.f.v. 163. Jóhanna Margrét SI 11, 619. Lára Magg ÍS 86, 1430. Birta VE 8 og 586. Stormur SH 333 © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 08:31
Frosti ÞH landar rækju á Hólmavík
Rækjutogarinn Frosti ÞH 229 hefur landað að undanförnu í nokkur skipti á Hólmavík og hér birtist ný myndasyrpa sem Jón Halldórsson birti í morgun á vef sínum holmavik.123.is




2067. Frosti ÞH 229, landaði rækju á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
2067. Frosti ÞH 229, landaði rækju á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 07:26
Svanur KE 90, Jökull SH 15 og Happasæll KE 94

929. Svanur KE 90, 450. Jökull SH 15 og 89. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn
© mynd Emil Páll, 1992
Skrifað af Emil Páli
26.08.2010 07:23
Svanur II EA 517

809. Svanur II EA 517, í Reykjavík © mynd Emil Páll, á 7. áratug síðustu aldar
Skrifað af Emil Páli


