Færslur: 2010 Ágúst
01.08.2010 10:57
Grófin, Keflavík

Úr Grófinni, í morgun © mynd Emil Páll, 1. ágúst 2010
01.08.2010 10:54
Keflavíkurhöfn í morgun

Úr Keflavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 1. ágúst 2010
01.08.2010 10:47
Lítið orðið eftir af Sólfara - en hver verður sá 4.?

Það er varla hægt að sjá að hér hafi verið um bát að ræða



Ex 1156. Sólfari SU 16 © myndir Emil Páll, 1. ágúst 2010
01.08.2010 09:23
Eins og skreytt jólatré
Makrílbáturinn Blíða KE hefur gert það gott á handfæraveiðum undanfarnar vikur. Fáeinir smábátar hafa stundað þessar veiðar síðustu tvö til þrjú árin en Blíða KE er aflamarksbátur og veiðir með átta handfærarúllum.
Búnaðurinn er ansi tilkomumikill að sjá og hafa menn gjarnan á orði að báturinn líti út eins og skreytt jólatré. Rúllurnar, sem stýra taumunum, bera hátt við himin og hvíla á rennum sem standa út frá skipinu. Fljótt á litið virðist hér um mikið kraðak að ræða en öllu er þó haganlega fyrirkomið.
Fiskifréttir brugðu sér í róður með Blíðu KE um síðustu helgi. Á myndinni hér að ofan er Sigurpáll Hjörvar Árnason vélstjóri að ganga úr skugga um að allt sé í lagi þegar veiðar voru að hefjast á Búðargrunni í Faxaflóa.
01.08.2010 09:15
Meira virðist vera af makríl en á sama tíma í fyrra
Könnun á útbreiðslu makríls á íslensku hafsvæði stendur nú yfir. Víða hefur orðið vart við makríl það sem af er og virðist vera heldur meira af honum en í fyrra, að sögn leiðangursstjóra um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.
Leiðangurinn hófst 20. júlí og reiknað er með því að hann standi yfir til 13. ágúst. ,,Við höfum víðast hvar orðið varir við makríl á leið okkar. Makríll fannst lengst vestur úr öllu, alveg að 20 mílum frá miðlínu milli Íslands og Grænlands. Ef eitthvað er virðist makríllinn vera víðar en kom í ljós í leiðangri í fyrra og við finnum hann lengra út frá landinu," sagði Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri í samtali við Fiskifréttir. Rætt var við hann um miðja vikuna þegar leiðangurinn var tæplega hálfnaður.
