Færslur: 2010 Ágúst
31.08.2010 11:17
Netadráttur um borð í Sægrími GK






Frá netadrætti um borð í 2101. Sægrími GK 525, sem er á skötu-
selsveiðum úti af Snæfellsnesi © símamyndir Þorgrímur Ómar
Tavsen, 31. ágúst 2010
31.08.2010 09:47
Þrjár gamlar úr Grindavík

102. Hrafn Sveinbjarnason II GK 10. Þessi var gerður lengi úr undir öðrum nöfnum og síðan rifinn á síðasta ári.

103. Hrafn Sveinbjarnason III GK 11. Þessi lauk hlutverki sínu er hann strandaði í innsiglingunni og þar má enn sjá skrokkhluta af honum

Tveir þeir fremstu eru 1028. Hrafn Sveinbjarnason GK 255, nú Saxhamar SH 50 og 1333. Sigurður Þorleifsson GK 256, seldur til Írlands 1992 og fór síðan í pottinn í Englandi 2006.
31.08.2010 00:10
Netalögn á Sægrími GK 525









© símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, um borð í Sægrími GK 525, 30. ágúst 2010
31.08.2010 00:00
Sigarettupakka-myndir - næst síðasti hluti

Otur

Ver

Karlsefni

Barðinn

Njörður

Egill Skallagrímsson

Garðar

Sviði

Geir
30.08.2010 23:13
Sirrý ÍS með 1700 tonn á einu ári
Línubáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík hefur aflað vel á yfirstandandi fiskveiðiári en þessi 15 tonna bátur hefur komið með yfir 1.700 tonn að landi frá því 1. september 2009 af því er fram kemur á vefnum vikari.is. Báturinn landaði tæpum sjö tonnum á föstudag og komst þar með í 1.704 tonn, sem jafngildir rúmlega 140 tonnum á mánuði. "Uppistaðan í afla bátsins hefur verið þorskur, ýsa og steinbítur og má ætla að þessi eini smábátur skili þjóðarbúinu hátt í einum milljarði í útflutningstekjur á ári hverju," segir á vikari.is
30.08.2010 21:40
Varðskip í fjaska

© mynd Emil Páll 28. eða 29. ágúst 2010
30.08.2010 20:41
49 og 50 ára gamlar skólamyndir
Í árgangagöngunni á Ljósanótt í Reykjanesbæ mun ég dreifa til þeirra í hópnum sem þar mæta viðkomandi myndum stækkuðum ásamt nöfnum allra viðstaddra.

Barnaskólinn í Keflavík, 5. bekkur C, 1959-1960

Barnaskólinn í Keflavík, 6. bekkur C, 1960-1961
30.08.2010 20:37
Strandaði í Norður - Íshafinu

Clipper Aventurer kom meðal annars til Hornafjarðar í sumar © mynd Hilmar Bragason
Af vefnum mbl.is
Skemmtiferðaskipið Clipper Adventurer strandaði á skeri í Norður-Íshafinu, norðan við Kanada. Skerið var ekki merkt á sjókort. Bjarga þurfi meira en 100 farþegum og áhöfn af skipinu. Skipið er í danskri eigu og það hefur haft viðdvöl hér á landi.
Óhappið varð seint á föstudaginn var. Clipper Adventurer var á siglingu frá Kugluktuk í Nunavut og var að leggja upp í tólf daga ferð eftir norðvesturleiðinni. Enginn um borð slasaðist við strandið, að sögn talsmanns skipafélagsins.
Það tók kanadíska ísbrjótinn Amundsen tvo daga að komast á strandstaðinn. Farþegar Clipper Adventurer, 118 talsins, voru teknir um borð í ísbrjótinn. Siglt var með farþegana til Kugluktuk og þaðan fóru þeir með flugi til Edmonton. Atvikið hefur sett þrýsting á Kanadamenn að bæta aðstöðu og búnað til leitar og björgunar í Norður-Íshafinu.
Ítrekaðar tilraunir til að draga skipið af skerinu hafa mistekist, að sögn Niels Erik Lund, sem er einn yfirmanna International Shipping Partners sem gerir skipið út. Skipið er 35 ára gamalt og í eigu útgerðarfélagsins Clipper í Kaupmannahöfn.
30.08.2010 19:51
Hannes Jón í vinnufötunum

Hannes Ingi Jónsson © mynd Hilmar Bragason
30.08.2010 16:59
Beitir NK 123

226. Beitir NK 123 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur
30.08.2010 15:58
Seefalke

Seefalke, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jóhannes Guðnason, í júní 2010
30.08.2010 15:06
Lómur á strandstað

Lómur á strandstað í Kópavogi fyrir nokkrum misserum © mynd Jóhannes Guðnason



