Færslur: 2009 Desember
26.12.2009 11:49
Hákon EA 148




2407. Hákon EA 148, í Sundahöfn © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009
26.12.2009 11:38
Lundey NS 14





155. Lundey NS 14, í Reykjavíkurslipp ©´myndir Sigurlaugur, jóladag 2009
26.12.2009 00:00
Reykjavíkurhafnir þræddar
Ég fór með myndavélarnar og þræddi hafninar í henni Rvk, byrjaði í Tangarhöfn v/Gullinbrú og áfram um í Sundahöfn og endaði út á Granda,einn bátur sem ég fann var í porti bak við Klepp en ég komst ekki nálægt honum svo ég notaði 300m/m gleiðlinsu og ég veit ekkert um bátinn.
En greinilega eru menn farnir að huga að því að gera gamla trébáta upp sem skemmtibáta og túristafley og rakst ég á nokkra í gömluhöfn,eins er verið að gera þessa flottu aðstöðu við sjóminjasafnið og kring um Gullborgina.en myndirnar tala sínu máli,eins finnst mér Bekkersstýri og skrúfuhringir,hliðarskrúfur og annað sem venjulega er hulið neðan sjólínu,vera gaman að mynda og bera saman á milli skipa.
Þessar myndir sem eru í þessu maili eru allar teknar á Samsung 850 pro með 300m/m gleiðlinsu.
Þær sem koma í næsta eru teknar með Cannon EOS 400 ýmist með 200 m/m zoom eða 55m/m gleiðlinsu og flestar teknar með vélina stillta á næturmyndir,en sjálvirktri stillingu á Samsung og ég leitaðist svolítið við að leika mér með skugga og birtu og tók sumar nánast beint í sólarátt.
Myndirnar eru teknar frá kl 11 til kl 14 í dag og ég held að ég hafi náð öllum skipum í höfninni.
Dettifoss
2350. Árni Friðriksson RE 200
1053. Bára ÁR 21
Kaspryka 1 og Kaspryka 3
Laxfoss
Skútuhöfnin 
Reykjavíkurhöfn © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009
25.12.2009 22:00
50 ára bátateikningar og öll fley í höfuðborginni í morgun
Það hefur löngum verið sagt að jólin sé hátíða barnanna, því þótti mér tilvalið að birta um það bil 50 ára gamlar teikningar sem ég fann nýlega í mínum fórum. Þetta eru teikningar eftir mig úr 4., 5. og 6. bekk barnaskóla og þar sem ég er fæddur 1949, geta menn reiknað nákvæmlega aldur teikninganna, en þær eru ekki skannaðar, heldur tók ég skyndimyndir af þeim og á þeim er mikill barnasvipur og því langt í frá að þó myndirnar séu allar skírðar einhverjum skipum, að þær sé svo sem nokkuð líkar fyrirmyndinni.
Eftir miðnætti hefst síðan mikill þáttur þar sem Sigurlaugur spilaði aðalhlutverkið í morgun á milli kl. 11 og 14 er hann þræddi alla staði sem hægt var að finna einhver fley á í höfuðborginni, eða allt frá Tangarhöfn við Gullinbrú, áfram í Sundahöfn og endaði úti á Granda. Auk þess sem hann fann einn bát i porti bak við Klepp. Allt um það og nánar um tilraunir sem hann gerði þegar birtingin hefst eftir miðnætti, en nú koma barnateikingar mínar sem gerðar voru fyrir um hálfri öld.
42. Eldey KE 37
48. Fanney RE 4
93. Helgi Flóventsson ÞH 77
311. Baldur KE 97
311. Baldur KE 97
319. Bára SH 131
391. Erlingur KE 20
391. Erlingur KE 20
601. Ingiber Ólafsson GK 35
670. Manni KE 99
Freyja KE 10
Gullfoss
Helgi Flóventsson ÞH 77
Jón Guðmundsson KE 4
Rafnkell GK 510
Dux RE 300, hálfrar aldar gamlar teikningar Emils Páls © myndir Emil Páll
25.12.2009 16:00
Cemstar í Helguvík
Í dag Jóladag kom flutningaskipið Cemstar til Helguvíkur. Ekki hafði ég tök á að taka mynd af komu skipsins og læt því nægja að birta mynd af MarineTraffic
Cemstar © mynd Lars Engelbrecht Rohde/MarineTraffic
25.12.2009 12:24
Vefmyndir frá Austfjörðum og Grundarfirði
Fáskrúðsfjörður
Eskifjörður
Grundarfjörður
Mjóeyrarhöfn
Mjóifjörður
Neskaupstaður
Reyðarfjörður
Stöðvarfjörður
25.12.2009 00:00
Myndaklúður á aðfangadag í borg óttans

2626. Guðmundur í Nesi RE 13

1826. Helga María AK 16

1627. Sæbjörg

2770. Brimnes RE 27

2203. Þerney RE 101

1131. Bjarni Sæmundsson RE 30

1627. Sæbjörg

155. Lundey NS 14

1509. Ásbjörn RE 50 © myndir Emil Páll á aðfangadag jóla, 24. des. 2009
24.12.2009 00:00
Jólakveðja
Þessi fallega mynd er tekin í Hafnarfirði © mynd Svavar Ellertsson
Vegna jólahátíðarinnar geri ég nú hlé á færslum á síðunni, en kem þó
eitthvað inn á jóladag, en tek síðan þráðinn upp að nýju á 2. í jólum
og held áfram, fram á gamlársdag og þá sendi ég frá mér eitthvað
varðandi áramótin og nýja árið.
23.12.2009 21:27
Páll Pálsson ÍS 102 í jólabúningi
1274. Páll Pálsson IS 102 © mynd af bb.is
23.12.2009 21:25
Endurbygging skipalyftunnar í Eyjum hafin
Miðvikudaginn 23. desember kl. 10.35
Hætt við leið 2 og farið í leið 3 við endurbyggingu skipalyftunnar:
Þyngdardreifing nýrri skipa öðruvísi
- breytingin felst í því að spil eru færð til svo taka megi upp hin nýju skip Eyjaflotans
23.12.2009 16:18
Mummi GK 54 seldur til Vopnafjarðar
2138. Mummi GK 54, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll í júlí 2009
23.12.2009 15:36
Que Sera Sera HF 26 rak upp og strandaði
2724. Que Sera Sera HF 26
23.12.2009 14:39
Vinur GK, lengdur og með nýju húsi

2477. Vinur GK 96 eins og hann er í dag © mynd Emil Páll í Sandgerði 23. des. 2009
23.12.2009 14:29
Gullbjörg ÍS 666 - ótrúleg atburðarás
Segja má að atburðarrásin í kring um Gáskabátinn Gullbjörgu ÍS 666, hafi verið hreint ótrúleg síðustu daga. Hófst þetta með því að er ljóst var að báturinn myndi lenda á uppboði virðist einhver hafa tekið vél bátsins upp í skuld og síðan var hann seldur á uppboði vélalaus og eignaðist þá Haraldur Árni Haraldsson bátinn og stóð til að draga hann frá Ísafirði til Bíldudals, en af einhverju ástæðum var lyftari að lyfta honum og rann þá báturinn út af og skall niður með þeim afleiðingum að hátt í eins metra löng sprunga kom á stefni bátsins neðan sjólínu. Var hann því drifin upp á flutningabíl og ekið með hann suður í Sandgerði og þangað var komið með hann í gærkvöldi eða nótt og verður nú gert við hann hjá Sólplasti ehf. Segja má að þar með sé báturinn næstum því kominn heim til föðurhúsanna því hann var framleiddur hjá Mótun ehf. í Njarðvík á sínum tíma.
2452. Gullbjörg ÍS 666 komin að bátasmiðju Sólplasts ehf., í Sandgerði © mynd Emil Páll 23. desember 2009
23.12.2009 14:26
Hrappur

7471. Hrappur við bryggju í Hafnarfirði á tólfta tímanum í morgun © mynd Emil Páll 23. des. 2009

