23.12.2009 14:39

Vinur GK, lengdur og með nýju húsi

Vel gengur endurbótum á bátnum Vini GK 96 sem brann í Grófinni í Keflavík sl. sumar. Búið er smíða á hann nýtt hús og lengja bátinn um 1.20 m., en verkið er unnið hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Enn á eftir að innrétta og ljúka viðgerð. Þeir hjá Sólplasti hafa haft í nægu að snúast að undanförnu, því verið er að endurbyggja fleiri báta hjá þeim, auk þess sem nýlokið er viðgerða á Mumma GK 54, sem keyrði á flotbryggju í Sandgerði á dögunum og hefur báturinn verið afhentur nýjum eigendum á Vopnafirði.


   2477. Vinur GK 96 eins og hann er í dag © mynd Emil Páll í Sandgerði 23. des. 2009