23.12.2009 14:29

Gullbjörg ÍS 666 - ótrúleg atburðarás

Segja má að atburðarrásin í kring um Gáskabátinn Gullbjörgu ÍS 666, hafi verið hreint ótrúleg síðustu daga. Hófst þetta með því að er ljóst var að báturinn myndi lenda á uppboði virðist einhver hafa tekið vél bátsins upp í skuld og síðan var hann seldur á uppboði vélalaus og eignaðist þá Haraldur Árni Haraldsson bátinn og stóð til að draga hann frá Ísafirði til Bíldudals, en af einhverju ástæðum var lyftari að lyfta honum og rann þá báturinn út af og skall niður með þeim afleiðingum að hátt í eins metra löng sprunga kom á stefni bátsins neðan sjólínu. Var hann því drifin upp á flutningabíl og ekið með hann suður í Sandgerði og þangað var komið með hann í gærkvöldi eða nótt og verður nú gert við hann hjá Sólplasti ehf. Segja má að þar með sé báturinn næstum því kominn heim til föðurhúsanna því hann var framleiddur hjá Mótun ehf. í Njarðvík á sínum tíma.


    2452. Gullbjörg ÍS 666 komin að bátasmiðju Sólplasts ehf., í Sandgerði © mynd Emil Páll 23. desember 2009