Færslur: 2013 Mars
31.03.2013 08:45
Sæborg KE 177
![]() |
821. Sæborg KE 177 © mynd Emil Páll |
Smíðaður í skipasmíðastöðinni: Gebr. Schurenstedt K.G., Baredenfleth a.d. Weser, Bardernfleth, Vestur - Þýskalandi, 1956, eftir teikningur Hjálmars R. Bárðarsonar. Fyrsti báturinn sem Vestur - Þjóðverjar byggðu fyrir Íslendinga eftir stríð. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1978 - 79. Var hann fyrsti báturinn sem settur var þar inn í hús. Bátnum var rennt út úr húsinu 9. mars 1979 og hljóp af stokkum 16. mars 1979. Fórst 6 sm. út af Rifi á Snæfellsnesi, 8. mars 1989 ásamt einum manni.
Nöfn: Sæborg BA 25, Sæborg VE 22, Sæborg KE 177, Sæborg HU 177 og Sæborg SH 377
31.03.2013 07:45
Svanur BA 13
![]() |
|
Smíðaður í Hafnarfirði 1942. Talinn ónýtur og fargað suður með sjó 1974. Nöfn: Svanur GK 530, Svanur SU 30, Svanur NS 8 og Svanur BA 13 |
30.03.2013 23:02
Dagfari GK 70, í miklu sjónarspili
Guðmundur Garðarsson eða Bóbi eins og hann er almennt kallaður, fyrrum skipstjóri m.a. á Dagfara GK 70, sendi mér þessar myndir sem hann sagði að hefðu verið teknar frá Emmu VE og væru í hans eigu.













1037. Dagfari GK 70 © myndir í eigu Guðmundar Garðarssonar, en teknar frá Emmu VE
30.03.2013 22:45
Eyjaver VE 111, Sæfaxi VE 25 og Skuld VE 263
![]() |
594. Eyjaver VE 111, 833. Sæfaxi VE 25 og 768. Skuld VE 263 í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, 1973
30.03.2013 21:45
? NS 26 og Sigurbjörg KE 14
![]() |
|
Af Facebook: Sigurbrandur Jakobsson Því gæti hafa verið breytt því ég hef séð mynd af 900 með stóran radarkúpul ofan á stýrirshúsinu og það var kantaðra
|
30.03.2013 20:45
Mummi GK 120
|
686. Mummi GK 120, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1967 - 77 Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1958. Stækkaður 1966. Endurbyggður 1975-1976. Úreldur í desember 1991. Fargað 11. maí 1992. Nöfn: Hafnarey SU 110, Mummi II GK 21, Mummi GK 120, Dyrhólaey GK 19, Jón Freyr SH 114, Arnarborg KE 26 og Arnarborg HU 11 |
|
AF Facebook: Sigurbrandur Jakobsson Getur verið að sama útgerð og átti Gullþórir SH 115 hafi átt hann sem Jón Freyr SH 114 ?
|
30.03.2013 19:45
Kópur VE 11
|
641. Kópur VE 11, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðaður í Djupvik, Svíþjóð 1943. Endurbyggður og stækkaður Akranesi 1962 og stækkaður aftur 1973. Settur í úreldingu 4. nóv. 1986 og seldur til Svíþjóðar upp í annan bát, er fékk nafnið Bjarmi SU 37.
Nöfn: Skíðblaðnir ÍS 1, Kópur KE 33, Kópur VE 11, Auðbjörg GK 86, Auðbjörg SU 37 og Bjarmi SU 37.
30.03.2013 18:45
Sæbjörg KE 93
|
630. Sæbjörg KE 93, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðaður hjá Scheepsbow Werft N.v. Strandby, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Talinn ónýtur 1968. Endurbyggður eftir teikningu Bjarna Einarssonar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1970 og settur aftur á skrá það ár. Skráður sem skemmtibátur 1997. Tekinn af skrá 9. nóv. 2002, hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1995. Brotinn niður í Akureyrarslipp 19. desember 2008.
Nöfn: Kap VE 272, Kap SH 272, Kap RE 211, Faxavík KE 65, Sæbjörg KE 93, Lýður Valgeir SH 40, Haförn SH 40, Guðrún Ottósdóttir ST 5, Jón Trausti ST 5, Jón Trausti ÍS 78, Jón Trausti ÍS 789 og Sægreifinn EA 159.
30.03.2013 17:45
Gullþór KE 85
|
608. Gullþór KE 85, að koma inn til Grindavíkur © mynd Emil Páll |
Smíðaður í Fredrikssund, Danmörku 1931 úr eik, birki og furu. Lengdur Vestmannaeyjum 1953. Talinn ónýtur v/fúa 20. jan. 1982 og brendur í Helguvík 5. feb. 1982.
Nöfn: Muninn GK 342, Ísleifur ÁR 4 og Gullþór KE 85
30.03.2013 16:45
Steinunn gamla KE 69, sokkin í Sandgerðishöfn
![]() |
||
|
|
30.03.2013 15:45
Sæbjörn ÁR 15
![]() |
|
Smíðaður í Danmörku 1956. Talinn ónýtur og brenndur í Helguvík 26. mars 1982 Nöfn: Helga TH 7, Helga Björg HU 7, Páll Jónsson HU 44, Þristur VE 6. Þristur AK 120 (aftur) Þristur VE 6 og Sæbjörn ÁR 15. AF Facebook: Guðni Ölversson Man eftir þessum sem Helga TH og Helga Björg HU. Kom einstaka sinnum á Eskifjörð með síldarfarma í gamla daga.
Sigurbrandur Jakobsson Þessi var í Hólminum kringum 1980 sem Sæbjörn ÁR 15 í staðinn fyrir Sif SH 3 sem var í miklum breytingum
|
30.03.2013 14:45
Snorri KE 131, rak á land
![]() |
||
|
|
30.03.2013 13:45
Hafborg GK 99, eftir bruna
![]() |
||
|
|
Smíðaður í Njarðvík 1946. Dreginn logandi til hafnar í Sandgerði, af Freyr KE 98, eftir að eldur hafði komið upp í bátnum 7 sm. NA af Garðskaga 9. okt. 1974. Talinn ónýtur. Flakið dregið undir Vogastapa 20. okt. 1974 og brennt þar.
Nöfn: Sæfari ÍS 360 og Hafborg GK 99.




















