Færslur: 2013 Mars
18.03.2013 10:28
Þórey ÞH 51
![]() |
1650. Þórey ÞH 51, í Hafnarfirði © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, í mars 2013 |
18.03.2013 09:00
Höfrungur III AK 250
![]() |
1902. Höfrungur III AK 250 © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, í mars 2013 |
18.03.2013 08:00
Kæja ÍS 19
![]() |
1873. Kæja ÍS 19, í Hafnafjarðarhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, 2013 |
18.03.2013 07:00
Nord Rotterdam, í Hvalfirði í gær
![]() |
Nord Rotterdam, í Hvalfirði í gær © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 17, mars 2013 |
17.03.2013 23:01
Muggur KE 2 / Muggur GK 70 - nýsmíði nr. 1 hjá Sólplasti
Lyft upp úr sjó i Njarðvik, föstudaginn 12. september 2008 og fluttur með Jóni & Margeiri ehf., til Seyðisfjarðar, en Norræna flutti hann 17. sept. til Noregs, en þangað hafði hann verið seldur.
Hét hann fyrst í nokkra mánuði Muggur KE 2, en því var breytt í Muggur GK 70, með heimahöfn í Sandgerði. Ekki er vitað um nafn eða nöfn eftir að hann fór til Noregs.
2510. Muggur KE 2 © myndir í eigu Sólplasts


2510. Muggur GK 70 © myndir í eigu Sólplasts
17.03.2013 22:45
Vísir EA 712 og Sæfugl KE 10
![]() |
900. Vísir EA 712 og 838. Sæfugl KE 10, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, á sjöunda áratug síðustu aldar |
838. Smíðaður í Hafnarfirði 1962. Nöfn: Sæfugl GK 300, Sæfugl KE 10, Sæfugl II GK 30, Sæfugl BA 10 og Sæfugl ÞH 140. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 3. des. 1982
900. Smíðaður á Siglufirði 1942. Endurbyggður 1950 og 1958. Dekkaður af Nóa Kristjánssyni, Akureyri 1950. Skráður sem fiskibátur 1952. Hálf ónýtur stóð báturinn uppi í Örfirisey í Reykjavík í fjölda ára og var að lokum afskráður 1996. Nöfn: Valur EA 712, Níels Jónsson EA 712, Vísir EA 712, Þórarinn KE 26, Haförn AK 25, Dóri ÍS 252, Sólrún NS 26 og Sigurfari II RE 16.
17.03.2013 21:45
Blakkur RE 335
![]() |
|
Smíðaður í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, Ísafirði 1955. Talinn ónýtur 20. okt. 1987. Nöfn: Vilborg KE 51, Blakkur RE 335 og Skálavík SH 208
Af Facebook: |
17.03.2013 21:00
Sæfaxi VE 25
![]() |
|
Þessi hét fyrst Faxi GK 95 og var frá Garði. síðan varð hann Faxi ÍS 118, Faxi ÁR 25 og Sæfaxi VE 25. Hann var úreldur 1. ágúst 1989 og brotinn niður og brenndur á nýja hrauninu í Vestmannaeyjum í jan. 1991. |
17.03.2013 19:45
Jóhannes Jónsson KE 79
![]() |
|
Svokallaður blöðrubátur, smíðaður í Hallerviksstrand í Svíþjóð 1941. Endurbyggður inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíku hf. 1981 - 1982. Afskráður 1998, brenndur á áramótabrennu á nýja hafnarsvæðinu í Hafnarfirði 31. des. 1988. Frá des. 1946 til 1962, fór ekki saman skráning í Sjómannaalmanaki og því sem stóð á bátnum sjálfum. Samkvæmt sjómannaalmanakinu hét báturinn Jón Finnsson II GK 505, en á bátnum sjálfum stóð aðeins Jón Finnsson GK 505 og hjá Siglingamálastofnun var hann skráður sem Jón Finnsson GK 505 og 1962 var því breytt þar í Jón Finnsson II GK 505. Nöfn: Koberen, Jón Finnsson GK 505, Jón Finnsson II GK 505, Sædís RE 63, Jóhannes Jónsson KE 79 og Fengsæll GK 262. |
17.03.2013 19:16
Arctic Star að komast til Tromsö
![]() |
Arctic Star ex 1291. © mynd MarineTraffic, Magnar Lyngstad |
Arctic Star er nú á leið í gegnum sundið við Hinnøya og verður í Tromsö kl 08:00 í fyrramálið. Þessi ágæti bátur siglir undir flaggi Belize núna. Á Íslandi hét þessi bátur ýmsum nöfnum. 1291. Arnar SH 157, Sæþór EA 101, Votaberg SU 14, Jón Helgason SF 15 og Jón Helgason ÁR 12
17.03.2013 19:00
Bergþór KE 5
![]() |
|
824. Bergþór KE 5, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum Smíðaður hjá Frederikssund Skipsverft í Fredrikssund, Danmörku 1930, Endurbyggður í Njarðvík 1971-1972. |
17.03.2013 17:45
Stakkur KE 86 - fyrsti báturinn sem ég var á
![]() |
|
Bátur þessi var sá fyrsti sem ég réri á, voru það handfæraveiðar með Guðjóni Jóhannssyni, eða Gauja Blakk, eins og hann var alltaf kallaður. Var þessi fyrsta vera mín til sjós eitt sumar. Bátur þessi var smíðaður í Arnarvogi, Garðabæ 1962 og bar aðeins nöfnin Stakkur KE 86 og Stakkur RE 186. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1983 og brenndur í Hafnarfirði. |
17.03.2013 17:00
Sigrún GK 380 o.fl. Grindavík
![]() |
|
744. Sigrún GK 380 o.fl. í Grindavík © mynd Emil Páll Smíðaður á Akranesi 1940. Nöfn: Sigurfari MB 95, Sigurfari AK 95, Sæbjörg VE 56 og Sigrún GK 380. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1982. |
17.03.2013 15:45
Kristján KE 21
![]() |
|
Smíðaður í Reykjavík 1962 og bar aðeins tvö nöfn, þ.e. Óli ÍS 68 og Kristján KE 21. Rak upp í Sandgerði og ónýttist í des. 1983 |
17.03.2013 15:00
Ólafur KE 49
![]() |
|
Smíðaður í Reykjavík 1956 og hefur borið eftirtalin nöfn: Pétur Sigurðsson RE 331, Skallarif HU 15, Ólafur KE 49, Gustur SH 24, aftur Ólafur KE 49, aftur Gustur SH 24, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 og Öxnarnúpur ÞH 162. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 15. des. 1992. |














