Færslur: 2013 Mars
19.03.2013 08:00
Harpa RE 342 og Jóhann Guðnason KE 77
![]() |
|
Báðir eiga þessi bátar það sameiginlegt að hafa verið seldir úr landi |
19.03.2013 07:00
Bergur II VE 144
![]() |
|
Úr póstinum: Góðan daginn Það varðandi mynd af 1031. Bergur II VE 144 Þetta er 968-Glófaxi VE 300 í dag. -- |
18.03.2013 23:01
Endurbyggðu 70 ára gamlan trébát frá grunni
Fullyrða má að þeir feðgar Pétur Sæmundsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður og sonur hans Pétur Óli Pétursson, hafi haft skemmtilegt tómstundagaman síðustu tvö árin, eða a.m.k síðustu tvo vetra. Þennan tíma hafa þeir varið í að endurbyggja 70 ára gamlan bát, alveg frá grunni, sem stefnt er á að sjósetja nú í maímánuði.
Að sögn Péturs Óla voru þeir nokkurn tíma að líta eftir svona bát, er þeir fundu þennan á Dalvík og fengu hann. Var hann sóttur þangað og komið fyrir í húsi í Keflavík, sem hefur nánast verið þeirra annað heimili þennan tíma. Sést það best þegar bornar eru saman myndir af bátnum eins og hann var í upphafi hjá þeim og eins og hann er í dag. Meðal verka við endurbygginguna var að negla bátinn alveg upp að nýju, svo og annað sem sést á myndunum.
Þá fengu þeir þann gamla hagleiksmann þegar vélar eru annars vegar, Guðna Ingimundarson, á Garðstöðum í Garði til að taka vél bátsins í gegn og lauk hann því verki með glæsibragð eins og segja má með bátinn í heild sína þeir feðgar luku endurbótunum með miklum glæsibragð. Það segi ég þó ég viti að verki ljúki ekki fyrr en í maí, en miðað við það sem komið er, þá verður þetta glæsileg fleyta.
Enda hefur ekki skort áhuga annarra að fá að koma með þeim út á bátinn þegar hann verður tilbúinn og er þegar búið að ákveða hverjir það verða og er um að ræða sjómenn með mikla reynslu.
Hvað um það hér koma myndir og tók Pétur Óli, eldri myndirnar á hinum ýmsu stigum en ég tók hinar í morgun.
- 0 -
Þessu til viðbótar, þá birti ég frásögn sem ég birti í janúar 2012, en þá heimsótti Þorgrímur Ómar Tavsen þá feðga og tók einnig myndir sem birtast þar fyrir neðan

Báturinn settur á vagn á Dalvík, fyrir ferðina suður með sjó

Stoppað í Varmahlíð

Komið til Keflavíkur og hjálpfúsar hendur hjálpa þeim að koma bátnum inn

Vélin tekin upp úr bátnum

Já þarfna þarf sannarlega að taka til hendur og gera margt

Svona leit vélin út er hún var komin upp úr bátnum

Guðni Ingimundar og Pétur Sæmunds spá í spilið með vélina á milli sín

Já, ótrúlegt þetta er sama vélin, eftir að Guðni hafði tekið hana í gegn

Guðni Ingimundarson og Pétur Óli Pétursson

Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá síðustu mynd og þar til ég tók þessa í dag, sýnir hún lúkarinn eins og hann lítur núna út
Vélin komin í vélarúmið

Nú er komið á bátinn stýrishús, en eftir er að glerja og setja tæki niður

Já hann Bjarmi, er glæsilegur í dag, því getur enginn neitað

Hér eru stoltir feðgar, með verk sitt, Pétur Óli Pétursson (t.v.) og Pétur Sæmundsson
© myndir Pétur Óli Pétursson (þær eldri ) og Emil Páll, þær sem teknar voru í dag, 18. mars 2013
- 0 -
Hér koma upplýsingar um bátinn frá upphafsárum hans svo og mynd frá þeim tíma, auk mynda sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók er hann heimsótti þá feðga 27. janúar 2012.

5817. Bjarmi EA 354
Smíðaður á Siglufirði 1938 úr furu og Eik, endurbyggður og lengdur 1951.
Þegar báturinn var lengdur var sett í hann vél af gerðinni SABB 16 hestafla og er það sú vél sem Guðni gerði nú upp. Báturinn mælist þá 2,46 rúmlestir en er nú sagður 2.7 rúmlesta. Hefur báturinn borið Bjarma nafnið og þetta númer frá upphafi.
Unnið að endurbyggingu 5817, Bjarma EA, © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 27. jan. 2012
Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Flott framtak hvað skyldu margir svona vera til sem hægt væri að bjarga
18.03.2013 22:45
Ársæll Sigurðsson GK 320 og Bára GK 24
![]() |
1014. Ársæll Sigurðsson GK 320 og 964. Bára GK 24 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, á áttunda áratug síðustu aldar.
Báðir þessir bátar eru enn til og heita í dag: 1014. Ársæll ÁR 66 og 964. Stafnes KE 130
18.03.2013 22:00
Örn KE 13, Sæberg SU 9, Rán KE 37 o.fl.
![]() |
1012. Örn KE 13, 252. Sæberg SU 9, 728. Rán KE 37 o.fl. í Njarðvíkurhöfn fyrir nokkrum tuga ára © mynd Emil Páll
18.03.2013 21:00
Örn KE 13
![]() |
1012. Örn KE 13, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll. Þetta skip er ennþá til að vísu ekki hérlendis heldur í Dakhla í Morokko og nýlega voru birtar hér á síðunni nýjar myndir af honum, þaðan fyrir nokkrum vikum |
18.03.2013 20:00
Víkurberg GK 1 eða kannski frekar Húnaröst
![]() |
|
Póstur frá Jóhanni Sævari Kristbergssyni: Sæll. |
18.03.2013 19:00
Hilmir KE 7 - í dag Glófaxi VE 300
![]() |
|
|
18.03.2013 18:01
Keflvíkingur KE 100 og Seley SU 10
![]() |
967. Keflvíkingur KE 100 og 1000. Seley SU 10, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrr xx árum |
18.03.2013 17:00
Keflvíkingur KE 100, drekkhlaðinn
![]() |
967. Keflvíkingur KE 100, drekkhlaðinn © mynd Emil Páll fyrir tugum ára |
18.03.2013 16:05
Vörðunes GK 45
![]() |
951. Vörðunes GK 45, í Grindavík © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum |
18.03.2013 14:30
Einn gamall endurbyggður frá grunni
Það er gaman að sjá verk feðgana Péturs Óla Péturssonar og Péturs Sæmundssonar, o.fl. við endurbyggingu á báti nokkrum. - Allt um það, bæði sagan og eins fjölda mynda birtist hér á ellefta tímanum í kvöld, en nú birti ég þrjár myndir án sérstaks myndatexta
|
|
||||
|
|
18.03.2013 14:00
Svanur KE 90 og Hegri KE 107
![]() |
929. Svanur KE 90 og 848. Hegri KE 107, sem síðar varð Hellisey VE 503 og kvikmyndin Djúpið var gerð um, hér á Stakksfirði á leiðinni til Keflavíkur © mynd Emil Páll, fyrir nokkrum áratugum |
18.03.2013 13:03
Hafursey GK 84 o.fl. Grindavík
![]() |
927. Hafursey GK 84 (lengst til vinstri) o.fl. í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum |
18.03.2013 11:20
Fjölnir SU 57, í slipp í morgun
![]() |
||||||
|
|



















