Færslur: 2013 Mars
23.03.2013 22:45
Bergþór GK 125
![]() |
197. Bergþór GK 125, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir tugum ára |
Smíðanr. 204/18 hjá Skaalurens Skibsbyggeri A/S, Rosendal, Noregi 1963. Sökk í mynni Reyðarfjarðar 19. október 1981.
Nöfn: Sólfari AK 170, Bergþór GK 125, Arnþór GK 125 og Reynir AK 18.
23.03.2013 22:17
Óvíst hvort Skálaberg RE 7 komi til landsins
Þessi frásögn má finna í skipini.fo:

Óvist nær Skálaberg kemur til Íslands
22.03.2013 - 03:04 - Kiran Jóanesarson
Íslendska felagið, Brim, sum hevur keypt flakatrolaran Skálaberg úr Argentina fyri 150 miljónir krónur, hevur fingið kaldar føtur.
Rakstrargundarlagið fyri fyrstitrolarar undir íslendskum flaggi er yvirhøvur er vánaligt, - serliga um nýggja fiskivinnulóggávan verður samtykt í íslendska altinginum.
Forstjórin í partafelagnum Brim, Guðmundur Kristjánsson sigur við íslendska Morgunblaðið, at trupulleikin er, at sambært uppskotinum skulu summi reiðarí rinda fult tilfeingisgjald, meðan onnur rinda lítið ella einki tilfeingisgjald. Og sambært Guðmundi skal partafelagið Brim rinda fult tilfeingisgjald. Verður hetta ikki broyt, er grundarlagið undir Skálabergi broytt.
Tí er ivasamt, um Skálaberg yvir høvur kemur til Íslands.
23.03.2013 21:45
Jón Ágúst GK 60 og Mummi KE 120
![]() |
|
|
177:
Smíðanúmer 350 hjá Gravdal Skipbyggery, Sunde, Noregi 1960.
Endurbyggður og yfirbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1981-1986, eftir að eldur kom upp í bátnum, er hann hét Jón Ágúst GK 60, 28 sm. VNV af Garðskaga þann 31. janúar 1978. Áhöfn v/s Týs slökkti eldinn og dró bátinn síðan til Njarðvíkur.
Strandaði sem Bergvík VE 505, í Vöðlavík milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar 18. des. 1993. Við björgunartilraun á bátnum fékk björgunarskipið Goðinn á sig brot og strandaði og sökk 10. janúar 1994 og við það fórst einn skipverji Goðans, en Varnarliðið bjargaði sex skipverjum í aftakaveðri. Varðskipið Týr dró síðan Bergvíkina af strandstað lítið skemmda aðfaranótt 13. janúar 1994.
Úrelding var samþykkt 3. september 1994, en hætt var við úreldinguna 31. mars 1995.
Stefni bátsins var breytt 1998.
Breytt hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum frá jan- mars 2003 í veiðiskip á þorski til áframeldis.
Lá í Reykjavíkurhöfn frá 11. nóv. 2004 til 18. des. 2009 að hann var dreginn af hafnsögubátnum Leyni upp á Akranes. Þann tíma sem báturinn lá í Reykjavíkurhöfn, var hann ýmist skráður Eykon RE 19, Adolf RE 182, eða Adolf RE 19, þó alltaf stæði á bátnum sama skráningin Eykon RE 19. Var afskráður sem fiskiskip 24. ágúst 2005 og skráður að nýju sem fiskiskip á síðasta ári.
Nöfn: Seley SU 10, Jón Þórðarson BA 80, Guðmundur Kristján BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE 123, Adolf Sigurjónsson VE 182, Kristjana GK 818, aftur Adolf Sigurjónsson VE 182, Eykon ÍS 177, Eykon RE 19, Adolf RE 182, Adolf RE 19, Arnfríður Sigurðardóttir RE 14 og núverandi nafn: Fönix ST 177.
1379:
Smíðanúmer 53 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1974. Smíði nr. 11 af 14 í raðsmíðaflokki 105 - 150 tonna stálskipa hjá stöðinni. Yfirbyggður 1986. Lengdur 1994.
Báturinn var smíðaður fyrir Einhamar hf., Bildudal, en vegna vanskila misstu þeir bátinn og því er systurfyrirtæki Mumma hf., Rafn hf., Sandgerði fyrsti útgerðaraðili bátsins.
Báturinn hefur legið við bryggju á Hornafirði nú í nokkur ár.
Nöfn: Kópanes BA 99, Mummi KE 120, Mummi GK 120, Ölduljón VE 130, Dala-Rafn VE 508, Haförn EA 955 og núverandi nafn: Erlingur SF 65
23.03.2013 20:45
Stígandi VE 77 ( á áttunda áratug)
![]() |
| 104. Stígandi VE 77, í Reykjavík © mynd Emil Páll, á áttunda áratug síðustu aldar |
Smíðaður í Spillesboda í Svíþjóð 1946 eftir teikningu Þorsteins Daníelssonar. Stækkaður 1974.
Úreldingasjóður 1981. eftir að hirt hafi verið allt nýtilegt úr bátnum var honum sökkt í Halldórsgjá, NV af Stóra - Enni við Vestmannaeyjar 1981.
Nöfn: Hrafnkell NK 100, Skálaberg NS 2, Stígandi VE 77 og Sæþór Árni VE 34
23.03.2013 19:44
Herjólfur ( gamli gamli), Júlía VE 123, Danski Pétur VE 423 o.fl. í Eyjum
![]() |
96. Herjólfur, 623. Júlia VE 123, 1146. Danski Pétur VE 423 o.fl. í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, 1973 |
23.03.2013 19:00
Hannes Hafstein NS 345
![]() |
| 83. Hannes Hafstein NS 345, í Grindavík © mynd Emil Páll, 1973 |
Smíðaður í Noregi árið 1963, síðan lengdur árið 1966, talinn ónýtur árið 1981 og dregin út til Englands í brotajárn ásamt 4 öðrum Islenskum skipum árið 1984
Nöfn: Hannes Hafstein EA 345, Hannes Hafstein NS 345, Birgir GK 355 og Birgir EA 3.
23.03.2013 18:32
Guðmundur Þórðarson RE 70
![]() |
|
Smíðanúmer 10 hjá Haugsdal, í Stusshamn, Noregi 1957. Dæmdur ónýtur í okt. 1979 og dregin erlendis til niðurrifs. |
23.03.2013 14:20
Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Börkur NK 122
![]() |
||
|
|
23.03.2013 13:45
Mánaberg ÓF 42, að koma inn núna í hádeginu
![]() |
||||
|
|
23.03.2013 13:42
Goðanes, Orri SU 260 og Goði SU 62
![]() |
||
|
|
23.03.2013 12:45
Sólfari AK 170 eftir bruna 1973
![]() |
||||
|
|
Smíðanr. 257 hjá Lundstöls Skips & Batbyggeri A/S, Linstöl, Noregi 1962. Stækkaður 1964. Endurbyggður í Reykjavík 1974-1975, eftir að bruni hafði komið upp í bátnum 29. ágúst 1973 út af Skaftárósi. Dró ms. Esja hann fyrst til Vestmannaeyja og síðan til Reykjavíkur. Yfirbyggður hjá Karsteinssens, Skagen, Danmörku 1982. Lengdur 1986 í Nyköbing Mors, Danmörku. Fór í pottinn til Danmerkur í október 2005 og dró með sér Val GK, en Valur slitnaði aftan úr um 130 sm. V. af Færeyjum og hirti danskt varðskip síðan Val. eins og hvert annað rekald úti á rúmsjó og dró til Færeyja og síðan var hann dreginn til Danmerkur eftir þó nokkurn tíma.
Nöfn: Helgi Flóventsson ÞH 77, Sólfari AK 170, Skjaldborg RE 40, Stígandi II VE 477, Hrafn Sveinbjarnason II GK 10, Særún ÁR 400, Náttfari HF 185, Nói EA 477 og Bryjólfur ÁR 3.
23.03.2013 11:45
Vikingbank ex ex 2275. Jón Sigurðsson GK 62
![]() |
Vikingbank, í Dakhla, Morokko ex mörg erlend nöfn og íslenska nafnið 2275. Jón Sigurðsson GK 62 © mynd Baldur Sigurgeirsson, 22. mars 2013 |
23.03.2013 10:45
AL Wafae ex 1012. Örn KE 13 o.fl.
![]() |
AL Wafae, í Dakhla ex 1012. Delta HF 23 ex ex Örn KE 13 © mynd Baldur Sigurgeirsson 22. mars 2013
23.03.2013 10:00
Heimaey VE 1
![]() |
2812. Heimaey VE 1 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 22. mars 2013 |
23.03.2013 08:48
Vilhelm Þorsteinsson og Þór
![]() |
2769. Þór og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í gær 22. mars 2013 |




















