Færslur: 2013 Janúar
12.01.2013 13:00
Pálína Ágústsdóttir GK 1 og Pálína Ágústsdóttir GK 1
Eins og fram kom í færslunni hér á undan hefur eldri Pálína Ágústsdóttir GK 1, nú verið skráð sem Reynir GK 666, þó svo að ekki sé búið að setja nýja nafnið á bátinn. Á meðan gerist það oft að þær liggja saman alnöfnunar, þó svo að þær séu ekki skráðar sömu nöfnum lengur. Kem ég hér með myndir af því en áður hef ég raunar birt myndir af þeim nöfnunum saman, en þá var nafnið ekki alveg komið á þann bátinn sem ber nafnið réttilega í dag.

2500. Pálína Ágústsdóttir GK 1 og 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, í Sandgerði í gær


2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, í Sandgerði í gær
© myndir Emil Páll, 11. jan. 2013
12.01.2013 12:00
Reynir GK 666 ex Pálína Ágústsdóttir GK 1
Samkvæmt vefsíðu Fiskistofu, hefur fyrrum Pálínu Ágústsdóttur GK 1, nú verðið skráð sem Reynir GK 666, með heimahöfn í Sandgerði, en í eigu Völusteins.

2500. Pálína Ágústsdóttir GK 1, nú skráð sem Reynir GK 666, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 10. sept. 2012
12.01.2013 11:55
Royal Greenland skilar besta uppgjöri sínu í sögunni
visir.is:
Grænlenski sjávarútvegsrisinn Royal Greenland hefur skilað besta uppgjöri í sögu félagsins.
Hagnaður félagsins, fyrir skatta, nam 180 milljónum danskra króna eða rúmum fjórum milljörðum króna. Þetta er 50 milljóna danskra króna aukning miðað við árið á undan.
Veltan hjá Royal Greenland jókst um 5% milli ára og nam 5 milljörðum danskra kr. eða um 115 milljörðum króna.
12.01.2013 11:11
Síðari hlutinn frá Svafari í morgun
Svafar Gestsson: Nú erum við komnir með Bømmelbas til Fiskebäck í Svíþjóð en þar mun KVK vélsmiðja gera allar þær breytingar á skipinu sem þarf til að hægt verið að dæla úr flottrollinu á bb horninu að aftan. Skipið verður því útbúið bæði til nóta og togveiða. Áætlað er að verkið taki 3-4 vikur og eru væntanlegir hingað á mánudaginn 5 pólskir stálsmiðir sem munu vinna við þessar breytingar ásamt starfsmönnum KVK og setja upp spilbúnað fyrir vökva og fiskislöngur ásmt pokaspili. Að því loknu er okkur ekkert að vanbúnaði að sigla til Dakhla í Morocco og hefja veiðar.
Hér í myndapakka eru m.a. myndir úr stórmerkilegu einkasafni sem Magni gamli Eidisvik hefur komið upp í ellini og safnað saman miklum fjölda Wichmann véla ásamt öðrum tegundum. Þær elstu frá því rétt eftir aldamótin 1900 allar þessar vélar eru í góðu ásigkomulagi og gangfærar og eru ræstar af og til. Einnig er mikið safn af tækjum úr brú ásamt öllu því sem tilheyrir fiskveiðum fyrri tíma. Magni þessi er seljandi Bømmelbas en fyrir eiga þeir Magni og synir Elisabeth og Bømmelfjörd og til stendur að kaupa annað skip í stað Bömmelbas. Svo eru líka myndir frá Bömlo, Leirvík á eynni Stord, Egersund og Fiskibäck í Svíþjóð.
Kveðjur frá Fiskebäck.
Svafar Gestsson.
- Hér kemur síðari hlutinn -

Þessi er nafnlaus, en þetta er gamli Sunbearn fra Franserburgh í Skotlandi, systurskip Aldo ex Ísafold

Þessi brunnbátur var með íslenska fánann málaðann í brúarhurðina

Roaldsen í Egersund

Netagerðin í Egersund

Í Egersund

Í Leirvík

Krabbagildra

Gömul hvalbyssa

Bömmelbas lóðsaður inn til Fiskeback, í Svíþjóð

Bömelbas og Elisabeth

Bömmelbas mun fá nafnið Aldrar, eftir helgi
© myndir og texti: Svafar Gestsson, í janúar 2013
12.01.2013 11:00
Siglufjörður í gær og fyrradag



Siglufjörður í gær og fyrradag © myndir Hreiðar Jóhannsson, 10. og 11. jan. 2013
12.01.2013 10:34
Tækjasyrpa frá Svafari Gestssyni úr safni Eidisvik
Svafar Gestsson: Nú erum við komnir með Bømmelbas til Fiskebäck í Svíþjóð en þar mun KVK vélsmiðja gera allar þær breytingar á skipinu sem þarf til að hægt verið að dæla úr flottrollinu á bb horninu að aftan. Skipið verður því útbúið bæði til nóta og togveiða. Áætlað er að verkið taki 3-4 vikur og eru væntanlegir hingað á mánudaginn 5 pólskir stálsmiðir sem munu vinna við þessar breytingar ásamt starfsmönnum KVK og setja upp spilbúnað fyrir vökva og fiskislöngur ásmt pokaspili. Að því loknu er okkur ekkert að vanbúnaði að sigla til Dakhla í Morocco og hefja veiðar.
Hér í myndapakka eru m.a. myndir úr stórmerkilegu einkasafni sem Magni gamli Eidisvik hefur komið upp í ellini og safnað saman miklum fjölda Wichmann véla ásamt öðrum tegundum. Þær elstu frá því rétt eftir aldamótin 1900 allar þessar vélar eru í góðu ásigkomulagi og gangfærar og eru ræstar af og til. Einnig er mikið safn af tækjum úr brú ásamt öllu því sem tilheyrir fiskveiðum fyrri tíma. Magni þessi er seljandi Bømmelbas en fyrir eiga þeir Magni og synir Elisabeth og Bømmelfjörd og til stendur að kaupa annað skip í stað Bömmelbas. Svo eru líka myndir frá Bömlo, Leirvík á eynni Stord, Egersund og Fiskibäck í Svíþjóð.
Kveðjur frá Fiskebäck.
Svafar Gestsson.
Hér kemur fyrri hlutinn af myndunum frá Svafari
|
Wichmanvélar
|
||||||||||||||
12.01.2013 10:00
Sunna SI 67

7185. Sunna SI 67, framan við hús Siglufjarðar-Seigs © mynd Hreiðar Jóhannsson, 10. jan. 2013
12.01.2013 09:00
Jón Kristinn SI 52 og Steini Vigg SI 110

6209. Jón Kristinn SI 52 og 1452. Steini Vigg SI 110, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 10. jan. 2012
12.01.2013 08:00
Viggó SI 32 og Víkingur SK 78

1544. Viggó SI 32 og 7418. Víkingur SK 78 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 10. jan. 2013
12.01.2013 07:00
Daníel SI 152

482. Daníel SI 152, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 10. jan. 2013. Þessi Hafnarfjarðarsmíði, bar lengst af nafnið Guðmundur Þórðarson GK 75, með heimahöfn í Gerðum, síðan komu nöfnin: Fálkanes SF 77, Guðmundur RE 19, Þorleifur Magnússon SH 172, Sonja B. SH 172, Bakkavík ÁR 100, Bjarnavík ÁR 13, Bjarnavík ÁR 20 og Daníel SI 152
12.01.2013 00:00
Kópur KE 33 / Kópur VE 11 / Auðbjörg GK 86

641. Kópur KE 33 © mynd í eigu Gylfa Bergmann
641. Kópur KE 33 © mynd Snorrason
641. Kópur KE 33 © mynd Fiskifréttir 2006

641. Kópur VE 11 © mynd í eigu Emil Páls

641. Kópur VE 11 © mynd Emil Páll
641. Kópur VE 11 © mynd Snorrason
641. Auðbjörg GK 86 © mynd Snorrason
641. Auðbjörg GK 86 © mynd Snorrason

641. Auðbjörg GK 86, við bryggju í Grindavík © mynd Guðni Ölversson
Smíðaður í Djupvik, Svíþjóð 1943. Endurbyggður og stækkaður Akranesi 1962 og stækkaður aftur 1973. Settur í úreldingu 4. nóv. 1986 og seldur til Svíþjóðar upp í annan bát sem fékk nafnið Bjarmi SU 37.
Nöfn: Skíðblaðnir ÍS 1, Kópur KE 33, Kópur VE 11, Auðbjörg KE 33, Auðbjörg GK 86, Auðbjörg SU 37 og Bjarmi SU 37.
11.01.2013 23:28
Hið nýja Skálaberg RE 307 orðið blátt
Hér sjáum við glænýjar myndir af nýja togaranum Skálabergi RE 307 sem Brim var að kaupa til landsins
![]() |
2850. Skálaberg RE 307, orðið blátt, hér í skipasmíðastöð í Las Palmas © mynd MarineTraffic, Hans Hausmann |
11.01.2013 23:00
Vestmannaey VE 54

1273. Vestmannaey VE 54, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll
11.01.2013 22:00
Sturla GK 12

1272. Sturla GK 12, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. apríl 2010
Af Facebook:










