Færslur: 2013 Janúar
14.01.2013 17:00
Manu GR 7-43

Grænlenski togarinn Manu GR 7-43, frá Manitsoq, í Reykjavík © mynd Emil Páll, í mars 2009
14.01.2013 16:00
Axel







Axel og 2043. Auðunn, á Stakksfirði © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 16. feb. 2010
14.01.2013 15:00
Eiður ÓF 13

7040. Eiður ÓF 13, í Ólafsfirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 12. jan. 2013
14.01.2013 14:00
Kristín ST 61
Hér koma þrjár myndir sem sýna þegar trillubátur skráður á Ströndum var keyptur í Njarðvik og fluttur út í Garð, þar sem hann verður endurbyggður. Fleiri myndir koma síðar.



5796. Kristín ST 61, komin út í Garð, þar sem endurbygging mun fara fram © myndir Hans Wium Bragason
14.01.2013 13:00
Skjöldur ÓF 57 og Sæunn ÓF 7

2545. Skjöldur ÓF 57 og 1570. Sæunn ÓF 7, í Ólafsfirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 12. jan. 2013
14.01.2013 12:00
Andri BA 101

1951. Andri BA 101, á Bíldudal, tilbúinn í síðari hluta Arnarfjarðarrækjunnar © mynd Jón Páll Jakobsson, í jan. 2013
14.01.2013 11:31
Með 2 þúsund tonn af loðnu
mbl.is:
Kristina EA kom til Neskaupstaðar í gær með stærsta farm af frystri loðnu sem skip hefur komið með að landi úr einni veiðiferð. Alls var aflinn tæplega tvö þúsund tonn og tók veiðiferðin sex daga. Skipið heldur á ný til veiða í dag að aflokinni löndun.
Kristina EA er eitt af skipum Samherja hf. og er stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans í dag
14.01.2013 11:00
Brynjar BA 128 í bolskoðun í fjöru


1947. Brynjar BA 128, í bolskoðun í fjöru á Bíldudal © myndir Jón Páll Jakobsson, í jan. 2013
14.01.2013 10:00
Lundey NS 14: Á Vopnafirði og við að dæla úr nót Faxa RE 9

155. Lundey NS 14, á Vopnafirði, 10. jan. 2013



![]()


Frá undirbúingi að dælingu og við dælingu á loðnu yfir í Lundey NS 14 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 12. jan. 2012
14.01.2013 09:20
Byrjað að smíða nýjan bát fyrir Bolvíkinga
mbl.is:
Framleiðslan hjá Trefjum í Hafnarfirði og sala á plastbátum frá fyrirtækinu fóru fram úr áætlunum á nýliðnu ári og útlitið er gott fyrir þetta ár, að sögn Þrastar Auðunssonar framkvæmdastjóra.
Í fyrra afgreiddi fyrirtækið 13 báta til kaupenda undir heitinu Cleopatra og eru þeir 9-15 metra langir. Bátarnir fóru jöfnum höndum til kaupenda hérlendis og erlendis. Innanlands munaði mestu um sölu á þremur stórum bátum til Bolungarvíkur, en erlendis voru kaupendur m.a. í Frakklandi, Grikklandi, Afríku og Noregi.
Í umfjöllun um umsvif Trefja í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nýlega er hafin smíði á nýjum báti, sem kemur í stað Jónínu Brynju ÍS. Þessi vel útbúni línubátur var afhentur í nóvember, en strandaði og eyðilagðist í Straumnesi eftir aðeins 15 róðra. Þröstur segist vona að nýi báturinn verði afhentur á þriðja ársfjórðungi og kraftur verði settur í smíði bátsins.
14.01.2013 09:16
Bátarnir afhentir hver af öðrum
mbl.is:
Plastbátarnir renna nánast eins og af færibandi hjá Seiglu ehf. á Akureyri þessa dagana. Á rúmlega tveimur vikum verða fjórir bátar sjósettir og fara þrír þeirra til Noregs, sem er eins og áður stærsti markaður fyrirtækisins.
Í umfjöllun um umsvif Seiglu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að verið sé að smíða 70-80 farþega bát fyrir Færeyinga og meðal verkefna sem eru í farvatninu má nefna smíði íbúða- og þjónustubáta.
Sverrir Bergsson, framkvæmdastjóri og eigandi Seiglu, segir að síðasta ár hafi verið gott hjá fyrirtækinu og næg verkefni séu framundan. Um áramótin var unnið við átta báta í húsakynnum fyrirtækisins. Mest af framleiðslunni fer til erlendra viðskiptavina og á nýliðnu ári var bátur seldur til Danmerkur í fyrsta skipti. Áformað er að setja aukinn kraft í viðskipti innanlands með strandveiðina m.a. í huga.
14.01.2013 09:00
Valur ÍS 18

1324. Valur ÍS 18, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 1. mars 2009
14.01.2013 08:00
Færeyingur

Færeyingur, vatnslitamynd eftir Ragnar Pál © mynd SK.siglo
14.01.2013 07:00
Amada


Amada, Ísafirði © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 22. júlí 2009
14.01.2013 00:00
Auðunn GK 27 / Hafsteinn RE 133 / Mummi GK 120 / Brudanes

21. Auðunn GK 27 © mynd Snorrason

21. Auðunn GK 21 © mynd Snorrason

21. Auðunn GK 21 © mynd Snorrason

21. Auðunn GK 21 © mynd Snorri Snorrason

21. Hafsteinn RE 133 © mynd Snorrason

21. Mummi GK 120 © mynd Emil Páll

21. Mummi GK 120 © mynd Emil Páll

21. Mummi GK 120 © mynd Emil Páll

21. Mummi GK 120 © mynd Snorrason

Brudanes © mynd Sydney Sinclair

Brudanes © mynd Richard Patron
Smíðanúmer 8 hjá Brattvaag Johnsens Skipverft, Brattvaag, Noregi 1959, Lengdur 1966.
Eftir að báturinn komst í norskra eign var honum breytt í tankara (brunnbát) hjá Bugeverk. Endurbyggður hjá Flatsetsund Enineering í Frei í Noregi 2001.
Var í Noregi með IMO nr. 7012867 en af einhverri ástæðu var því breytt í Írlandi í 503.476.
Seldur úr landi til Noregs í ágúst 1990 og þaðan til Írlands 2002.
Nöfn: Auðunn GK 27, Hafsteinn GK 107, Hafsteinn RE 133, Mummi GK 120, Atlanúpur ÞH 263 og núverandi nafn: Brudanes


