Færslur: 2013 Janúar
16.01.2013 08:00
Lundey NS 14, að koma inn til Vopnafjarðar







155. Lundey NS 14, að koma inn til Vopnafjarðar © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 13. jan. 2013
16.01.2013 07:00
Höfrungur II AK 150, Reynir AK 98 og Ver AK 97

120. Höfrungur II AK 150, 736. Reynir AK 98 og 873. Ver AK 97 © mynd Sigurður Bergþórsson
Af Facebook
16.01.2013 00:00
Elliðaey VE 45 - og þegar henni var sökkt
556. Elliðaey VE 45 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm. ókunnur
Smíðaður á Akranesi 1951 og lauk sögu sinni á að vera sökkt í Halldórsgjá, sem er NV af Stóra - Enni við Vestmannaeyjar, en báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1. desember 1981.
Nöfn: Heimaskagi AK 85. Elliðaey RE 45 og Elliðaey VE 45.
Hér fyrir neðan sjáum við myndir af því þegar bátnum var sökkt í Halldórsgjá.

Báturinn var dreginn út af 236. Katrínu VE 47

236. Katrín með 556. Elliðaey VE 45 á síðunni


556. Elliðaey VE 45, sökkt í Halldórsgjá, sem er NV af Stóra- Enni við Vestmannaeyjar © myndir úr safni Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar
15.01.2013 23:01
Borgar sig ekki að kaupa ýsukvóta
visir:is
Leiguverð á ýsukvóta er komið upp í 315 krónur kílóið, sem er lang hæsta leiguverð á nokkurri fisktegund til þessa og langt yfir því sem fæst fyrir ýsuna á fiskmarkaði.
Þannig var kílóið af ýsu selt á 244 krónur á mörkuðum í gær, eða á 70 krónum lægra verði en greitt er í leigu fyrir kílóið. Þetta skýrir með óyggjandi hætti þann mikla vanda sem margar útgerðir eru komnar í, vegna skorts á ýsukvóta, en óvenju mikið veiðist af ýsu, þegar útgerðir eru að reyna að veiða þorskkvóta sína. Stjórnvöld hafa ekki ljáð máls á að auka ýsukvótann. Styðjast þau við mat Hafrannsóknastofnunar á ýsustofninum undanfarin ár, en sjómenn hafa reyndar ýmsar efasemdir um aðferðafræði stofnunarinnar við það mat.
Sáralítið farmboð er líka á leigukvóta og stefnir nú í að einhverjar útgerðir verði að hætta þorskveiðum vegna þessa, þegar frekar líður á fiskveiðiárið. Til samanburðar er leiguverð á þorski nú 178 krónur, eða hátt í 140 krónum lægra en ýsuverðið.
Af Facebook:
-
Ólafur Þór Zoega Nú þá verður bara að gera eins og hefur verið gert í gegnum árin,landa framhjá eða henda í sjóinn, það vita allir nema Fiskistofa !
15.01.2013 23:00
Hafborg RE 16

1350. Hafborg RE 16, í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll, fyrir allmörgum árum. Eftir að hann hafði legið þar lengi var hann fluttur til Húsavíkur þar sem búið er að gera bátinn upp
15.01.2013 22:00
Freri RE 73

1345. Freri RE 73, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í mars 2009
Eins og margir vita er togari þessi nú í næst síðustu veiðiferðinni fyrir þessa útgerð, þar sem til stendur að leggja skipinu eða selja.
15.01.2013 21:00
Magnús SH 205

1343. Magnús SH 205, í Rifshöfn © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009
15.01.2013 20:00
Sveinn Jónsson KE 9

1342. Sveinn Jónsson KE 9, í Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd Emil Páll. Síðast þegar ég vissi hélt togari þessi enn nafninu Sveinn Jónsson og var frá Ghana
15.01.2013 19:00
Skafti HF 48

1337. Skafti HF 48, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2008
15.01.2013 18:00
Guðrún KE 20

1336. Guðrún KE 20, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1988
15.01.2013 17:00
Jóhann Guðnason KE 77

1333. Jóhann Guðnason KE 77, á leið út úr Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1977 eða 1978
15.01.2013 16:37
Vænn og góður þorskur á Vestfjarðamiðum
HB Grandi:
Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK er nú á suðurleið eftir velheppnaða veiðiferð á Vestfjarðamið og er skipið væntanlegt til heimahafnar næstu nótt. Aflinn í veiðiferðinni er um 120 tonn og þar af var 70 tonnum landað á Ísafirði sl. sunnudag. Uppistaða aflans er þorskur.
,,Það hefur verið mjög góð þorskveiði á Vestfjarðamiðum, jafnt grunnt sem djúpt, og þetta er afbraðsfiskur frá þremur kílóum og upp í tíu kíló,“ segir Magnús Kristjánsson, fyrsti stýrimaður á Sturlaugi í samtali við heimasíðu HB Granda.
Uppistaðan í bolfiskkvóta HB Granda er í karfa og ufsa en Magnús segir að í þetta sinn hafi áherslan verið lögð á að ná í þorskskammtinn fyrir fiskiðjuver félagsins á Akranesi.
,,Það var lítilsháttar nudd í ufsa og ýsu í þessum túr og við urðum varir við karfa, s.s. á Halanum, en þetta er ekki rétti árstíminn fyrir karfaveiði á því veiðisvæði,“ segir Magnús Kristjánsson. Að hans sögn hófst veiðiferðin 9. janúar sl. og úthaldið að þessu sinni verður því rétt tæp vika.
15.01.2013 16:00
Visundur RE 280 og stóra Senever-smyglið
Í Vísi 18. sept. 1968 birtist þessi mynd og ef menn vilja sjá textann með henni má vel lesa hann, en undir myndinni segi ég mína útgáfu af myndaefninu.

© mynd úr Vísi, 18. sept. 1968
Flak þetta var af Vísundi RE 280, sem upphaflega var smíðað í Danmörku 1875 og hét fyrst hérlendis Siglunes SI 15 (árið 1923) Síðar hét það Njörður EA 767, en 1958 var það selt til Reykjavíkur þar sem það fékk nafnið Vísundur RE 280 og talið ónýtt og tekið af skrá 1963. Flakinu var þó ekki fargað með öðrum hætti en þeim að því var rennt á land inn við Elliðavog, eða í fjöruna milli Klepppsspítala og Bátanausts.
Síðar komst það í fréttir er menn tóku 923. Ásmund GK 30 á leigu og sigldu honum til Belgíu þar sem þeir fylltu bátinn af Seniver og fluttu hingað til lands. Ekki komst þó strax upp um smyglið, en þegar það gerðist hófst leit af smyglinu sem ekki var í bátnum, en hann lá þá í Hafnarfirði. Eftir nokkra leit fannst þorri smyglsins í þessu flaki af Vísundi inn við sund.
Það er hinsvegar af Ásmundi GK 30 að segja að hann er ennþá til í útgerð, vísu búið að breyta honum nokkuð og í dag er hann á rækjuveiðum út af Norðurlandi sem Orri ÍS 180 ex Röstin GK 120. Milli manna gengur hann þó enn, undir nafninu Seniver-báturinn.
15.01.2013 15:00
Clipper Nassau


Clipper Nassau, í Hafnarfirði © myndir Sigurður Bergþórsson, 13. jan. 2013
15.01.2013 14:00
Bömmelbas

Bømmelbas við bryggju í Fiskebäck skammt frá Göteborg © Svafar Gestsson, 13. jan. 2013
Þetta segir Baldur Sigurgeirsson Þetta er ótrúlega gott skip. Þegar ég náði í Björgu Jóns (nú Jóna Eðvalds) til Bergen um árið, var nánast allt ónýtt þar um borð eða komið á seinasta snúning. Bömmelbas er allt önnur saga. Hér er allt á tíma og yfirfarið. Hef verið yfirvélstjóri á 30-40 skipum um ævina. Bömmelbas er best umgengna skip sem ég hef komið á....
