Færslur: 2013 Janúar
31.01.2013 12:00
Aðeins tvö íslensk skip fullnýta allt sem kemur um borð og er Þerney RE 1 annað þeirra

Ólafur Ragnar hugar að fiskimjölsverksmiðjunni, Þerney RE er annað tveggja skipa í fiskiskipaflota Íslendinga sem framleiðir mjöl úr öllu því sem fellur til í vinnslunni eins og td. hausar, beinagarðar og fleira

Aðalvél Þerneyjar RE 1, er Wartsila Vasa og aflið er 2460 Kw, vélin sinnir tveimur hlutverkum annars vegar að knýja skipið áfram og hins vegar að framleiða allt rafmagn sem notað er um borð
© myndir skipverjar á 2203. Þerney RE 1, úr 1. veiðiferð skipsins árið 2013, þ.e. yfirstandandi veiðiferð
31.01.2013 11:00
Glóðanes KG 610 / JÓNÍNA ÍS 930 / Vestbuen M-505-A / Vestbuen M-85-R

Glóðanes KG 610, síðar 2142. Jónína ÍS 930 © mynd skip og bátar í Klakksvík, Bogi T. Ragnarsson

Glóðanes KG 610, síðar 2142. Jónína ÍS 930 © mynd skip og bátar í Klakksvík, Bogi T. Ragnarsson

Glóðanes KG 610, síðar 2142. Jónína ÍS 930 © mynd skip og bátar í Klakksvík, Bogi T. Ragnarsson

2142. Jónína ÍS 930 ex Glóðanes KG 610 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm. Ókunnur

Vestbuen M-505-A, ex 2142. Jónína ÍS 930 © mynd af heimasíðu Álasunds

Vestbuen M-85-R ex Vestbuen M-505-A © mynd shipspotting, Aage, 25. feb. 2011

Vestbuen M-85-R ex Vestbuen M-505-A © mynd af síðu Guðna Ölverssonar
Ef ég man rétt þá er einmitt sonur Guðna Ölverssonar, skipstjóri á bátnum í dag
31.01.2013 10:00
Brynjólfur VE 3 í Njarðvík og Reykjavík



1752. Brynjólfur VE 3, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 29. jan. 2013

1752. Brynjólfur VE 3, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 7. okt. 2009
31.01.2013 09:00
Drífa GK 100

795. Drífa GK 100, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. jan. 2013
31.01.2013 08:00
Brælumyndir af Ingunni AK 150
Hér koma smá myndasyrpa af Ingunni AK-150 teknar út um brúargluggann á Faxanum er Ingunn yfirgaf Vopnafjörð síðastliðinn mánudag







2388. Ingunn AK 150, út af Vopnafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 28. jan. 2013
31.01.2013 07:00
Díana O588

Diana O588, í Tasmaniu, Ástralíu © mynd shipspotting, Tobias S, 29. jan. 2013
31.01.2013 00:00
Gróa KE 51 / Byr ÍS 77 / Faxavík GK 727/ Berghildur SK 137 og þorsk- og rækjulöndun og endalokin
Fyrir neðan söguna birtast syrpur er sýna þorsklöndun og rækjulöndun úr bátum ásamt endalokum hans

1564. Gróa KE 51 © mynd Emil Páll

1564. Gróa KE 51 © mynd úr Ægir

1564. Byr ÍS 77 © mynd Snorrason

1564. Faxavík GK 727 © mynd í eigu Þorgríms Ómars Tavsen

Þorgrímur Hermannsson við hliðina á 1564. Berghildi SK 137 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen
Smíðanúmer 8 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. í Keflavík 1980. Rak upp á Hofsósi 1. feb. 1991. Talinn óviðgerðarhæfur 24. júni 1991.
Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og er hann minnsti dekkbáturinn sem smíðaður hefur verið eftir teikningu Egils. Hann átti þó eitt systurskip.
Kjölur bátsins var lagður 1970, þá var hann í smíðum fyrir Hjalta Hjaltason, Ísafirði, en hann hætti við 1971 og þá stöðvaðist smíði bátsins. Í mars 1976 hófst hún á ný, en þá var skráður eigandi Óskar Jónsson, Keflavík, en hann hætti einnig við og eftir það var smíði bátsins íhlaupavinna, þar til síðasta árið. Hljóp báturinn af stokkum 6. ágúst 1980 og var afhentur í lok þess mánaðar.
Nöfn: Gróa KE 51, Kristín Björg KE 51, Byr ÍS 77, Harpa II GK 101, Faxavík GK 727 og Berghildur SK 137.
Rækjulöndun




Já góður rækjuafli þarna hjá þeim á 1564. Faxavík GK 727, á Hofsósi 1988 eða 1989
© myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen
Þorsklöndun

1564. Faxavík GK 727

1564. Faxavík GK 727, með mikinn fisk á dekki

Góður rækjuafli á 1564.

Þorgrímur Hermannsson við hliðina á 1564. Berghildi SK 137
© myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen
Endalok þess fallega báts Berghildar SK 137
Sögu bátsins sagði ég hér fyrir ofan, en hann bar nöfnin, Gróa KE 51, Kristín Björg KE 51, Byr ÍS 77, Harpa II GK 101, Faxavík GK 727 og Berghildur SK 137.
Endalok bátsins urðu þau að hann rak upp á Hofsósi 3. febrúar 1991 og var síðan dæmdur óviðgerðarhæfur 24. júní það ár.
Myndasería sú sem hér fylgir var tekin þegar hann var settur á bíl sem átti að flytja hann til Akureyrar til viðgerðar. Ekkert varð þó úr þeim flutningi, því sökum hæðar, þurfti að fjarlægja möstrin, stýrishúsið o.fl., þannig að hann var fluttur með strandferðaskipi frá Hofsósi til Akureyrar, en það var svona rétt áður en strandflutningar með skipum voru lagðir af. Eftir að báturinn kom til Akureyrar, kom hinsvegar í ljós að skemmdirnar voru það miklar og kostnaðarsamar að það þótti ekki svara kostnaði að gera við hann og því var vélin, stýrishúsið, öll tæki o.fl. seld úr bátnum, en hann sjálfur settur að lokum á brennu.
Síðasti eigandi bátsins, Þorgrímur Ómar Tavsen tók þessar myndir og hef ég fengið þær til birtingar hjá honum.







1564. Berghildur SK 137, árið 1991
© myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen
30.01.2013 23:00
Árvík RE 260

1735. Árvík RE 260, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, fyrir langa löngu
30.01.2013 22:00
Nokkuð merkileg mynd: Sólrún ÍS 1, Aðalvík KE 95 og Ólafur Jónsson GK 404

Nokkuð merkileg mynd, því auk 1679. Sólrúnar ÍS 1, sést þarna 1471. Ólafur Jónsson GK 404 ( sá rauði) og síðan sést í 1348. Aðalvík KE 95, hinum megin við bryggjuna sem Sólrún liggur við, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll. Ekkert þessara skipa er í dag undir íslenskri skráningu
30.01.2013 21:00
Eini plastbáturinn sem smíðaður hefur verið í Njarðvíkurslipp - Guðmundur BA 78
Þó margir bátar hafi verið smíðaðir í Njarðvík í gegn um árin, plastbátar, trébátar og stálskip, hafa þeir í Njarðvíkurslipp aðeins smíðað einn plastbát, að vísu minnir mig að það hafi ekki verið Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem smíðaði þennan bát, heldur starfsmenn sem gerðu þetta sem íhlaupavinnu og fengu aðstöðu í slippnum til verksins. Bátur þessi var tilbúinn 1984 og fór fyrst til Reykjavíkur, síðan til Suðureyrar og þar á eftir til Bíldudals en lauk síðan ævi sinni á Akranesi, en það var stutt ævi, því hann sökk í Faxaflóa 19. ágúst 1988 og sem betur fer varð mannbjörg.

1673. Guðmundur BA 78, í Akraneshöfn © mynd Emil Páll
Saga bátsins er sögð fyrir ofan myndina, en nöfnin sem hann bar voru: Breiður RE 31, Guðmundur BA 78 og Villi AK 112
30.01.2013 21:00
Magnús KE 46

1677. Magnús KE 46, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll
30.01.2013 19:00
Svala Dís KE 29

1666. Svala Dís KE 29, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 2008
30.01.2013 18:12
Brimrún seld til Grundarfjarðar
Var að frétta að búið væri að selja og afhenda farþegabátinn Brimrúnu, sem gerð var út frá Stykkishólmi, til Grundarfjarðar, þar sem báturinn verður gerður út sem farþegabátur, m.a. í hvalaskoðunarferðir.
![]() |
||
|
|
30.01.2013 18:05
Þegar Vöttur fór frá Neskaupstað í dag
Bjarni Guðmundsson: Hér eru nokkrar myndir þegar Vöttur fór frá Neskaupstað í dag




2734. Vöttur, á siglingu frá Neskaupstað í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 30. jan. 2013
30.01.2013 18:00
Jón á Hofi ÁR 42

1645. Jón á Hofi ÁR 42, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll, 7. okt. 2009


