Færslur: 2012 Júlí
21.07.2012 21:23
6 togarar í vari við Stafnes
6 togarar eru í vari við Stafnes á Reykjanesi nú í kvöld að sögn Olgeirs Andréssonar, vegfaranda á svæðinu sem tók meðfylgjandi mynd.
Að sögn Landhelgisgæslunnar er veðrið á sjó þó almennt skaplegt.
ooo
Samkvæmt AIS, eru 5 skip þarna næst landi og eitt aðeins ytra. Þau sem eru næst landi eru: Baldvin Njálsson GK 400, Þór HF 4, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, Hrafn GK 111 og Fróði ÁR 38 og fjær er Vigri RE 71
21.07.2012 21:17
Snædrekinn væntanlegur 16. ágúst
Snædrekinn
- eða Xue Long eins og skipið heitir á kínversku - er væntanlegt til
Reykjavíkur þann 16. ágúst n.k. Koma skipsins er merkileg að því leyti
að skipið siglir nú frá Asíu til Evrópu eftir svonefndri
norð-vesturleið, sem kann að opnast á næstu árum og breyta þannig
flutningaleiðum milli heimsálfanna.
Snædrekinn er ísbrjótur og einn sá frægasti sem er í eigu kínverkja. Um borð í skipinu eru 40 manns í áhöfn en um borð eru um 80 vísindamenn, þar á meðal íslenskir, sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á lífríki í norðurhöfum. Snædrekinn mun koma til Reykjavíkur en síðan koma við á Akureyri í bakaleiðinni og siglir þá ísbrjóturinn þvert yfir norðurheimskautið. Xue Long er 167 metra langur og getur siglt á 18 mílum. Skipið verður til sýnis á meðan það er í Reykjavík.
Ekki þarf að fjölyrða um áhuga ríkja á nýrri siglingaleið um norðurheimskautið og þó svo að nokkuð sé í að sú leið verði fær kaupskipum þá er ljóst að þessi opnun á nýrri samgönguleið milli Evrópu og Asíu mun breyta ýmsu og opna möguleika sem margir hafa hug á að nýta. Ísland getur og mun skipta máli í þeim efnum og í því er fólgin viðurkenning að Snædrekinn sigli til Íslands í þessari merkilegu ferð.
21.07.2012 21:09
Fjölskrúðugt mannlíf á hafnarsvæðum Faxaflóahafna
Mannlíf á Skarfabakka © mynd af vef Faxaflóahafna, 18. júlí 2012
Í veðurblíðunni síðustu daga hefur verið ys og þys á sjó og landi í höfnum Faxaflóahafna sf. Almenningur hefur kunnað vel að meta það sem nálægðin við sjó og skip hefur upp á að bjóða í bland við iðandi hafnarstarfsemi - fisk og haftengda ferðaþjónustu.
Í Gömlu höfninni hefur Grandagarðurinn og skemmtileg starfsemi í verbúðunum þar dregið til sín fólk, nýja hótelið í Slippfélagshúsinu nýtur mikillar athygli, Suðurbugtin með fjölbreytta starfsemi í verbúðunum þar og hvalaskoðunin er mikið aðdráttarafl, MIðbakkinn er að venju áningarstaður ferðafólks og fólk nýtur umhverfis og innviða Hörpunnar. Í Sundahöfn, þar sem tugþúsunda farþega skemmtiferðaskipa fara nú um sækir fólk í Viðeyjarferðir, göngutúr út á Skarfagarð eða sólbað á "baðströndinni" við Skarfaklett og á Akranesi er það Langisandur sem dregur að sér börn og fullorðna sem aldrei fyrr.
Á hafnarbökkum allra þessara hafnarsvæða dorga veiðimenn í erg og gríð - og nú er það aðallega makríll sem hleypur á önglana - en hafið er dularfull matarkista og ævintrýraheimur - þannig að það er aldrei að vita hvað fæst á öngulinn þegar dorgað er í blíðunni.
Almenningur kann augljóslega vel að meta gott aðgengi að áhugaverðum og notarlegum stöðum á hafnarsvæðunum - en í bland sinna sjómenn, ferðaþjónustuaðilar og hafnarkallar verkefnum sínum í sátt og samlyndi við áhugasama lífsnjótendur!
21.07.2012 21:00
Angunnguaq II GR 8-58 ex Andvari VE 100
Angunnguaq II GR 8-58 ex Andvari VE 100 © mynd Trawler History
21.07.2012 20:00
Rex HF 24 - nú Gandí VE 71
2702. Rex HF 24, nú Gandí VE 71 © mynd Trawler History
21.07.2012 19:27
Æskustöðvarnar úr fjörunni
Ég átti þess kost að þegar ég kom með Neptune EA 41 til hafnar á Akureyri eftir vísindaverkefni í Barentshafi og dvaldi þar um borð við vinnu fyrir næsta verkefni í 3 daga að nota kvöldin og næturnar sem ég átti til frístundirnar til að mynda. M.a. sólarlagið úr fjörunni og syðst frá Drottningarbraut. Einnig myndaði ég mínar æskustöðvar úr fjörunni (Aðalstræti 76)og munu þær myndir birtast hér á næstu dögum. Akureyri geymir margar af mínum góðu mynningum með Árna H, Davíð. Dúdda, Reyni (færeyska) Gumma Karls, Steina og m.f.l og við drukkum Vallash á H A og vorum kátir ungir menn og spiluðum Lóan er komin mest 7 sinnum í röð en þá vorum við búnir að tæma staðinn. Það var aðeins sterkara í glösum á kvöldin sérstaklega þá Árni H var barþjónn í Sjallanum og svo á KEA., þú fallegi staður Akureyri takk fyrir mig.
© mynd og texti: Svafar Gestsson, í júlí 2012
21.07.2012 19:00
Pétur Jónsson RE 69
2288. Pétur Jónsson RE 69 © mynd Trawler History
21.07.2012 18:00
Neptune EA 41
2266. Neptune EA 41, við austurbakkann á Akureyri © mynd Svafar Gestsson, í júlí 2012
21.07.2012 17:00
Newfound Pioneer ex Svalbakur EA 2
Newfound Pioneer ex 2220. Svalbakur EA 2 © mynd Trawler History
21.07.2012 16:42
Steini Vigg SI 110 og Sunna SI 67
1452. Steini Vigg SI 110 og 7185. Sunna SI 67, á Siglufirði © mynd sksiglo.is 21. júlí 2012
21.07.2012 16:36
Rækjuveiðar stöðvaðar 1. ágúst
Jón Guðbjartsson hjá útgerðarfélaginu Birnir ehf., sem er stærsti hluthafinn í Kampa, lýsir ákvörðun ráðuneytisins sem sparki í liggjandi mann. "Þetta er vitleysa og ég hef fulla trú á því að þetta verði dregið til baka, ég bara trúi ekki öðru. Við erum með 150 manns í vinnu og við getum ekki sent þau heim og boðað þau síðan aftur einhvern tímann seinna. Við þurfum að borga þeim laun og það verður erfitt ef það er engin vinnsla," segir Jón.
"Við verðum bara að reyna að hafa áhrif og stöðva þessa vitleysu. Það er heill iðnaður sem fellur með þessari ákvörðun. Rækjuiðnaðurinn hefur átt erfitt og sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum voru 25 rækjuverksmiðjur í landinu en nú eru þær fimm. Það má líkja rækjuiðnaðinum við liggjandi mann og nú er verið að sparka í hann. Það hefur lengi verið til máltæki sem segir að ljótt sé að sparka í liggjandi mann. Það hefði verið sjálfsagt að hugsa þetta mál aðeins betur og ég veit og trúi því að það sé verið að því," segir Jón.
21.07.2012 16:00
Andvari ex VE 100
Andvari ex 2211. Andvari VE 100 © mynd Trawler History
21.07.2012 14:00
Blue Capella ex Arinbjörn RE 54
Blue Capella ex 1514. Arinbjörn RE 54 © mynd Trawler History

