Færslur: 2012 Júlí

19.07.2012 21:36

Oddur V. Gíslason kallaður til Eyja

Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason frá Björgunarsveitinni Þorbirni, Grindavík var kallaður til Vestmannaeyja í morgun, er eldur kom upp í humarbátnum Maggý um sjö sjómílur suður af Stórhöfða í Vestmannaeyjum rétt eftir klukkan ellefu í morgun. Áhöfninni tókst að ráða niðurlögum eldsins en vélarrými bátsins fylltist af sjó.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni  stóð tæpt um tíma, en samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum og Oddur V. Gíslason í Grindavík sem eru með dælur um borð, send á staðinn. Sjö eru í áhöfn Maggýjar og komust þeir allir í flotgalla. Fimm þeirra voru fluttir  í land, með Stóra- Erni. Tveir skipverjar voru um borð í bátnum sem Þór björgunarbáturinn Þór og Lóðsinn tóku í tog til Eyja. Þá er þyrla Landghelgisgæslunnar á staðnum.

                                                         ----

                                  Maggý VE 108, hét áður Ósk KE 5


                           2743. Oddur V. Gíslason © mynd grindavik.is

19.07.2012 21:00

Þessi bíður greinilega örlaga sinna í Eyjum         2114. Jóhanna, bíður greinilega örlaga sinna í Vestmannaeyjum © mynd Heiðar Baldursson, 19. júlí 2012

19.07.2012 20:00

LE Boreal í Eyjum í dag


        Le Boreal, við Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjum í dag © mynd Heiðar Baldursson, 19. júlí 2012

19.07.2012 19:26

Maggý VE, í höfn eftir giftusamlega björgun

Hér sjáum við Maggý VE 108 komna að bryggju í Vestmannaeyjum, nú síðdegis.


           1855. Maggý VE 108, við bryggju í Vestmannaeyjum eftir giftusamlega björgun © mynd Heiðar Baldursson, 19. júlí 2012

19.07.2012 19:00

Gunnar Friðriksson


                          2474. Gunnar Friðriksson © mynd dv.is

19.07.2012 18:00

Hákon EA 148


                          2407. Hákon EA 148, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 2001

19.07.2012 17:00

Ársæll Sigurðsson HF 80 / Grindavíkin GK 606 / Kristinn SH 112              2468. Ársæll Sigurðsson HF 80, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, 2004


         2468. Grindavíking GK 606, að koma inn til  Grindavíkur © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson, í sept. 2007


             2468. Kristinn SH 112, í Ólafsvík © mynd Hilmar Snorrason, 24. apríl 2011

19.07.2012 16:00

Reykjaborg RE 25


           2325. Reykjaborg RE 25, í Reykjavíkurhöfn © mynd Hilmar Snorrason, 2001

19.07.2012 15:26

Humarvinnsla Ramma í Þorlákshöfn

Heimasíða Ramma hf.:

Nú er tveggja vikna makrílvinnslu lokið hjá Rammanum í Þorlákshöfn og humarvinnsla hafin aftur af fullum krafti. Lokað verður vegna sumarleyfa þar í tvær vikur í kringum verslunarmannahelgi og eftir það verður humarvinnslunni haldið áfram fram á haustið.Jón á Hofi, Fróði og Múlaberg lönduðu makríl til vinnslu hjá Rammanum í Þorlákshöfn.

19.07.2012 15:16

Maggý VE 108 komin til Eyja

Eyjafréttir.is

Maggý Ve 108 komin til Eyja
Maggý Ve 108 komin til EyjaMaggý Ve 108 komin til EyjaMaggý Ve 108 komin til EyjaMaggý Ve 108 komin til Eyja
Gunnar Þór Friðriksson, skipstjóri á Maggý fékk hlýjar móttökur við komuna til Eyja

Vel gekk að draga Maggý VE til hafnar. Í fyrstu tók björgunarbáturinn Þór,  Maggý í tog,  en Lóðsinn dró bátinn lokaspölinn til Eyja. Eldur kviknaði í bátnum um ellefu leytið í morgun í vélarrúminu.  Óskar Pétur Friðriksson fór út með björgunarbátnum Þór í morgun og tók þessar myndir af heimferðinni og heimkomunni. Og það urðu að fagnaðafundir á bryggjunni þegar skipverjarnir sjö stigu á land, en þar voru fjölskyldur þeirra og vinir mættir á bryggjuna.

Ekki er vitað um eldsupptök.

19.07.2012 15:00

Ísak AK 67


      1986. Ísak AK 67, í Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, 11. júní 2011

19.07.2012 14:00

Gullver NS 12


            1661. Gullver NS 12, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 11. júní 2007

19.07.2012 13:00

Sex skemmtiferðaskip á nokkrum dögum til Grundarfjarðar

Frá Heiðu Láru, Grundarfirði.

Saga Ruby kom inn á fjörðinn milli 7 og 8 í morgun og er áætlað að það sigli aftur seinni partinn.

Nóg er af skipum núna, en Le Boréal var á sunnudaginn í 3. heimsókninni, í gær var það Fram, í dag Saga Ruby, á morgun Discovery, laugardag Hamburg og á sunnudag kemur Le Boréal í 4. og síðustu heimsóknina þetta sumarið. Sem sagt frá sunnudeginum 15/7 til sunnudagsins 22/7 eru 6 skip bókuð með komur.


                        Saga Ruby, Grundarfirði © myndir og texti Heiða Lára, 19. júlí 2012

19.07.2012 12:44

Saga Ruby út af Grundafirði

Heiða Lára, Grundarfirði: Einn á dag þessa vikuna, nú er það Saga Ruby sem liggur hér á firðinum, smíðað 1973, 190m langt og 24m breitt.


                         Saga Ruby, á Grundarfirði © mynd Heiða Lára, 19. júlí 2012               

19.07.2012 12:26

Þór kominn með Maggý í tog eftir að eldur hafði komið upp og mikill leki

visir.is og Eyjafrettir.is:


Vélarrýmið í Maggý fylltist af sjó.
Vélarrýmið í Maggý fylltist af sjó. mynd/ visir.is Óskar P. Friðriksson.

Björgunarskipið Þór er komið með skipið Maggý VE 108 í tog og fylgir skipið Glófaxi strax á eftir.  Sjö manns voru um borð í skipinu. Þeir fóru strax í flotgalla og voru óhultir, en áhafnarmeðlimir slökktu eldinn sjálfir. Kom í þá upp mikill leki í vélarúminu og var báturinn farinn að síga nokkuð í sjóinn. Tvær dælur voru settar um borð í Maggý og er talið að með því verði hægt að toga skipið að landi.

Einnig fylgist Þyrla Landhelgisgæslunnar með bátunum, en atburðurinn gerðist um 7 mílur út af Stórhöfða.