Færslur: 2012 Júlí

26.07.2012 13:00

Bosbok


                  Bosbok, í  Cape Town, Suður-Afríku © mynd shipspotting, jococrouss

26.07.2012 12:29

Vafði veiðarfærin utan af skrúfunni

mbl.is:

Björgunarbáturinn Björg sigldi af stað í gærmorgun. stækkaBjörgunarbáturinn Björg sigldi af stað í gærmorgun. Ljósmynd/Tómas Logi

Báturinn Þorlákur IS, sem varð vélarvana 83 mílur vestur af Breiðafirði snemma í gærmorgun, kom um kl. 10 í morgun í höfn á Rifi á Snæfellsnesi. Þangað var hann dreginn af björgunarbátnum Björgu frá Rifi.

Kafarinn Víðir Haraldsson var kallaður út til að losa veiðarfærin sem flæktust í skrúfunni og segir hann það hafa tekist vel. "Það hlaust ekkert tjón, þetta var frekar lítið mál en ég þurfti ekki að taka upp hnífinn til að skera heldur aðeins vefja utan af skrúfunni," segir hann og áætlar að verkið hafi aðeins tekið um 20 mínútur. Hann segist halda að Þorlákur IS haldi strax aftur út á veiðar, um leið og búið sé að yfirfara trollið.


26.07.2012 12:00

Boctie Akie
              Boctie Akie, í Saldanha Bay, Suður- Afríku © mynd shipspotting, jocogrouss

26.07.2012 11:00

Bellevanti


               

                     Bellevanti, í  Walvis Bay, Namibíu © myndir shipspotting,  jococrouss

26.07.2012 10:00

Ballstadöy N-185-VV

 
         Ballstadöy N-185-VV í Skjervoy, Noregi © mynd shipspotting, Moolern, 3. júlí 2012

26.07.2012 09:00

Atlantic Pioneer


             Atlantic Pioneer, í Saldanha Bay, Suður-Afríku © myndir shipspotting,  jocovrouss

26.07.2012 08:06

Íslendingar mega ekki sigla með frönsku lúxusskipi hér við land

visir.is:

Íslendingar mega ekki sigla með frönsku lúxusskipi hér við land
Íslenskir ferðamenn eru einu ferðamennirnir í heiminum sem ekki mega sigla með eina farþegaskipinu, sem stundar reglubundnar strandsiglingar við Ísland á sumrin.

Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal stundar þessar siglingar við landið þriðja árið í röð og eru farþegaskipti í Hafnarfirði. Farþegar koma fljúgandi hingað til lands og fljúga héðan.

Ástæða þess að íslendingar geta ekki gert sér dagamun með svona ferð, mun vera að samkvæmt ströngum íslenskum reglum má ekki bjóða Íslendingum ferðir innan íslenskrar lögsögu í farkostum þar sem tollfríðindi eru í boði.

Öðrum kosti yrði að snarhækka verðlag fyrir alla aðra farþega um borð, til samræmis við íslensk tollalög.


26.07.2012 08:00

Aire Pejin
                   Aire Pejin © myndir shipspotting, Gildo M. Cobeiro, 24. júlí 2012

26.07.2012 07:42

Björg senn væntanleg í land með Þorlák

mbl.is

Búist er við að báturinn, sem varð vélarvana um 83 sjómílur vestur af Breiðafirði snemma í gærmorgun, verði kominn í höfn kl. 10. Björgunarbáturinn Björg frá Rifi var sendur að bátnum í gær og mun draga hann í höfn á Rifi eða Ólafsvík.

Að sögn Landhelgisgæslunnar eiga bátarnir eftir u.þ.b. 17 mílur en siglingarhraðinn er 4 mílur. "Þetta hefur gengið rólega en örugglega," segir Landhelgisgæslan en Björg er 44 tonn og báturinn sem fékk veiðarfæri í skrúfuna er 160 tonn. 

Þegar bátarnir eru komnir í höfn verður kafari fenginn til að skera úr skrúfunni en vera kann að vírar séu flæktir í henni.

                           000

Samkvæmt öðrum upplýsingum er mér sagt að þetta sé Þorlákur ÍS 15, en sami björgunarbátur hefur einmitt dregið áður þennan bát til hafnar á Snæfellsnesi, en það var til Ólafsvíkur í apríl 2007 og þá tók Alfons Finnsson þessa mynd

  2542. Björg kemur með 2446. Þorlák ÍS 15 til Ólafsvíkur í apríl 2007 © mynd mbl / Alfons

26.07.2012 07:00

Sundhani ST 3
         

        1859. Sundhani ST 3. í Hólmavík © myndir Árni Þ, Baldursson, í Odda, 30. júní 2012

26.07.2012 00:00

Varðskip og hernaðarskip

Hér kemur syrpa með tveimur varðskipum og síðan  fjórum skipum í eigu hernaðaryfirvalda. Ein myndin er tekin af skipi utan við Helguvík, fjórar í Reykjavík og þrjár í Boston


             2789. Þór utan við Helguvík, að mestu í hvarfi fyrir Hólmsberginu © mynd Emil Páll, 25. júlí 2012


             1066. Ægir, í slippnum í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 18. júlí 2012


                  1066. Ægir, í slippnum í Reykjavík
            © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 18. júlí 2012


                 1066. Ægir, í slippnum í Reykjavík
            © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 18. júlí 2012


                   HRBRUCE C. HEEZEN, í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 24. júlí 2012


                  USS Cassin Young, í Boston, fyrr í sumar © mynd Faxagengið, faxire9.123.is


                  USS Cassin Young, í Boston, fyrr í sumar
                    © mynd Faxagengið, faxire9.123.is


                 USS Coastitution, í Boston, fyrr í sumar
                    © mynd Faxagengið, faxire9.123.is


25.07.2012 23:00

Julla í fjöru


                                              Julla í fjöru © mynd Púki Vestfjörð

25.07.2012 22:55

Verður dregið til Evrópu

Færeyski skipsportalurin:

Nú verður bingjuskipið sleipað


25.07.2012 - 11:33 - Sverri Egholm

Tamarhald er nú á eldinum umborð á týska bingjuskipinum MSC Flaminia, og skipið verður nú sleipað til Europa.

Enn er ikki boðað frá, hvørja havn skipið verður sleipað til, men sleipað verður móti Europa. 

Áðrenn skipið, sum er 6732 TEU til støddar, sleppur í havn, skulu bjargingarliðini kanna allar bingjurnar fyri at tryggja, at eldurin er sløktur. Hetta sambært reiðarínum, Reederei NSB.

Flaminia er í morgun statt umleið 220 fjórðingar úr Cornwall. Fairmount Expedition sleipar, meðan tvey onnur fylgja við. Hesi eru Anglia Sovereign og Carlo Magno.

Anglia Sovereign heldur alla tíðina eygað við hitan umborð á MSC Flaminia og er til reiðar at køla skipið, um tað gerst neyðugt.

MSC Flaminia hevur 10 prosent slagsíðu. Hetta kemst av vatni frá sløkkingini og at lastin hevur flutt seg orsaka av eldinum, sum kom í fyri 11 døgum síðan.

Ein av manningini doyði, og ein annar er saknaður og helst eisini umkomin. Tríggir vórðu illa skaddir og liggja enn á sjúkrahúsi til viðgerðar fyri brandskaðar. Hinir átjan av manningini og tvey ferðafólk sluppu frá vanlukkuni uttan mein.

Kelda: Netavísin

25.07.2012 22:32

Stærsti dagur í sögu Norðursiglingar

mbl.is:

"Þetta er stærsti dagur í sögu fyrirtækisins hvað farþegafjölda varðar," sagði Þórunn Harðardóttir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Norðursiglingu í kvöld en rúmlega eitt þúsund farþegar fóru í hvalaskoðun með bátum fyrirtækisins í dag.

 Þar af voru 66 farþegar sem fóru með báti fyrirtækisins sem siglir með farþega í hvalaskoðun frá Ólafsfirði.

 Til að anna öllum þessum fjölda farþega fékk Norðursigling eikarbátinn Húna II frá Akureyri til  liðs við sig. Að sögn Þórunnar gekk þetta allt snurðulaust fyrir sig og farþegar sáu hvali í öllum ferðum dagsins.

 Þórunn segir vaxandi straum ferðamanna til Húsavíkur þessa dagana skýra þennan mikla fjölda en einnig séu farþegar í ferðum dagsins sem ekki komust  í hvalaskoðun í gær þar sem bræla var á Skjálfanda fram eftir degi.

 Hjá Gentle Giants hefur dagurinn einnig verið góður, stökkvandi hnúfubakar og höfrungar hafa glatt augu farþega  fyrirtækisins.

"Sannkölluð hvalaveisla," Sagði Daniel Annisius en farþegar dagsins voru vel á fjórða hundrað.

25.07.2012 22:00

Margir bátar í einum hópi


                                  Margir bátar í einum hópi © mynd Púki Vestfjörð