Færslur: 2012 Júlí

17.07.2012 09:00

Nýja íslenska snekkjan, í Keflavík?

Íslenska snekkjan sem kom við um helgina í Vági í Færeyjum til að taka olíu, í ferð sinni frá Grikklandi þaðan sem hún var keypt, var í gærkvöldi í Keflavík og tók ég þessar myndir af henni rétt fyrir miðnætti en þá var aðeins farið að rökkva, en ég hafði einmitt birt um helgina, myndir af henni sem teknar voru í Vági. Um frekari deili veit ég ekki, nema hvað hún er merkt Reina og á björgunarhringnum stendur MV Reina. Síðan er spurningin hvort það sé íslenska nafnið eða það gríska og hver hafi keypt þessa snekkju. Einnig er það auðvitað stór spurning hvort þetta sé sú snekkja sem ég sagði frá um helgina, eða allt önnur?

                          M.v. Reina í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi © myndir Emil Páll, 16. júlí 2012

17.07.2012 08:00

Hannes Þ. Hafstein í Gullvagninum

Hér koma nokkrar myndir frá því í gær er Hannes Þ. Hafstein var tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur með gullvagninum. Myndirnar tók Árni Freyr Rúnarsson.

        

            2310. Hannes Þ. Hafstein, í gullvagnium í Skipasmíðastöð Njarðvikur í gær © myndir Árni Freyr Rúnarsson, 16. júlí 2012

17.07.2012 00:10

Spói NK 64, Haförn, Blængur, Gustur, Eyji NK, Von GK og Beitir NK

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað sendi myndir með eftirfarandi texta: Á myndunum  sjást  Spói NK 64 ,  Haförn , Blængur , Gustur og Eyji NK  að koma í höfn Von GK  á  útleið  og  Beitir NK  að  landa

                                 Neskaupstaður © myndir Bjarni G., 16. júlí 2012

17.07.2012 00:00

Ingunn AK 150Hér koma svo nokkrar myndir teknar af Ingunni AK-150 þegar hún kom til
hafnar á Vopnafirði.                        © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  í júlí 2012

16.07.2012 23:00

Vos Patrol


              Vos Patrol, frá Barbados © mynd shipspotting,  Paul Gowen 14. júlí 2012

16.07.2012 22:00

Toya R-344-K


        Toya R-344-K, í Haugesund, Noregi © mynd shipspotting,  Tore Hettervik, 15. júlí 2012

16.07.2012 21:02

Synti til minningar um fallna sjómenn

bb.is:


                          Örn Ægisson syndir yfir Pollinn á Ísafirði © mynd bb.is

Sundkappinn Örn Ægisson, synti yfir Pollinn á Ísafirði á laugardag til minningar um fallna sjómenn. Hann hóf ferðina frá grjótinu fyrir neðan Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og synti yfir að Ísafjarðarhöfn. Félagi hans fylgdi honum eftir á bát. Ferðin gekk snurðulaust fyrir sig enda blíðskaparveður. Örn var eingöngu klæddur sundskýlu og hafði engin hjálpartæki með sér.

Sjósundið var fest á filmu og má sjá myndband frá því á vefnum youtube.com.

16.07.2012 21:00

Stiene Bruhns DIT 3,


                Stiene Bruhns DIT 3, í  Norðursjó © mynd shipspotting, Jörn Prestien 11. júlí 2012

16.07.2012 20:55

Mokveiði hjá makrílbátum

skessuhorn.is


Mjög góð veiði hefur verið hjá þeim smábátum sem gerðir eru út á makrílveiðar í Breiðafirði síðustu daga. Magnús Guðni Emanúelsson skipstjóri á Manga á Búðum SH, segir í samtali við Skessuhorn að hann hafi fengið sjö tonn af markíl á einum sólarhring sem sé langt um betra en að hann gerði sér vonir um fyrirfram.

"Fjörðurinn er bókstaflega fullur af markíl," segir Magnús og bætir við að þessi torfa sem hann var að veiða úr hafi verið mörg þúsund tonn að stærð og á hann von á að áfram verið góð veiði . Magnús segist landa hjá Storm Seafood í Hafnarfirði og segist ánægður með verðið sem hann fái. Magnús segir að lokum að hann áætli að vera á makrílveiðum fram í október og sé þessi veiði góð búbót á dauðasta tímanum.

16.07.2012 20:44

Lenti á toppnum á hafnarkantinum

bb.is:

Bíllinn á hvolfi á hafnarbakkanum.
Bíllinn á hvolfi á hafnarbakkanum.

Upphífingartaug slitnaði er verið var að hífa bíl um borð í skuttogarann Pál Pálsson ÍS 102 á sunnudag með þeim afleiðingum að bíllinn féll á hafnarkantinn og lenti á þakinu. Bifreiðina ætluðu skipverjar að nota í Reykjavík á meðan skipið væri í slipp. Að sögn Sverris Péturssonar, útgerðarstjóra skipsins, slapp bíllinn við stórvægilegar skemmdir og "þarf aðeins að klappa honum svo hann verði sem nýr." Páll Pálsson verður í slipp næstu þrjár vikurnar þar sem skipið verður öxildregið og skipt um þéttingar á skrúfuöxli. Þá verður hann einnig botnmálaður og þrifinn.

16.07.2012 20:00

Guldringnes R-9-U      Guldringnes R-9-U, Haugasundi, Noregi © mynd shipspotting, Tore Hettervik, 15. júlí 2012

16.07.2012 19:00

Beast              Beast, New York Huston River © mynd shipspotting, nordwelle 3. maí 2012

16.07.2012 18:40

Sprenging varð í skipi á Atlantshafi

mbl.is

Enn logar í flutningaskipinu MSC Flaminia. stækkaEnn logar í flutningaskipinu MSC Flaminia. Skjáskot/odin.tc

Flutningaskipið MSC Flaminia rekur nú um Atlantshaf, um þúsund sjómílur frá landi, eftir að sprenging varð í lestarrými þess á laugardag. Enn stígur mikill og svartur reykur frá skipinu en ekki er búist við að dráttarbátur með búnaði til að berjast við eldinn komi að fyrr en á morgun. Einn úr áhöfninni er látinn, annar á gjörgæsludeild og eins er saknað.

Neyðarkall barst frá skipinu á laugardagsmorgun þegar það var svo gott sem mitt á milli Kanada og Bretlandseyja. Skipið sem siglir undir þýskum fána var á leið frá austurströnd Bandaríkjanna til Antwerpen í Belgíu. Ekki er vitað hvers vegna sprenging varð í lestarrýminu en í kjölfar hennar kviknaði mikill eldur.

MSC Flaminia var statt þar sem græna örin er þegar neyðarkallið barst.

MSC Flaminia var statt þar sem græna örin er þegar neyðarkallið barst. Skjáskot/GoogleMaps

Áhöfn 25 manna yfirgaf skipið í skyndi, fyrir utan einn sem er saknað og talinn af, og var þeim bjargað um borð í olíuflutningaskipið VLCC DS Crown. Ekki reyndist unnt að notast við björgunarþyrlur vegna þess hversu langt skipið var frá landi.

Fjórir slösuðust og voru þeir síðar fluttir yfir í flutningaskipið MSC Stella þar sem einn lést af brunasárum sínum. Hinir þrír voru fluttir frá Stellu með þyrlu til Asor-eyja, einn af þeim liggur í lífshættu á gjörgæsludeild.

MSC Flaminia er 85,823 tonna skip sem tekur 6,750 tuttugu feta gáma. Það er nærri þrjú hundruð metra langt og fjörutíu metra breitt.


16.07.2012 18:00

Azizler II


         Azizler II, Istanbul, Tyrklandi © mynd shipspotting, Cavit Ege Tulca, 6. júlí 2012

16.07.2012 17:00

Arrantzale


                          Arrantzale, Spáni © mynd shipspotting, Fernando Casafiez