Færslur: 2012 Júlí

05.07.2012 20:00

Mikið að gera við Siglufjarðarhöfn

SK.siglo.is

Mikil umsvif eru þessa dagana við Siglufjarðarhöfn fjöldi strandveiði og línubáta að landa. Megnið af fiski sem berst á land fer í gegnum Fiskmarkað Siglufjarðar. Sigurborg SH landaði 30 tonnum af rækju og 15 tonnum af bolfiski í fyrradag. Rækjan fer í vinnslu hjá Ramma hf.

Síðan var tekið um borð nýtt veiðarfæri og haldið suður fyrir land til makrílveiða skipið má veiða um 65 tonn af þeirri fisktegund.

Í gær var verið að landa úr Mánabergi ÓF 2.680 kössum af úthafskarfa og 9.860 kössum af makríl.

Steingrímur Óli HákonarsonGuðmundur Gauti Sveinsson

Texti og myndir: GJS

05.07.2012 19:31

Risaísbrjótur lagður af stað til Íslands.

visir.is:


Risaísbrjótur lagður af stað til Íslands
Mynd/Rannís

:
Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn er lagður af stað yfir Norður Íshafið. Þessi stærsti ísbrjótur heims sem ekki er kjarnorkuknúinn mun koma við á Íslandi í ágúst í þeim tilgangi að styrkja enn frekar rannsóknasamstarf landanna.

Um tímamótasiglingu er að ræða, enda er þetta fyrsti kínverski rannsóknarleiðangurinn sem fer hina svonefndu norðausturleið, en hún liggur meðfram Rússlandi og Noregi. Því hefur verið spáð að þar muni í framtíðinni opnast ábatasöm siglingaleið milli Asíu og Evrópu. Össur Skarphéðinsson hefur sagt að bráðnun hafíss gæti stuðlað að því að leiðin opnist fyrr en ætlað var.

Margvíslegar rannsóknir munu fara fram um borð í Snædrekanum á leiðinni, einna helst verða áhrif loftlagsbreytinga á norðurheimskautsísinn og vistfræðilegt ástand svæðisins könnuð. Af þeim 60 vísindamönnum sem eru um borð eru tveir Íslendingar sem munu vinna að rannsóknum.

Snædrekinn er 167 metrar að lengd og 23 metrar að breidd. Hann getur siglt gegnum ís sem er a.m.k. 1,1 metri að þykkt.

05.07.2012 19:00

Einar Örn við stjórvölinn á Bourbon Front                   Hér sjáum við Einar Örn Einarsson við stjórnvölinn á Bourbon Front, en annars hafði hann þetta að segja um myndina:  Það þarf að hafa sig allan við að bakka inn rennuna inn í slússuna, grynningar á bæði borð og straumar. Lóðsinn einbeittur að fylgjast með Olympic Princess sem er þarna á undan okkur inn © mynd tekin 27. júní 2012

05.07.2012 18:00

Costa Voyager, á 19 mílna ferð í Barentshafi


         Costa Voyager, á 19 mílna ferð í Barentshafi, í morgun © mynd Svafar Gestsson, 5. júlí 2012

05.07.2012 17:33

Lé Boréal, Grundarfirði í dag

Heiða Lára, Grundarfirði: Þessi kom í dag um kl 14 og siglir svo aftur um 20:30, það hefur reyndar boðað komu sína alls 4 sinnum í sumar.
Tók myndirnar þegar hann sigldi inn höfnina og lagðist að bryggju.                   Le Boréal, Grundarfirði í dag © myndir Heiða Lára 5. júlí 2012

05.07.2012 17:00

Costa Pacifa, við Skarfabakka í Reykjavík

Mynd þessa tók ég í gær með aðdrætti, frá gömlu höfninni í Reykjavík.


              Costa Pacifca, við Skarfabakka í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 4. júlí 2012

05.07.2012 16:00

Bjargfýlingur

Þessi litli fallegi trébátur var nýlega sjósettur að nýju í Hafnarfirði, en hann mun fara næstu daga og taka þátt í Bátadögum 2012
                 Bjargfýlingur, í Hafnarfirði í gær © myndir Emil Páll, 4. júlí 2012

05.07.2012 15:15

Bilun í tækjabúnaði Heimaeyjar VE

mbl.is:

Heimaey siglir inn í höfnina í Vestmannaeyjum. stækkaHeimaey siglir inn í höfnina í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Bilun hefur komið fram í Heimaey VE, nýju skipi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum en skipið kom nýsmíðað til landsins frá Chile í byrjun maímánaðar. Haft er eftir Eyþóri Harðarsyni, útgerðarstjóra Ísfélagsins, á fréttavefnum Eyjafréttir að ekki sé um alvarlega bilun að ræða.

Eyþór segir að smábilun sé í stjórnborði fyrir aðalvél skipsins. Sérfræðingur frá Rolls-Royce, framleiðanda vélarinnar, komi til landsins í kvöld og athugi málið. Hann segir vélina og búnaðinn í kringum hana í ábyrgð og svona lagað geti fylgt því að taka nýja hluti í notkun. Þá sé best að fá sérfræðing til þess að leysa málin.

Hann segir það koma í ljós síðar í dag hversu mikinn tíma taki að lagfæra bilunina en tekur fram að stjórnendur útgerðarfélagsins séu ekki að fara á taugum vegna málsins.

05.07.2012 15:00

Atlantic Viking kom til viðgerðar en fer trúlega í pottinn

Kandíski togarinn Atlantic Viking sem tekin var upp í aðra dokkinna í Hafnarfirði til viðgerðar á síðasta hausti, fór eins og ég ræddi um hér á síðunni á þeim tíma. Togarinn átti að fara í mikla viðgerð en við ástandsskoðun kom í ljós að hann var mikið tærður og ýmislegt annað, þannig að fljótlega kom upp sú staða að gera ekki við skipið. Eftir að hafa verið í dokkinní í þó nokkurn tíma er skipið komið niður og hefur að ég held verið selt innlendu brotajárnsfyrirtæki, sem er með það til skoðunar hvort skipið verði rifið eða selt áfram. Þó mun vera leki, sem þarf að laga og verður það gert þar sem skipið liggur við bryggju í Hafnarfirði, því annars þurfa dælur að vera á fullu meðan beðið er ákvörðunar um framhaldið.
Fyrir þá sem vilja, er rétt að upplýsa að stórhluthafi í hinni kanadísku útgerð sem átti togarann, er útgerðarfélagið Vísir hf. í Grindavík.


        Atlantic Viking, við bryggju í Hafnarfirði sl. sunnudag © mynd Emil Páll, 1. júlí 2012

05.07.2012 14:10

Ísbjörn við Ísafjarðarhöfn

bb.is:
Skuttogarinn Ísbjörn ÍS kom til hafnar á Ísafirði á þriðjudag með 130-140 tonn af rækju. Um var að ræða aðra veiðiferð skipsins og er heildaraflinn skipsins kominn í tæp 300 tonn. Aflinn fer bæði til vinnslu hjá rækjuverksmiðjunni Kampa á Ísafirði auk þess sem hluti hann er seldur beint á erlenda markaði. Ráðgert er að Ísbjörn haldi til veiða á ný í kvöld.


                          2276. Ísbjörn ÍS 304, við bryggju á Ísafirði © mynd bb.is

05.07.2012 14:00

Anja Kirk við Eyjabakka í Reykjavík


             Anja Kirk, við Eyjabakka í Reykjavík, í gær © myndir Emil Páll, 4. júlí 2012

05.07.2012 13:00

Gígja HF 18


                 7665. Gígja HF 18, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 4. júlí 2012

05.07.2012 12:08

Freyja KE 100 í nýrri heimahöfn

Eins og hér sagði frá hér fyrir  nokkru hefur Freyja KE 100 verið seld til Hafnarfjarðar og þar tók ég mynd af henni í gær.


             2581. Freyja KE 100, í nýrri heimahöfn, Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 4. júlí 2012

05.07.2012 11:02

Ægir í slipp, séð frá Víkinni


                 1066. Ægir í Reykjavíkurslipp, séð frá Víkinni © mynd Emil Páll, 4. júlí 2012

05.07.2012 10:00

Óðinn


                            159. Óðinn, séð frá Víkinni © mynd Emil Páll, 4. júlí 2012