Færslur: 2012 Júlí

18.07.2012 18:00

Eldborg og Taurus

Þessi skip eru bæði tengd Íslandi, þau tengjast íslenskri útgerð þó þau séu skráð með heimahöfn í Tallin. Auk þess sem annað þeirra bar áður íslensk nöfn       Eldborg ex 1383. og 8100. Taurus, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar jensen 17. júlí 2012

        Eldborg, heimahöfn Talin ex 1383. Skutull, Hafþór og Baldur í Honningvag, Noregi © mynd shipspotting,  roar Jensen 19. júlí 2010        8100. Taurus EK 9914, í  Honningvag, Noregi © mynd shipspotting, roar jensen 17. júlí 2012

18.07.2012 17:00

Heiðar RE 250


         7197. Heiðar RE 250, að koma inn til Reykjavíkur í gær © myndir Sigurður Bergþórsson, 17. júlí 2012

18.07.2012 16:00

Fram, í Grundarfirði

Þessi skreið inn höfnina í Grundarfirði, nú um kl 14, Fram frá Noregi, 114m langt og 20,2m á breidd, smíðað 2007.


                          Fram, í Grundarfirði í dag © mynd Heiða Lára, 18. júlí 2012

18.07.2012 15:00

Makrílveiðar á Hólmavík


              Makrílveiðar á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  17. júlí 2012

18.07.2012 14:00

Andvari VE 100, mikið ísaður

Þarna er togarinn að koma inn eftir rækjuveiðar á Flæmska hattinum.


       2211. Andvari VE 100, mikið ísaður í Argencia, Nýfundalandi © mynd Ivan Silotch, veturinn 2004

18.07.2012 13:00

Hannes Þ. Hafstein


        

       2310. Hannes Þ. Hafstein, á siglingu frá Keflavík til Njarðvíkur, þar sem hann var tekinn upp i slipp í fyrradag © myndir vf.is., Hilmar Bragi Bárðarson, 16. júlí 2012

18.07.2012 12:00

Havborg FD 1160 ex Bessi ÍS 410


         Havborg  FD 1160 ex 2013. Bessi ÍS 410 í Barentshafi © mynd shipspotting, Robert Arutyunov, 21. júní 2008


         Havborg  FD1160 ex 2013. Bessi ÍS 410 í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting,  roar Jensen 7.maí 2011

18.07.2012 11:00

Andvari

Þessi var í eigu Andvaraútgerðarinnar í Vestmannaeyjum, en man ekki hvort hann var eitthvað skráður hér á landi. Á myndinni er hann skráður í Tallin, Estonia, en myndin er tekin í Sandfjord, Noregi


              Andvari, frá Tallin, Estaniu, áður íslenskur, hér í Sandfjord, Noregi © mynd shipspotting, pirre vignezu

18.07.2012 10:00

Eirík H-16-S - Seiglubátur
                                           Erík H-16-S © mynd Seigla ehf

18.07.2012 09:24

Gústi Guðsmaður til sölu

Auðunn Jörgenson úr Vestmannaeyjum hefur auglýst bát sinn Gústa Guðsmann til sölu, en bátur þessi hét áður Óskar Matthíasson og vakti oft athygli á góðviðrisdögum, bæði á Reykjavíkurhöfn sem og í Vestmannaeyjum og birts hafa myndir af hér á síðunni.
Auðunn er eins og áður hefur komið fram hér,  að gera upp úti á Granda í Reykjavík 6 tonna trillu sem síðast hét Hafrún KE 80 og er endurbótum að fara að ljúka og mun báturinn þá fá nafnið Óskar Matthíasson. Núverandi nafn er tilkomið vegna þess að Auðunn átti von á að báturinn seldist til Siglufjarðar, en úr því varð ekki, samkvæmt upplýsingum er fram komu í Morgunblaðinu í dag

          
                         Guðsmaður, sem nú er til sölu © mynd Morgunblaðið

18.07.2012 09:00

Út af Djúpuvík á Ströndum


      Julla, út af Djúpuvík, á Ströndum © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  14. júlí 2012

18.07.2012 08:06

Mikið að gera við hvalaskoðun                Mikið að gera við hvalaskoðun © mynd Sigurður Bergþórsson, 17. júlí 2012

18.07.2012 00:00

Breki VE 61 - Breki KE 61 - Breki M-0279

Hér kemur myndasyrpa af togaranum undir númerinu VE 61, KE 61 og M-0279. Ekki er þó hér um að ræða sögu togarans, hvorki i máli né myndum, en þó má segja að hann á að vera farinn í pottinn fyrir þó nokkru.


                                   1459. Breki VE 61 © mynd Trawler Photos


                             1459. Breki KE 61, í Keflavík © mynd Emil Páll


                               1459. Breki KE 61, í Njarðvík © mynd Emil Páll


            1459. Breki KE 61, i Bremenhaven © mynd shipspotting, Holger Joschop, 9. apríl 2004


            1459. Breki KE 61, í Bremenhaven © mynd shipspotting,  Holger Joschop, 19. mars 2005


            1459. Breki KE 61, í Bremenhaven © mynd  shipspotting, Holger Joschop, 20. mars 2005


           1459. Breki KE 61, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2006


           1459. Breki KE 61, í Malibu, Noregi © mynd shipspotting,  Björnar Henningsen, 27. júní 2007


            Breki ex 1459, í Malibu, Noregi (lengst til vinstri) © mynd shipspotting, frode adolfsen í okt. 2007                               Breki ex 1459 (sá innri) © mynd Trawler History


                           Breki M-0279 ex 1459 © mynd shipspotting, frode adolfsen


         Breki M-0279 ex 1459, í Murmansk © mynd shipspotting, Sture Petersen, 2. feb. 2011

17.07.2012 23:00

Hvalaskoðun frá Ólafsfirði

sk.siglo.isNorðursigling og eigendur Brimnes hótels á Ólafsfirði hófu hvalaskoðun frá Ólafsfirði í fyrra sumar. Það var 9. júní 2011 sem gestum var boðið í hvalaskoðun. Í sumar hefur veðrið verið mjög gott og mikið af hval á nærliggjandi slóðum.


17.07.2012 22:00

7 skip á rúmri viku

bb.is


                           Discovery og 2642. Sturla Halldórsson © mynd bb.is

Annríki verður í móttöku skemmtiferðaskipa á Ísafirði næstu daga því von er á sjö skipum á rúmri viku. "Hérna eru allir á tánum og tilbúnir að takast á við síðustu stóru áskorun sumarsins," segir K. Svava Einarsdóttir hjá skemmtiferðaskipadeild Vesturferða. Á morgun heimsækir LE Boreal nú Ísafjörð en það er svo væntanlegt aftur í þriðja og síðasta skiptið þetta sumarið á miðvikudag í næstu viku. Skipið er franskt, 10.700 tonn að stærð, en með því koma um 300 farþegar.

Á fimmtudag kemur skipið, Discovery, sem flytur um 700 manns, en það er góðkunnur gestur því það hefur komið við á Ísafirði síðustu sumur. Á föstudag kemur Saga Ruby til Ísafjarðar en það er tæp 25 þúsund brúttótonn að stærð og með því koma um 650 farþegar.

MSC Lirica er svo væntanlegt á laugardag en það er tæplega 60.000 brúttótonna skip og ber um 2000 farþega. MS. Delphin kemur á sunnudag með um 300 farþega. Á fimmtudag eftir viku er svo von á Thompson Spirit. Um borð eru 1.350 farþegar, flestir breskir en það er tæplega 34 þúsund brúttótonn.

Má því búast við að mannlífið muni bera þess merki að ferðamenn spóki sig um götur Ísafjarðar, fara í rútuferðir eða með bátum inn í Vigur en að sögn K. Svövu er vel bókað í skipulagðar ferðir á vegum ferðaþjónustunnar. "Le Boreal er mjög skipulagt og þægilegt skip, svo kemur Discovery og það verður um nóg að snúast í kringum þá en það er fullbókað í allar Vigur- og Hesteyrarferðir. Ég er reyndar ekki komin með tölur enn fyrir föstudag en það verður heljarinnar fjör á laugardag og svo hægist aftur um á sunnudag."