Færslur: 2012 Júlí

11.07.2012 11:00

Viking T-303-T


                        Viking T-303-T © mynd shipspotting, frode adolfsen, 2. apríl 1992

11.07.2012 10:22

Sævar KE 5

Þessi var tekin svona bara til að sjá hvað hægt væri í vissum tilfellum, en þarna er báturinn á Stakksfirði.


                     1587. Sævar KE 5, á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll, 11. júlí 2012

11.07.2012 09:47

Vestviking


                                 Vestviking © mynd shipspotting. frode adolfsen

11.07.2012 09:37

Ætlar á snekkju í kringum Ísland, eftir hringveginum

visir.is:


Ætlar á snekkju í kringum Ísland, eftir hringveginum
Skoskur ævintýramaður, Andrew Baldwin að nafni, ætlar að fara hringinn í kringum Ísland á lítilli snekkju sinni. Þetta væri svo sem vart í frásögur færandi nema að hann ætlar að keyra snekkjuna, sem heitir Scary Marie, eftir hringveginum.

Fyrst ætlar Baldwin sigla Scary Marie til Íslands og síðan setja undir hana dekk og fara á henni hringveginn.


11.07.2012 09:02

Verdværing SF-10-R


                  Verdværing SF-10-R © mynd shipspotting, frode adolfsen, 4. júlí 1991

11.07.2012 08:48

Sprakk í sinni fyrstu ferð

Eftirfarandi birtist á Foryska skipaportulnum í morgun:

VIDEO: Luksusbátur brann á fyrsta túri
Teir høvdu júst heintað dreymabátin í februar 2010, tá hann nærum sprongdist undir teimum, og nú vil eigarin hava pengar sínar aftur og reiðiliga tað.

Sí video: http://skipini.fo/video+luksusbatur+brann+a+fyrsta+turi.html11.07.2012 08:36

Útvær Senior SF-47-SU


       Útvær Senior SF-47-SU, Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 28. feb. 1995

11.07.2012 00:00

Sjávarútvegsráðherra Nýfundalands heimsótti, Vísi hf. Grindavík, Haustak og Ný-fisk

Af vef Vísis hf.:

Sjávarútvegsráðherra Nýfundnalands, Darin King, heimsótti Vísi í síðustu viku en hann var hér staddur til að kynna sér íslenskan sjávarútveg.  Ráðherrann heimsótti einnig Ný-Fisk í Sandgerði og Haustak á Reykjanesi og fundaði með Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnuninni og Matís. 

Heimsókn ráðherrans lauk svo á Bessastöðum þar sem Forseti Íslands tók á móti hópnum.  Á vef forsetans er greint frá því að "rætt var um samstarf landanna á þessu sviði, uppbyggingu byggðarlaga sem byggjast á fiskveiðum og hvernig sjávarútvegur geti verið grundvöllur fyrir þróun hátæknigreina."

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá heimsókninni.

img_0337

img_0248

img_0275

img_0297

img_0343

 


10.07.2012 23:50

Neptune kominn til Akureyrar

Þessa fallegu mynd tók Svafar á Eyjafirði núna áðan, en þeir á Neptune voru komnir að bryggju í höfuðstöð Norðurlands, Akureyri um kl. 23:40


                           Miðnætursólin á Eyjafirði © mynd Svafar Gestsson, 10. júlí 2012

10.07.2012 23:00

Tryggholm H-65-O


    Tryggholm H-65-O, Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 31. maí 1996

10.07.2012 22:16

Barði, Alma, Green Atlantic, Erika og Börkur í Neskaupstað í dag

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað:  Green Atlantic kom hingað um 6 leitið að lesta frosnar afurðir. Á myndinni er Barði, Alma og Green Atlantic og á hini myndinni er Erika, Barði og Börkur i morgunsólinni kv Bjarni G


                              1976. Barði NK 120, Alma og Green Atlantic ex Jökulfell


           Erika GR 18-119, 1976. Barði NK 120 og 2827. Börkur NK 122, Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 10. júlí 2012

10.07.2012 22:00

Torson T-67-T


                        Torson T-67-T, Bodo, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen

10.07.2012 21:35

La Boreal, Látraströnd, Gjögrar, inn Eyjafjörð og hugsanlega Uxaskarð


Skemmtiferðaskipið Le Boreal var á siglingu út Eyjafjörð og ber hér í austurverða Hrísey                                                   Látraströnd og Gjögrar

                                                   Loks eftir langan dag
                                                   lít ég þig, helga jörð.
                                                   Seiddur um sólarlag
                                                   sigli eg inn Eyjafjörð.
                                                   Ennþá, á óskastund,
                                                   opnaðist faðmur hans.
                                                   Berast um sólgyllt sund
                                                   söngvar og geisladans. Svo kvað Davíð Stefánsson.            Látrastönd. Skarðið mynnir Svafar að heiti Uxaskarð, en sjálfsögðu getur honum skjáltast
© myndir og texti Svafar Gestsson, 10. júlí 2012
                      


10.07.2012 21:00

Sundskjær T-184-LK


                    Sundskjær T-184-LK © mynd shipspotting, frode adolfsen, 4. júlí 1991

10.07.2012 20:21

Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu

visir.is


Olíurannsóknarskipið Nordic Explorer við bryggju á Akureyri í dag.
Olíurannsóknarskipið Nordic Explorer við bryggju á Akureyri í dag. Mynd/N4


Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum.

Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. Flotinn hefur undanfarnar fimm vikur verið við hljóðbylgjumælingar á Jan Mayen-hryggnum á vegum Olíustofnunar Noregs en í samstarfi við Orkustofnun og síðustu dagana Íslandsmegin á Drekasvæðinu.

Á bryggjunni beið margskyns varningur en skipin kaupa hér þjónustu, olíu og vistir, að sögn Péturs Ólafssonar, markaðsstjóra Hafnasamlags Norðurlands.

Akureyri er nýtt til áhafnaskipta en yfir fimmtíu áhafnarmeðlimir af öllum skipunum fljúga til Íslands til móts við skipin og aðrir fimmtíu fljúga svo héðan heim og flestir gista eina til tvær nætur á hótelum.

Skipin þurfa einnig viðgerðir á tækjum og skapa þannig atvinnu fyrir stéttir eins og rafeindavirkja og málmiðnaðarmenn.

Pétur segir í viðali í fréttum Stöðvar 2 að sterkir innviðir valdi því að Akureyri er valin sem þjónustuhöfn og nefnir þætti eins og flugvöll, hótel, sjúkrahús og öflugan járniðnað, sem og góða höfn.

Rannsóknarflotinn siglir aftur á Drekasvæðið síðdegis á morgun til að leita meiri vísbendinga um olíu.