Færslur: 2012 Júlí

28.07.2012 18:06

Skemmtibáturinn að verða strandveiðibátur

Í október 2010 birti ég mynd og frásögn af báti sem komin var til Bláfells á Ásbrú. Um var að ræða bát af Víkings-gerð sem smíðaður var sem skemmtibátur, en hafði þó verið meira notaður sem sýningabátur um um land, þar til útgerðarmaður í Reykjanesbæ keypti hann með það fyrir augum að gera úr honum strandveiðibát. Í dag er báturinn farinn að líkjast því hlutverki, þó ekki sé mikið unnið við hann sem stendur.
Birti ég hér fjórar myndir af bátnum, þ.e. eins og hann var 2010, hvernig hann var ári síðar þegar búið var að taka húsið af honum og síðan mynd af honum eins og hann er í dag.

   
       Skemmtibáturinn við þáverandi húsnæði Bláfells á Ásbrú, þann 19. okt. 2010
     Sami bátur er búið var að taka af honum húsið þann 19. okt. 2011. Athugið að húsið sem sést á einni myndinni er bátnum óviðkomandi.


     Svona lítur báturinn út í dag, við núverandi húsnæði Bláfells © myndir Emil Páll

28.07.2012 14:00

Arney HU 36, á Arnarfirði
            2177. Arney HU 36, á Arnarfirði í gær © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 27. júlí 2012

28.07.2012 13:00

Fjórir á lokastigi hjá Bláfelli

Fjórir bátar eru á lokastigi hjá Bláfelli, en afhenda á þrjá þeirra, sem allir eru dekkaðir, í næsta mánuði. Um er að ræða tvo Sóma 870 og fer annar til Grindavíkur en hinn til Hafnarfjarðar og sá þriðji er Sómi 990, en hann fer til Grindavíkur. Fjórði báturinn er opinn bátur af gerðinni Sómi 797 og fer sá til Drangsness.
Að sögn Elísar Ingimundarsonar hjá Bláfelli eru fjórir bátar pantaðir þessum til viðbótar.

                       Nýsmíði nr. 18, sem er að gerðinni Sómi 990, fer til Grindavíkur


                   Hér er á ferðinni Sómi 870, sem einnig fer til Grindavíkur


                            Þetta er Sómi 870, sem mun fara til Hafnarfjarðar


                  Þarna fyrir aftan sést í sóma 797 sem mun fara til Drangsness © myndir Emil Páll, 27. júlí  2012

28.07.2012 12:30

Risaskip í Reykjavík

Eitt stærsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til hafnar í Reykjavík í morgun, að sögn mbl.is.

Skipið heitir Caribbean Princess og er 112.894 brúttótonn að stærð, skráð á Bermúdaeyjum. Það tekur 3.600 farþega.

Skipið átti að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 9 og áætluð brottför er klukkan 20 í kvöld.

Caribbean Princess er væntanleg til Reykjavíkur að nýju 30. ágúst.


 

                                           Capribben Princess © mynd mbl.is / július

28.07.2012 12:00

Þór í skip?

Útskipin hófst í morgun á brotajárni að mér sýndist í flutningaskipið Wilson Cork, í Helguvík. Ekki er því ólíklegt að gamla varðskipið Þór, sé í haugnum sem fer um borð.


                   
                       Wilson Cork, í Helguvík í morgun © mynd Emil Páll, 28. júlí 2012

28.07.2012 11:15

Miðvík KE 3

Hér sjáum við skemmtibátinn Miðvík sigla í gær fyrir Vatnsnesið í Keflavík og inn Keflavíkina á leið sinni í Grófina.


                                      7524. Miðvík KE 3, út af Vatnsnesi í gær
                    Hér siglir Miðvík, inn Keflavíkina © myndir Emil Páll, 27. júlí 2012

28.07.2012 10:15

Guðmundur VE 29, í Keflavík

Guðmundur VE 29, hafði stutta viðdvöl í Keflavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun, raunar var skipið aðeins að taka um borð einn mann. Tók ég við þetta tækifæri þessa löngu myndasyrpu af bátnum, enda ekki daglega sem þetta skip sést koma hingað inn.

                         2600. Guðmundur VE 29, kemur inn til Keflavíkurhafnar í morgun


                                          Báturinn kominn að bryggju


                       2600. Guðmundur VE 29, siglir að nýju út Stakksfjörðinn © myndir Emil Páll, 28. júlí 2012

28.07.2012 10:00

Fjóla GK 121, á makrílveiðum á Keflavíkinni

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók í gær af bátnum á makrílveiðum uppi í landsteinum á Keflavíkinni.
      1516. Fjóla GK 121, á makrílveiðum í gær á Keflavíkinni © myndir Emil Páll, 27. júlí 2012

28.07.2012 09:00

Bláfell flytur í hentugra húsnæði

Hver skyldi trúa því þegar komið er að nýjum höfuðstöðvun Bláfells ehf. á Ásbrú að um sé að ræða framleiðslufyrirtæki  á sviði plastbáta. En eins og sést á efstu myndinni fátt sem minnir þá slíka starfsemi, enda var þarna í eina tíð skemmtistaður hjá Varnarliðinu og því er útlitið eins og það er.

Bláfell er já framleiðslufyrirtæki fyrir plastbáta sem verið hefur á Ásbrú í nokkur ár, en fluttu sig nú um set, en nánar verður rætt um verkefni dagsins og framhaldið síðar í dag hér á síðunni. En þessi færsta snýst um nýja húsnæðið, sem er að sögn Elíasar Ingimundarsonar, mun betra en hið eldra. Allt fyrirkomulag er betra og þar með vinnuaðstaðn. Eða eins og Elías sagði orðrétt: ,,Húsnæðið er hentugra undir þessa starfsemi".


              Svona lítur  framhlið hússins út og minnir lítið á framleiðslufyrirtæki á sviði plastbáta
        Hér sjáum við inn í einn af þremur vinnslusölunum á nýja staðnum © myndir Emil Páll, 27. júlí 2012

28.07.2012 08:00

Bjarni Sæmundsson RE 30


         1131. Bjarni Sæmundsson RE 30, í Reykjavík © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 24. júlí 2012

28.07.2012 07:23

Bátnum pakkað inn

Myndirnar tvær sem birtust áðan, voru svona smá sprell í morgun sárið. Hér kemur í ljós hvað um er að ræða, en það er að í gær var bátnum Adda Afa GK 97 pakkað inn, þ.e. verið var að undirbúa það að sprauta yfir hann nýrri málningu og því var það sem ekki mátti sprautast yfir pakkað inn. Þetta átti sér stað í aðstöðu Sólplasts í Sandgerði og hér sjáum við bátinn þegar því verki var lokið.


            

              2106. Addi Afi GK 97 tilbúinn fyrir að verða sprautaður, í aðsetri Sólplasts í Sandgerði í gærkvöldi © myndir Emil Páll, 27. júlí 2012

28.07.2012 07:05

Að koma í ljós


                                   Nú er þetta að koma meira í ljós og á eftir gerist það

28.07.2012 06:52

Hvað er þetta?


                                                    Hvað er þetta?

28.07.2012 00:00

Sjóarar á Ströndum

Hér kemur smá syrpa með myndum af sjóurum á Ströndum, sem Árni Þór Baldursson í Odda tók á tímabilinu frá 24. til 29. júní 2012
                    © myndir Árni Þór Baldursson, í Odda, 24. til 29. júní 2012

27.07.2012 23:00

Green Bergen
        Green Bergen að taka fiskafurðir © myndir Faxagengið, faxire9.123.is   26. júlí 2012