Færslur: 2012 Júlí
25.07.2012 21:00
Bátar í fjörunni á Suðurtanga, Ísafirði
Bátar í fjörunni á Suðurtanga á Ísafirði © mynd Púki Vestfjörð
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 20:00
Arnþór GK 20 að koma inn til Reykjavíkur
2325. Arnþór GK 20, siglir inn í Reykjavíkurhöfn © mynd visir.is
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 19:00
Silver Lake ex Dalfoss, að taka makríl á Siglufirði
Silver Lake ex Dalfoss, að lesta makríl á Siglufirði í morgun © myndir Hreiðar Jóhannsson, 25. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 18:00
Múlaberg SI 22 landar rækju á Siglufirði í morgun
1281. Múlaberg SI 22, landar rækju á Siglufirði í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 25. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 17:30
Öldungurinn Maron HU 522 siglir fyrir Keflavíkina
Hér sjáum við elsta stál-fiskiskip íslenska flotans sigla inn Stakksfjörðinn núna áðan, á leið sinni til Njarðvíkur. Er báturinn framan við Keflavíkina þegar ég tók myndirnar, fyrir nokkrum mínútum.





363. Maron HU 522, siglir inn Stakksfjörðinn og fram hjá Keflavíkinni, á leið sinni til Njarðvíkur núna áðan © myndir Emil Páll, 25. júlí 2012
363. Maron HU 522, siglir inn Stakksfjörðinn og fram hjá Keflavíkinni, á leið sinni til Njarðvíkur núna áðan © myndir Emil Páll, 25. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 17:00
Jón á Hofi ÁR 42
1642. Jón á Hofi ÁR 42, í Þorlákshöfn © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 22. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 16:00
Arnar ÁR 55
1056. Arnar ÁR 55, í Þorlákshöfn © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 22. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 14:43
Happasæll KE 94 siglir fyrir Keflavíkina
Hér birti ég þrjá myndir sem ég tók fyrir nokkrum mínútum af bátnum sigla fyrir Keflavíkina á leið inn í Keflavíkurhöfn, sem er í Vatnsnesvík.



13. Happasæll KE 94, siglir fyrir Keflavíkina, núna áðan © myndir Emil Páll, 25. júlí 2012
13. Happasæll KE 94, siglir fyrir Keflavíkina, núna áðan © myndir Emil Páll, 25. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 13:00
Gylfi ÍS 303
507. Gylfi ÍS 303 © mynd Púki Vestfjörð / Snorrason
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 12:00
Guðbjartur Kristján ÍS 20
1052. Guðbjartur Kristján ÍS 20 © mynd Púki Vestfjörð
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 11:26
Braut kajak sinn nálægt Látrabjargi
visir.is:
Hollenskur kajakræðari var hætt kominn eftir að
hann reri frá ströndu niður við Breiðavík skammt frá Látrabjargi
síðastliðinn sunnudag. Komst hann við illan leik til lands með brotinn
kajak við Seljavík sem er næst við Látrabjarg.
Þröstur Reynisson, landvörður við Látrabjarg, segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann rekið fyrir bjargið. Enginn vissi af ferðum mannsins fyrr en hjón sáu til hans í tvísýnu veðri róa undan ströndunum í átt að Látraröst sem er ein hættulegasta sjóleið við landið. Hringdu þau strax á neyðarlínuna.
Ræðarinn reri frá sandströndinni um klukkan fimm síðdegis og var þá veður með ágætum en skjótt skipast veður í lofti. Um klukkan hálf tíu hafði lögreglan á Patreksfirði samband við Þröst sem þá var staddur í Breiðavík og fór hann strax áleiðis út á Bjargtanga. "Þegar ég er um kílómetra frá Bjargtanga sé ég hann draga dótið sitt og bát upp úr fjörunni, búinn að brjóta bátinn sinn við klettótta strönd," segir Þröstur.
Hann segir ræðarann hafa borið sig vel eftir volkið. "Hann var farinn að huga að því hvar hann gæti slegið upp tjaldi sínu," segir Þröstur.
"Á sama tíma og ég komu hjónin sem höfðu séð til hans og þau voru ósköp fegin, eins og ég, að sjá að hann var lifandi. En hefðu þau ekki séð hann hefði enginn haft hugmynd um ferðir hans því þessi kajak sem hann var með var svona dúkbátur sem hægt var að pakka saman niður í tösku, og þannig kom hann með hann, og það var ástæðan fyrir því að enginn kannaðist við að það væri einhver með kajak á svæðinu."
Það þýddi ekkert annað fyrir Þröst en að tala við kappann að hætti kjarnyrtra Vestfirðinga. "Ég sagði honum að menn gerðu þetta ekki, að fara svona út án þess að nokkur vissi af, það er svo leiðinlegt að finna bara beinin ef illa fer."
Þröstur Reynisson, landvörður við Látrabjarg, segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann rekið fyrir bjargið. Enginn vissi af ferðum mannsins fyrr en hjón sáu til hans í tvísýnu veðri róa undan ströndunum í átt að Látraröst sem er ein hættulegasta sjóleið við landið. Hringdu þau strax á neyðarlínuna.
Ræðarinn reri frá sandströndinni um klukkan fimm síðdegis og var þá veður með ágætum en skjótt skipast veður í lofti. Um klukkan hálf tíu hafði lögreglan á Patreksfirði samband við Þröst sem þá var staddur í Breiðavík og fór hann strax áleiðis út á Bjargtanga. "Þegar ég er um kílómetra frá Bjargtanga sé ég hann draga dótið sitt og bát upp úr fjörunni, búinn að brjóta bátinn sinn við klettótta strönd," segir Þröstur.
Hann segir ræðarann hafa borið sig vel eftir volkið. "Hann var farinn að huga að því hvar hann gæti slegið upp tjaldi sínu," segir Þröstur.
"Á sama tíma og ég komu hjónin sem höfðu séð til hans og þau voru ósköp fegin, eins og ég, að sjá að hann var lifandi. En hefðu þau ekki séð hann hefði enginn haft hugmynd um ferðir hans því þessi kajak sem hann var með var svona dúkbátur sem hægt var að pakka saman niður í tösku, og þannig kom hann með hann, og það var ástæðan fyrir því að enginn kannaðist við að það væri einhver með kajak á svæðinu."
Það þýddi ekkert annað fyrir Þröst en að tala við kappann að hætti kjarnyrtra Vestfirðinga. "Ég sagði honum að menn gerðu þetta ekki, að fara svona út án þess að nokkur vissi af, það er svo leiðinlegt að finna bara beinin ef illa fer."
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 11:00
Ver RE 112 og Jón Pétur RE 411
357. Ver RE 112 og 2033. Jón Pétur RE 411, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson
Skrifað af Emil Páli
25.07.2012 10:42
Karlinn á Berginu
Svona sem smá léttleiki, þá tók ég þessa mynd af AIS inu og sýnir hún Hólmsbergið frá Grófinni að Helguvík og eins og þetta kemur þarna fram myndar þetta mannsmynd.


Karlinn á Berginu, já á eftri myndinni sjáum við þetta enn betur, en á neðri myndinni sést Helguvík fyrir ofan og Grófin fyrir neðan © mynd Emil Páll, af AIS, 25. júlí 2012
Karlinn á Berginu, já á eftri myndinni sjáum við þetta enn betur, en á neðri myndinni sést Helguvík fyrir ofan og Grófin fyrir neðan © mynd Emil Páll, af AIS, 25. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
