Færslur: 2011 Október
30.10.2011 16:00
Hepsöhav ST 10
Hepsöhav ST 10 © shipspotting. frode adolfsen, 4. ágúst 2008 (alveg nýr)
30.10.2011 13:30
Reykafoss í Haugasundi
986. Reykjafoss í Haugasundi © mynd Lúðvík Karl
30.10.2011 00:00
Þorleifur Rögnvaldsson / Símon Gíslason / Sigurður Þorkelsson / Freyja / Röstin
. Mjög erfiðlega hefur gengið að komast yfir myndir af bátnum og því birtst aðeins myndir hér af 5 nöfnum en hann hefur borið 15 nöfn

923. Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36 © mynd Snorrason

Frá endurbyggingu á 923, Símon Gíslason KE 155, í Skipasmíðastöð Njarðvikur árunum 1974 til 1985 © mynd Emil Páll

923. Sigurður Þorkelsson ÍS 200, rétt áður en hann var sjósettur eftir miklar endurbætur og breitingar þar sem m.a. hann var gerður að frambyggðum báti © mynd Emil Páll, í Skipasmíðastöð Njarðvikur 1984

923. Sigurður Þorkelsson ÍS 200, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1985.
923. Freyja GK 364 © mynd Skip.is
923. Röstin GK 120 © mynd Snorrason

923. Röstin GK 120, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll

923. Röstin GK 120, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll
923. Röstin GK 120, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 16. mars 2011
923. Röstin GK 120, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 5. okt. 2011
923. Röstin GK 120, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 10. okt. 2011
Smíðaður hjá Fredrikssund Skipsværf, Frederikssund, Danmörku 1957, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Meðan báturinn bar Ásmundarnafnið var hann tekinn á leigu til smyglferðar til Belgíu, þar sem hann var fylltur af áfengi aðallega Seniver og var búið að skipa því í land hérlendis, er upp komst um málið.
Samkvæmt lögum er það flutningstæki sem flytur ólöglegan farm til landsins að stærstum hluta gert upptækt til Ríkissjóðs. Þó eigandinn í þessu tilfelli væri að öllu leiti saklaus varð Alþingi að gefa undanþágu frá þessu og voru sérstök lög þess efnis samþykkt frá Alþingi.
Eftir þetta var fékk báturinn gælunafni Seniver, sumir sögðu Seniver-báturinn, aðrir Seniverdallurinn og annað í þá veru.
Samþykkt var heimild 3. okt. 1994 til að úrelda bátinn, en af því varð þó ekki.
Báturinn hefur nú í nokkur ár legið við bryggju eftir að gírinn hrundi í honum. Fyrst í Sandgerði en eftir eigandaskipti var hann dreginn til Njarðvíkur. Átti eftir að skipt hafði verið um gír að hefja útgerð á hann að nýju, en ekkert varð af því og því lá hann í Njarðvikurhöfn þar til nýlega að hann var tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvikur, þar sem enn var komið að honum nýr eigandi.
Endurbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1976 - 1979 að verkið stöðvaðist. Í janúar 1982 var ákveðið að farga bátnum þar sem Fiskveiðasjóður vildi ekki fjármagna endurbæturnar á bátnum. Aldrei varð þó gert í málinu og hófust endurbætur aftur í júní 1984 og lauk þeim 17. febrúar 1985. Var hann þá m.a. yfirbyggður og breytt í frambyggt skip.
Nöfn: Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36, Ásmundur GK 30, Flosi ÍS 15, Sólrún GK 61, Símon Gíslason KE 155, Sigurður Þorkelsson ÍS 200, Skálaberg ÞH 244, Hlíðar Pétur NK 15, Stakkanes ÍS 72, Gísli Júl ÍS 262, aftur Hlífar Pétur NK 15, Sunna Björg HF 87, Kolbrún ÍS 74, Freyja GK 364 og núverandi nafn: Röstin GK 120.
29.10.2011 23:01
Charm / Keflavík / Írafoss / Aasfjord

Charm © mynd Olav Moen

1624. Keflavík, í Keflavík á sjómanndaginn 1983 © mynd Emil Páll

1624. Keflavík, í Keflavík á sjómannadag 1983 © mynd Emil Páll

1624. Írafoss © mynd Rick Cox

Aasfjord

Aasfjord
Smíðanúmer 157 hjá Svenborg SkibsVærft A/S, Svenborg, Danmörku 1978. Keypt hingað til lands 25. júní 1982 og selt úr landi til Argentínu 11. des. 1990. Þaðan var skipið síðan selt til Noregs 1997.
Skipið var gefið nafn eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtækisins, sem skrá var eigandi skipsins, auk þess sem Saltsalan hf. var með sína aðal bækistöð í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi skipsins var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík og þess vegna átti næsta skip að bera nafnið Njarðvík.
M.s. Keflavík kom í fyrsta sinn til hafnar hér á landi á sjómannadaginn 1983 og þá til Keflavíkur, en til heimahafnar komst það ekki því hún var Vík ( í Mýrdal).
Nöfn: Charm, Keflavík, Írafoss og núverandi nafn: Aasfjord.
29.10.2011 22:15
Steendiak / Hvítanes / Vatnajökull / Laxfoss

Steendiek © mynd af Google

216. Hvítanes, í heimahöfn sinni Keflavík © mynd úr FAXA, Heimir Stígsson 1963

216. Vatnajökull © mynd Google

216. Laxfoss © mynd Google
Smíðanúmer 314 hjá August Pahl, Hamborg, Þýskalandi 1957. Sjósett 23. mars 1957 og afhent í nóv. 1957. Hvítanes var afhent Kaupskipi hf., í Hamborg 2. október 1963, en kaupsamningur var gerður 9. júlí. Kom til heimahafnar í Keflavík 31. janúar 1964.
Seldur úr landi til Kýpur 15. maí 1976, þaðan til Grikklands, síðan til Panama og að lokum á einhvern óþekktan stað. Skipið brann 19. des. 1986, í höfninni i Muhammed Bin Qasim. Rifinn 1. mars 1987 í Gadani Beach.
Nöfn: Steendíak, Hvítanes, Vatnajökull, Laxfoss, Sunlink, Aetos, Sadaroza og Faisal I
29.10.2011 22:00
Meira úr afmæli Svanhildar Benónýsdóttur (Binna í Gröf)
Ættstofn og tengdadóttir, Svanhildar og Emils Páls, ásamt þeim sjálfum. F.v. Aníta Ósk Halldórsdóttir, Inga Rut Ingvarsdóttur, Svanhildur Benónýsdóttir, Aron Ingi Halldórsson, Halldór Guðmundsson, Emil Páll Jónsson, Alexander Máni Halldórsson og Helga Katrín Emilsdóttir © mynd Grétar Hilmarsson, 29. okt. 2011
29.10.2011 21:14
Sille Maria VA-10-S
Sille Marie VA-10-S © mynd m.s. Rovaer, 30. apríl 2011
29.10.2011 20:30
Fimm af átta börnum Binna í Gröf
Í dag var haldið upp á það að yngsta barn hjónanna Katrínar Sigurðardóttur og Benónýs Friðrikssonar,( Binna í Gröf ), Svanhildur, varð í gær sextug. Af því tilefni tók Helga Katrín dóttir mín þessa mynd, en ég tengist þessari fjölskyldu þannig að við Svanhildur vorum í hjúskap í 27 ár, er Svanhldur því móðir Helgu Katrínar og Halldórs Guðmundssonar, stjúpsonar míns.
Á myndinni eru systkinin 5, en þrjú systkini þeirra eru látin.
F.v.: Sigurður Benónýsson hárgreiðslumeistari, Svanhildur Benónýsdóttir, Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir fyrrverandi útgerðarmaður, Benóný Benónýsson, útgerðarmaður og Friðrik Benónýsson fyrrverandi útgerðarmaður © mynd Helga Katrín Emilsdóttir, 29. okt. 2011
Sjöfn Kolbrún og eiginmaður hennar Gísli Sigmarsson gerðu síðast út Katrínu VE 47, Benóný gerir núna út Portland VE 97 og Friðrik gerði síðast út Binna í Gröf VE 38
29.10.2011 16:00
Uregutt N-22- V V
Uregutt N-22 - VV, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar Jensen 26. maí 2011
29.10.2011 15:09
Kåtind
Kåtind © mynd shipspotting, frode adolfsen, 14. júní 2011
