29.10.2011 22:15

Steendiak / Hvítanes / Vatnajökull / Laxfoss

Hópur einstaklinga stofnaði fyrirtækið Kaupskip hf. og keypti skip hingað til lands árið 1963, en sú útgerð náði þó ekki ársafmæli, áður en skipið var selt Jöklum hf. og síðan Eimskipafélagi Íslands og 13 árum eftir að það kom hingað til lands var það selt úr landi.


                                          Steendiek © mynd af Google


   216. Hvítanes, í heimahöfn sinni Keflavík © mynd úr FAXA, Heimir Stígsson 1963


                                    216. Vatnajökull © mynd Google


                                     216. Laxfoss © mynd Google

Smíðanúmer 314 hjá August Pahl, Hamborg, Þýskalandi 1957. Sjósett 23. mars 1957 og afhent í nóv. 1957. Hvítanes var afhent Kaupskipi hf., í Hamborg 2. október 1963, en kaupsamningur var gerður 9. júlí. Kom til heimahafnar í Keflavík 31. janúar 1964.

Seldur úr landi til Kýpur 15. maí 1976, þaðan til Grikklands, síðan til Panama og að lokum á einhvern óþekktan stað. Skipið brann 19. des. 1986, í höfninni i Muhammed Bin Qasim. Rifinn 1. mars 1987 í Gadani Beach.

Nöfn: Steendíak, Hvítanes, Vatnajökull, Laxfoss, Sunlink, Aetos, Sadaroza og Faisal I