Færslur: 2011 September
26.09.2011 11:30
Ísafold aftur orðin íslensk
2777. Ísafold, í Vogum 26. maí sl. En skipið hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn síðan það var tekið upp í gamla Drafnarslippinn og málað í sumar © mynd Emil Páll
26.09.2011 11:10
Tony og Fjóla ekki á leið í pottinn
Sagði Stefán að margir aðilar bæði í ferðaþjónustu og eins til að varðveita Tony sem upphaflega var Fagranesið, vildu jafnvel eiganst skipið, en framtíð þess er enn óráðin og málefni þess væri í höndum lögmanna.
46. Tony ex Moby Dick, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun © mynd Emil Páll, 26. sept. 2011
26.09.2011 09:19
Stærsta víkingaskip í heimi
Stærsta víkingaskip heims, drekinn Haraldur hárfagri, er nú í byggingu í Noregi í Vibrandsey sem er á Haugasundi í Noregi. Samkvæmt frétt Aftenposten mun þetta vera í fyrsta skipti í eitt þúsund ár sem svokallað leiðangursskip er smíðað í Noregi en slík skip, sem lýst sé í sögum, hafi aldrei fundist.
Ásubergsskipið sem grafið var upp árið 1904 í Noregi er talið hafa vegið um 15 tonn fullhlaðið. Nýja skipið mun vega 70 tonn, vera um 35 metra langt og gert er ráð fyrir um eitt hundrað ræðurum. Ráðgert er að það fari í sína fyrstu siglingu árið 2013 en verði sjósett í júní án næsta ári.
Helsti óvissuþátturinn samkvæmt Aftenposten er hins vegar sá að enginn nútímamaður hefur siglt jafn stórri eftirmynd af víkingaskipi. Skipið er smíðað úr eik og við smíðina er stuðst við ýmsar heimildir að fornu og nýju auk reynslu af byggingu Vikingskipsins.
Verkefnið er sagt nema tugmilljónum norskra króna en norski kaupsýslu- og áhugamaðurinn Sigurður Aase er sagður leggja út fyrir því. Mikil ásókn er sögð hafa verið frá fjölmiðlum til að fá að mynda og sjá verkið en því ávallt verið hafnað. Bæði af öryggisástæðum og svo að smiðirnir fái að vinna í friði.
Sumir fornleifafræðingar vilja þó meina að ekki sé um alvöruvíkingaskip að ræða þar sem það byggist ekki á raunverulegu skipi.
Sjá má myndaseríu af byggingu skipsins og nánari umfjöllun á vef Aftenposten
26.09.2011 00:15
Frá afhendingu varðskipsins Þórs
Vefur Landhelgisgæslunnar 23. sept. sl.
Varðskipið Þór var afhent Landhelgisgæslu Íslands við hátíðlega athöfn í dag kl. 11:45 að staðartíma (kl. 14:45 að íslenskum tíma) í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Viðstödd athöfnina voru Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sem veitti skipinu viðtöku og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu. Við athöfnina flutti Georg Kr. Lárusson ávarp þar sem hann ræddi þann mikilvæga áfanga sem náðst hefur með smíði varðskipsins. Rear Admiral Andrés Fonzo forstjóri Asmar skipasmíðastöðvarinnar afhenti Landhelgisgæslunni formlega varðskipið Þór og gengu að því loknu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og áhöfn um borð í skipið. Staðinn var heiðursvörður og dró skipherra íslenska fánann að húni undir íslenska þjóðsöngnum.
ÞÓR prýddur fánum á afhendingardegi
Í ræðu sinni þakkaði Georg starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og starfsmönnum Asmar skipsamíðastöðvarinnar innilega fyrir framúrskarandi störf meðan á smíðaferlinu hefur staðið. Smíði skipsins hófst fyrir fjórum árum eða í október 2007 og hefur verkið gengið mjög vel og er kostnaður innan heildaráætlunar. Vegna jarðskjálftans í febrúar 2010 og flóðbylgjunnar sem reið yfir í kjölfarið varð seinkun á smíðaferlinu þar sem miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni en með einbeittum vilja og samstilltu átaki allra er skipið nú afhent og markar um leið sögulega stund í starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Heiðursvörður starfsmanna Landhelgisgæslunnar
Þetta öfluga varðskip er tákn um nýja tíma. Varðskipin Ægir og Týr hafa þjónað Íslendingum dyggilega í 40 ár en með komu Þórs er stigið nýtt skref í öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu, leitar eða björgunar. Varðskipið er sérstaklega hannað með þarfir Íslendinga og framtíðaráskoranir á Norður Atlantshafi í huga. Skipið verður öflugur hlekkur í keðju björgunaraðila á Norður Atlantshafi og stóreykur möguleika Landhelgisgæslunnar á hafinu.


Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu afhjúpaði
skjöld skipsins ásamt Rear Admiral Andrés Fonzo forstjóra Asmar skipasmíðastöðvarinnar
Nú tekur við sigling til Íslands sem notuð verður í að kynnast skipinu og þjálfa áhöfnina. Áætluð koma til hafnar í Reykjavík er þann 27. október nk.

Gestir við athöfnina.

Erlendir blaðamenn ræða við Georg og Ragnhildi. Við hlið þeirra er
Nedith Valenzuela starfsmaður Landhelgisgæslunnar í Chile.
Ragnhildur Hjaltadóttir heilsar upp á áhöfnina
Skipið fékk fjölmargar gjafir í tilefni dagsins m.a. myndaalbúm sem sýnir
sögu smíðinnar
Málverk af ÞÓR og sýnir skipið í skipasmíðastöðinni
Áhöfnin stillir sér upp fyrir fjölmiðla
25.09.2011 23:00
Viðgerðinni á Lágey langt komin
Hér birtast myndir sem Sigurborg Sólveig Andrésdóttir tók á vettvangi viðgerðarinnar og sjást einnig stærstu skemmdirnar.
Eins og sést á þessum myndum voru skemmtirnar talsverðar á 2651. Lágey ÞH 265
Byggt var vel utan um bátinn svo vinnuaðstaðan væri sem best miðað við aðstæður
Kristján Nielsen að störfum
Kristján að steypa upp í eina skemmdina
Hér er Benjamín Smári Kristjánsson, kominn til pabba síns
© myndir á Seyðisfirði, Sigurborg Sólveig Andrésdóttir í sept. 2011
25.09.2011 22:00
Fleiri myndir af hinum hálf íslenska togara Newfoundland Lynx
Newfoundland Lynx, í slippnum í Reykjavík © myndir Sigurður Bergþórsson 25. sept. 2011
25.09.2011 21:00
Þorsteinn BA 1
1979. Þorsteinn BA 1 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson
1979. Þorsteinn BA 1 © mynd Fiskifréttir
1979. Þorsteinn BA 1, í slippnum á Akranesi, 2010
25.09.2011 20:00
Þorsteinn GK 15
926. Þorsteinn GK 15 © mynd Snorrason
926. Þorsteinn GK 15 © mynd Þorgeir Baldursson
926. Þorsteinn GK 15 © mynd af SAX
25.09.2011 18:00
Newfoundland Lynx - hálf íslenskur
Newfoundland Lynx © mynd Shipspotting, Barry Dawing, 1. sept 2009
Newfoundland Lynx © myns Shipspotting, Dean Porter
Newfoundland Lynx, ( sá græni) í slippnum í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, í sept. 2011
Newfoundland Lynx, í slippnum í Reykjavík © mynd Markús Karl Valsson, 23. sept. 2011
Smíðanúmer 198 hjá Örskov Christensens Staalskipwærft A/S, Fredriskhavn Danmörku, 2004, en skrokkurinn var smíðaður hjá Stoczola Marynarki Wojennej SA, Gdynia Póllandi,
Skipið var upphaflega smíðað fyrir aðila í Murmansk, Rússlandi, en sá gat ekki fjarmagnað smíðina svo Kandadíska fyrirtækið gekk inn í smíðina og kom togarinn í fyrsta sinn til ST. John' s 5. okt. 2004.
Nú í september 2011, var togarinn málaður í Vísis-litinn, í Slippnum í Reykjavík, en þar eru einmitt tengslin. Í desember 2007, keypti Vísir hf. í Grindavík og kanadískt fyrirtæki, sjávarútvegsþátt annars fyrirtækis í Kanada og fylgdi þar með þessi togari með í kaupunum. Jafnframt keypti Vísir góðan hlut í kanadíska samstarfsfyrirtækinu og jafnframt tók Vísir að sér að annast nánast allan rekstur beggja kanadísku fyrirtækjanna. Sjálfsagt hefur hlutur Vísis eitthvað aukist enn meira, fyrst skipin eru nú máluð Vísis-litnum. En hið sameinaða fyrirtæki á þó nokkra togara í Kanada og stunda þeir margir hverjir rækju- og grálúðaveiðar.
Hefur aðeins borið þetta eina nafn: Newfoundland Lynx
25.09.2011 16:00
Póstbátur
Póstbátur, hér á Sæbóli í Aðalvík © mynd Púki Vestfjörð
25.09.2011 15:00
Gamla, gamla Fagranesið
Gamla, gamla Fagranesið © mynd Púki Vestfjörð
25.09.2011 13:00
Þorbjörn GK 540
- Þakka ég Þóroddi Sævari, því fyrir -
914. Þorbjörn GK 540, á leið inn innsiglinguna til Grindavíkur © mynd Púki Vestfjörð
