Færslur: 2011 September
27.09.2011 14:14
Gömul og skemmtileg úr Grindavík
Grindavíkurhöfn fyrir tugum ára © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur, ljósm.: Kristinn Benediktsson
27.09.2011 12:40
Axel og Sigurbjörg - Siglufirði
Axel að lesta makríl á Siglufirði og aftan við hann er 1530. Sigurbjörn ÓF 1 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. sept. 2011
27.09.2011 12:00
Fljótt gert við í Grófinni
Eins og sagt var frá fyrir skemmstu, varð að loka innsta hluta Grófarinnar, þar sem ein bryggjan hafði losnað. Í morgun mætti Köfunarþjónusta Sigurðar á staðinn og kom þá í ljós að aðeins hafði einn lás losnað og því var fljótlegt að gera við.
Hér sjáum við hafnsögubátinn Auðinn í Grófinni, en þar sem fjaraði á meðan unnið var við verkið með aðstoð hans, komst hann ekki út aftur fyrr en flæðir á ný síðar í dag.
2043. Auðunn, í Grófinni í morgun © mynd Emil Páll, 27. sept. 2011
27.09.2011 11:50
Úr Grófinni
Úr Grófinni, Keflavík í morgun © mynd Emil Páll, 27. sept. 2011
27.09.2011 10:00
Straumur ST 65
27.09.2011 09:00
Sigga frænka komin með ST nr.
27.09.2011 00:00
Skvetta SK 7, fer til Bíldudals
1428. Skvetta SK 7, tilbúinn til sjósetningar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag
,,Gullvagninn" bakkar með bátinn í átt til sjávar
Þarna sést að mennirnir sem spurt var um eru að fylgjast með sjósetningu bátsins og er annar að taka myndir á gsm-síma sinn. Þegar seinni myndin birtist af þeim verður hinum tveimur spurningunum svarað.
Þegar hér var komið sögu, gerðist það sem gerist með trébáta þegar þeir hafa staðið lengi uppi á landi að þeir sprynga allir og fara að leka. Á tímabili var lekinn það mikill að menn voru jafnvel að spá í að taka hann upp aftur, en þá fór hann að þétta sig aftur og því var haldið áfram við sjósetninguna
Hér er hann allur kominn á flot
Þá er ekkert annað að gera en að bakka út
Þá er stefnan tekinn inn í Njarðvíkurhöfn
Hér er komið inn í höfnina og því slegið af. Svo skemmtilega vill til að í baksýn eru tveir aðrir bátar sem Hólmgrímur gerir út þ.e. 363. Maron GK 522 og 2101. Sægrímur GK 525 og allir eru þeir rauðir
Hér á að leggja bátinn utan á Álftafellið
Á síðustu stundu var þó hætt við það og stefnan tekin þvert yfir höfnina og ákveðið að leggja á sama stað og bátar Hólmgríms eru
Hér kemur 1428. Skvetta SK 7 að bryggju og til hliðar sést enn einn úr sömu útgerð, þ.e. 89. Grímsnes GK 555
F.v. Skipstjóri bátsins, Þorgils Þorgilsson og eigandi Skvettu, Þorgrímur Ómar Tavsen © myndir Emil Páll, 26. sept. 2011
26.09.2011 23:00
Sigurey ST 22
26.09.2011 22:00
Fönix ST 5
26.09.2011 21:00
Fjölnir SU 57 á Neskaupstað í morgun, nýskeraður og fínn
237. Fjölnir SU 57 og 2287. Bjarni Ólafsson AK 70
237. Fjölnir SU 57
237. Fjölnir SU 57
237. Fjölnir SU 57
237. Fjölnir SU 57 og við endann á bryggjunni er 1278. Bjartur NK 121
2287. Bjarni Ólafsson AK 70 og 237. Fjölnir SU 57
237. Fjölnir SU 57 © myndir Bjarni G., á Neskaupstað í morgun, 26. sept. 2011
26.09.2011 20:00
Loftfar
Flugleiðaþota á leið til Keflavíkurflugvallar © myndir Emil Páll, 26. sept. 2011
26.09.2011 19:00
Mikil andlitslyfting á Seig
Skemmtilegt er að fylgjast með því hvað þessi gamli dráttarbátur og raunar líka hafnsögubátur, tekur miklum breytingum þessa daganna, en verið er að laga útlitið í Njarðvíkurslipp, en síðan verður báturinn seldur ef kaupendur fást.
2219. Seigur, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 26. sept. 2011
26.09.2011 18:00
Elding II
7489. Elding II, á hraðri siglingu á Stakksfirði í átt að Njarðvik í dag
7489. Elding II, framan við slippinn í Njarðvík að bíða eftir að verða tekin upp
7489. Elding II, á leiðinni með ,,gullvagninum" upp í slippinn í Njarðvík © myndir Emil Páll, 26. sept. 2011
26.09.2011 17:00
Hvaða menn eru þetta og á hvað eru þeir að horfa?
Á hvað eru þessir menn að horfa? Hvað eiga þeir sameiginlegt? og hverjir eru þetta? Allt um það á miðnætti © mynd Emil Páll, 26. sept. 2011
26.09.2011 16:36
Skvetta og Elding II mætast
1428, Skvetta SK 7 og 7489. Elding II mætast framan við slippinn í Njarðvík í dag © mynd Emil Páll, 26. sept. 2011
