Færslur: 2011 September
02.09.2011 07:59
Auglýsingar
Bó-inn og Duus
02.09.2011 07:16
Vöggur GK 204
Í fyrstu ætlaði hann að kaupa annan bát sem síðar varð Keilir AK, en sökum þess að vél hans var 90 hö eins ventla þorði hann því ekki og keypti þennan sem var með 75 hö vél, eins ventla.
911. Vöggur GK 204 © mynd Snorri Snorrason
Smíðaður í Lysekil, Svíþjóð 1929 og fluttur hingað til lands 1939. Talinn ónýtur og brenndur 1966.
Nöfn: Avanti (í Svíþjóð) og Vöggur GK 204
02.09.2011 00:00
Einar Þórðarson NK 20 / Hlíf SI 24 / Hafborg KE 54 / Otur EA 162 / Bjarmi VE 66
1103. Einar Þórðarson NK 20 © mynd Snorrason
1103. Hlíf SI 24, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1974
1103. Hafborg KE 54, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
1103. Hafborg KE 54 © mynd Heimir Stígsson
1103. Otur EA 162 © mynd Snorrason
1103. Bjarmi VE 66 © mynd Rannsóknarnefnd sjóslysa
Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1970, eftir teikningu Ólafs Jónssonar og Stefáns Jóhannssonar. Stækkaður Keflavík 1977. Lengdur 1985-1986. Fórst 10 sm. V. af Þrídröngum á siglingu til nýs útgerðarstaðar í Grindavík 22. feb. 2002, ásamt tveimur mönnum.
Nöfn: Einar Þórðarson NK 20, Hlíf SI 24, Hafborg KE 54, Búi EA 100, Otur EA 162 og Bjarmi VE 66.
01.09.2011 23:00
Njáll RE 275
1575. Njáll RE 275, í Keflavík í kvöld © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
01.09.2011 22:00
Askur GK 65
1811. Askur GK 65, í Keflavík í kvöld © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
01.09.2011 21:00
Farsæll GK fyrstur að landi í Keflavík í kvöld
Þrátt fyrir úrhellisrigningu tókst mér að taka þessa myndasyrpu af bátnum, fyrst er hann lét reka framan við höfnina meðan skipverjar kláruðu að kútta aflann og síðan er hann kom að bryggju. Varðandi þá sem komu á eftir honum, þá hreinlega nennti ég ekki að bíða eftir þeim sökum rigningarinnar og að skyggnið var óður að hverfa.
1636. Farsæll GK 162, í Keflavík í kvöld © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
01.09.2011 20:00
Ísleifur IV ÁR 463 / Skinney SF 30
250. Ísleifur IV ÁR 463 © mynd Snorrason
250. Skinney SF 30 © mynd Þór Jónsson
250. Skinney SF 30 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson
250. Skinney SF 30 © mynd Hilmar Bragason
250. Skinney SF 30 © mynd Ísland 1990
Smíðanúmer 31 hjá Örens Mek. Verksted A/S, Trondheim, Noregi 1964, sem skelveiðiskip. Yfirbyggt 1981 og 1982. Miklar endurbætur og breytingar unnir hjá Stál hf., Seyðisfirði.
Eftir að TC Offshore ehf., Keflavík ekytpit skipið átti að nota það sem þjóunstuskip fyrir olíuiðnað í Norðursjó, en ekker varð úr þeim áformum og því var skipið selt til Noregs 22. apríl 2008 og fór síðan í brotajárn í Noregi ári síðar.
Nöfn: Ísleifur IV, VE 463, Ísleifur IV, ÁR 66, Ísleifur IV, ÁR 463, Skinney SF 30 og í Noregi sem Skinney.
01.09.2011 19:00
Ippa frá Helsingfors flutt landleiðina suður
Ippa sett á vagn á Hólmavík, til að flytja suður © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 31. ágúst 2011
01.09.2011 18:00
Eiga fimm eða jafnvel sex sameiginleg atriði
Númer þeirra er í röð, þ.e. Guðrún Guðleifsdóttir er nr. 971 og Kristín er nr. 972. Þau eru systurskip bæði smíðuð í Boizenburg, Austur - Þýskalandi, með smíðanúmer 407 og 408. Bæði árið 1965. Bæði eru þau græn. En litur þeirra tengist því að bæði hafa verið í eigu Vísis hf. í Grindavík. Fyrir þá sem ekki vita það þá hét 971. Guðrún Guðleifsdóttir eitt sinn Sævík GK 257
971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Njarðvikurhöfn
972. Kristín ÞH 157, í Njarðvikurslipp © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
Nú er komið í ljós að þessir tveir eiga fleira sameiginlegt, því eftir ábendingu á Facebookinu þá hafa þeir báðir borið KE nöfn, 971. var t.d. bæði Boði KE og Aðalvík KE og raunar líka Eldeyjar-Boði en það var GK og síðan var 972. Pétur Ingi KE.
01.09.2011 17:06
Hlökk ST 66
2696. Hlökk ST 66, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 31. ágúst 2011
01.09.2011 15:05
Guðmundur Jónsson ST 17
2571. Guðmundur Jónsson ST 17, á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 31. ágúst 2011
01.09.2011 11:09
Frá miðum til markaðar - Ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar á Kaffi Duus
Þarna má sjá myndir frá ýmsum veiðum, frá fiskverkun í Grindavík og eins frá stærsta markaði í Barcelona á Spáni.
Ég leit þar inn í morgun er hann var að setja upp myndirnar, en nánar verður sagt frá þessu síðar.
Kristinn Benediktsson með mynd sína af 1076. Jóhönnu Gísladóttur ÍS 7
Kristinn Ben, með myndir bæði frá markaðnum á Spáni og eins úr fiskvinnslu © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
01.09.2011 10:35
Gullborg RE 38 / Gullborg VE 38 / Gullborg II SH 338 / Gullborg RE 38

490. Gullborg RE 38 © mynd úr Sjómannablaðinu Víkingi 1961
490. Gullborg RE 38 © mynd úr Víking 2006

490. Gullborg RE 38, hér komin með stýrishús, sem áður var á Atla VE 14
© veggmynd i eigu Emils Páls
490. Gullborg VE 38 © mynd úr Víkingi 2006

490. Gullborg VE 38 © mynd Emil Páll

490. Gullborg VE 38, komin með enn nýtt stýrishús © mynd Þorgeir Baldursson

490. Gullborg II SH 338 © símamynd Gunnar Th. 2008

490. Gullborg II SH 338 © mynd Sigurlaugur 2009

490. Gullborg II SH 338 © mynd Sigurlaugur í des. 2009
490. Gullborg RE 38 © mynd Emil Páll, 2. júní 2011
490. Gullborg RE 38 © mynd Emil Páll, 2. júní 2011
490. Gullborg RE 38 © mynd Emil Páll, 2. júní 2011
490. Gullborg RE 38 © mynd Sigurður Bergþórsson, 4. júní 2011
Smíðað í Nyborg Skipswærft, Nyborg, Danmörku 1946.
Sögufrægt aflaskip til margra ára undir skipstjórn Benónýs Friðrikssonar (Binna í Gröf).
Endurbyggt í Bátalóni hf. Hafnarfirði 1967. Þá sett á hann stýrishús af Atla VE 14 og síðar sett enn á ný á bátinn nýtt stýrishús.
Menningasjóður Stafkirjusvæðis, Útvegsmannafélag Vestmannaeyja og Vestmannaeyjahöfn eignuðust bátinn 2000 og voru uppi hugmyndir um að varðveita skipið á Skansinum í Vestmannaeyjum, en hætt var við það 2001. Kom skipið til Njarðvíkur 15. sept. 2001 og lá þar fram yfir áramótin. Var það gert út frá Sandgerði um vertíðina undir skipstjórn Grétars Mar Jónssonar og síðan lagt á vordögum 2002 í Reykjavíkurhöfn, þar sem það að lokum sökk við bryggju og eftir það tekið upp í Daníelsslipp þar sem það hefur verið síðan.
Í nóv. 2006 urðu Faxaflóahafnir við ósk þeirra frænda Árna Johnsen og Gunnars Marels Eggertssonar um að hætta við að rífa bátinn, en þess í stað yrði hann gerður af safngripi í Njarðvík og gerður klár undir það í Njarðvíkurslipp. Hætt var við þá framkvæmd og báturinn sem fyrr segir verið í Reykjavík þar sem báturinn hefur verið málaður upp og gefið aftur nafnið Gullborg RE 38
Nöfn: Erna Durnhuus, Gullborg RE 38, Gullborg VE 38, Gullborg SH 338, Gullborg II SH 338 og nú er skipið aftur Gullborg RE 38
01.09.2011 09:35
Ásþór RE 395 / Stafnes KE 130 / Thorsland
235. Ásþór RE 395 © mynd Snorri Snorrason
235. Ásþór RE 395 © mynd Snorrason
235. Stafnes KE 130 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur
235. Stafnes KE 130 © mynd Snorrason
235. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
235. Stafnes KE 130, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll
235. Stafnes KE 130 © mynd Snorrason
Thorsland © mynd úr norska skipalistanum
Smíðanr. 73 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabeikk A/S, Flekkefjord, Noregi 1963, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Selt úr landi til Noregs 13. okt. 1988. Eftir að skipið komst í norskra eigu var því breytt í tankara (brönnbat) 1988. Lengdur Noregi sennilega 2005.
Nöfn: Ásþór RE 395, Stafnes KE 130, Stafnes og Thorsland.
01.09.2011 08:30
Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 í Njarðvik i morgun
Þó ég eigi orðið ansi margar myndir af þessum báti, stóðst ég ekki mátið, í morgun á háflóði að taka þessar myndir af honum í Njarðvikurhöfn. Svona í leiðinni þá er rétt að geta þess að leyfar af fellibylnum Írenu eru farnar að láta sjá sig, þó hafa dragnótabátarnir hafið veiðar í bugtinni í nótt, eins og þeir máttu. Hræddur er ég um að Ljósanóttin okkar hér í Reykjanesbæ fari út og suður ef veðrið verður eins og mér sýnist það stefna í, en það eru ekki alltaf jól hjá okkur í þessum efnum frekar en öðrum
971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Njarðvikurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
