Færslur: 2011 Apríl

29.04.2011 22:00

Sigurvin GK 61


  1943. Sigurvin GK 61, yfirgefinn í innsiglingunni til Grindavíkur, árið 2004 © mynd af netinu, ljósm. Ókunnur

Smíðaður hjá Aqua Star, Guernsey, Englandi, ein innréttaður, vél og tæki sett niður hjá Vélsmiðju Sverre Steingrímsen hf., Keflavík. Lengdur, settur á hann hvalbakur, pera og hækkaðar lunningar, auk þess að vera breikkaður að aftan hjá Sólplast ehf.i í Innri-Njarðvík 2001, en athygli vakti að verkið tók aðeins 2 mánuði. Þann 23. janúar 2004, fór báturinn kollhnís í innsiglingunni til Grindavíkur og hafnaði á hafnargarðinum. Var báturinn hífður á land um kvöldið, mikið skemmdur og fluttur á athafnarsvæði Sólplast í Innri-Njarðvik og síðan þegar fyrirtækið flutti til Sandgerðis fór hann með og er hann þar ennþá, sem íhlaupavinna.

Nöfn: Straumsvík, Straumvík KÓ 50, Guðlaug Lárusdóttir  RE 310, Stakkavík GK 61, Sigurvin GK 61 og núverandi nafn: Sólborg I GK 61

29.04.2011 21:25

Hildur RE 123


                                1805. Hildur RE 123 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 33 hjá Stálvík hf., Garðabæ, 1987. Breikkaður 1989. Úreldur 3. okt. 1994 og seldur úr landi til Færeyja.

Nöfn: Hildur RE 123, Sigurpáll KE 120, Særif SH 702, Særif, Navir II og Thinganes TN 1226, en ekki klár hvort hann ber það nafn ennþá.

29.04.2011 21:00

Siggi Bjarna GK 5

Hún er falleg myndin sem Gísli Aðalsteinn Jónasson, tók í morgun af Sigga Bjarna GK 5, ný máluðum í Njarðvikurslipp


     2454. Siggi Bjarna GK 5, í Njarðvikurslipp í morgun © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 29. apríl 2011

29.04.2011 20:39

Engin BreiðafjarðarsíldHún er stutt og laggott frásögnin á síðu Svafars Gestssonar:
Síldaransóknarleiðangri í Breiðafjörð lokið. Engin síld í veiðanlegu magni. Þá vitum við það.

    2618. Jóna Eðvalds SF 200, í Helguvík sl. vetur © myndir Emil Páll, 7. mars 2011


29.04.2011 19:38

Jóhanna EA 31

Hér sjáum við einn gamlan sem bíður þess að einhver byggi hann upp að nýju, enda í raun ófúinn, nema hvað stýrishúsið varðar. Svo skemmtilega vill til að eigandi hans Þorgrímur Ómar Tavsen, tók einnig þessa símamynd, en bátinn smíðaðir afi hans Þorgrímur Hermannsson á Hofsósi 1974 og þar stendur báturinn nú.


     5276. Jóhanna EA 31, á Hofsósi © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 29. apríl 2011

Smíðaður af Þorgrími Hermannssyni, á Hofsósi 1974. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 12. desember 1994.

Til stóð að höggva hann í spað á Akureyri er Þorgrímur Ómar Tavsen, afabarn Þorgríms Hermannssonar rakst á hann og þar sem hann er mjög heillegur, aðeins fúi í húsinu, ákvað hann að eignast hann og gekk það eftir. Var báturinn dreginn sjóleiðina til Hofsós fyrir um 5 árum. Var hann dreginn af Skvettu SK 7, sem einnig er í eigu Þorgríms Ómars.  Þar sem frekar fáir bátar eru enn til, af bátum sem gamli maðurinn smíðaði, hyggst Þorgrímur Ómar koma þessum í lag, annað hvort sjálfur eða selja hann til einhvers sem vill bjarga bátnum.

Nöfn: Auðbjörg SI 5, Björg II SI 8, Þórir Dan NS 16, Jóhanna EA 31 og Jóhanna EA 931.


29.04.2011 18:28

Sigurfari VE 138


                 1743. Sigurfari VE 138 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 79 hjá Strandby Skipværft A/S í Strandby, Danmörku 1984. sérstaklega byggður til togveiða. Lengdur og yfirbyggður 1988. Lengdur og endurbyggður í Nordship í Gdynia í Póllandi og sett á skipið perustefni 1999 og aftur meiri breytingar 2002. Keyptur hingað til lands 1986.

Nöfn: Glomfjord FG 059, Sigurfari VE 138 og núverandi nafn: Sigurfari GK 138

29.04.2011 16:34

Gautur GK 224


      1605. Gautur GK 224 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 326 hjá Clelands Shipsbulding Co LTd. Wallsend, Engaldi 1973. Kom hingað til lands 19. maí 1982. Fórst á Halamiðum 22. febrúar 1992, ásamt þremur mönnum.

Nöfn. Glen Moriston A 238, Haförn GK 90, Gautur GK 224 og Krossnes SH 308

29.04.2011 14:58

Hafborg KE 12


     1587. Hafborg KE 12 © mynd í eigu Emils Páls

Smíðanúmer 461 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði og afhentur 1. apríl 1981. Breytt í Keflavíkurhöfn í júní 2010 í þjónustubát fyrir kræklingaeldi

Nöfn: Már NS 87, Siggi Bjarna NK 87, Siggi Bjarna BA 35, aftur Siggi Bjarna NK 87, Æður HU 87, Dofri HU 87, Hafborg KE 12, Hafborg SF 116, Hafborg GK 114, Jóhann Jónsson BA 80, aftur Hafborg GK 114, Hafborg BA 80, Hafborg SU 4, aftur Hafborg KE 12, Geisli SH 41 og núverandi nafn: Sævar KE 15

29.04.2011 13:32

Sjávarborg GK 60


                             1586. Sjávarborg GK 60 © mynd Snorrason

Saga þessa var sögð hér á síðunni fyrir svo stuttu að ég sleppi því nú

29.04.2011 12:28

Jöfur KE 17


                            965. Jöfur KE 17 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 27 hjá Ulstein Merkaniska Verksted í Ulsteinsvik, Noregi 1964, eftir teikningu Sveins Ágústssonar. Fyrsta íslenska fiskiskipið með bakka-hvalbak. Yfirbyggður hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1977, lengdur 1978. Skráður sem vinnubátur 1995. Úrelding sama ár og seldur til Færeyja í jan 1996. Fór þó ekki heldur lagt við bryggju í Reykjavík og síðan fluttur til Njarðvikur. Tekinn ínn í hús í Njarðvik 19. mars 2002 til endurbyggingar, en hætt við. Fór í drætti Skarfs GK, frá Njarðvík laugardaginn 8. maí 2004 til Danmerkur í brotajárn.

Nöfn:  Ingiber Ólafsson II GK 135, Ársæll KE 77, Ársæll KE 17,  Jöfur KE 17, Helga III GK 67, Halldóra HF 61, Snarfari ÓF 25, Snarfari HF 66, Snarfari, Neves, Reynir HF 265 og aftur Snarfari HF 66.

29.04.2011 11:25

Ari Einarsson GK 400


                           865. Ari Einarsson GK 400 © mynd Emil Páll, af málverki

Smíðaður á Seyðisfirði 1947. Talinn ónýtur vegna fúa 1967 og stóð þá uppi hjá Bátanausti hf. Reykjavík, en um leið hófst endurbygging sem íhlaupavinnu og lauk henni árið 1971 og þá var báturinn settur á skrá að nýju. Síðan úreldur 10. apríl 1992 og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992

Nöfn: Einar Hálfdáns ÍS 8, Völusteinn ÍS 8, Völusteinn  ST 50, Uggi VE 52, Ari Einarsson GK 400, Friðrgeir Trausti GK 400, Vikar Árnason KE 121, Hvalsnes GK 376, Eyvindur KE 37, Eyvindur KE 371 og Guðmundur Ingvar KE 40.

29.04.2011 10:43

Ásbjörg RE 79


               1487. Ásbjörg RE 79 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 15 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1977, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og hljóp af stokkum 15. júní 1977 og afhentur 1. júlí.

Nöfn: Ásbjörg ST 9, Ásbjörg RE 79, Alli Júl ÞH 5, Valdimar SH 106, Númi KÓ 24 og núverandi nafn: Númi HF 62 ( og er í dag ferðaþjónustubátur)

29.04.2011 09:00

Gunnvör ST 39


    1396. Gunnvör ST 39, siglir inn til Grindavíkur © mynd Snorrason

Smíðanúmer 2 hjá Básum hf., Hafnarfirði 1974.  Stórviðgerð uppi á bryggju í Vogum 2004 og lá síðan í Vogum þar til hann var í desember 2006 færður yfir í Grófina, Keflavík. Afskráður sem fiskiskip 2006. Viðgerð og endurbótum lokið í Njarðvíkurslipp í júní 2009, en hefur þó lítið farið frá bryggju. Er nú í viðgerð, veit þó ekki hvar, m.a.  eftir að ítrekað fjaraði undan honum í Njarðvíkurhöfn í vetur.

Nöfn: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 39, Glettingur  NS 100, Lena GK 72, Gunnvör ST 38, aftur Lena GK 72 og núverandi nafn: Lena ÍS 61

29.04.2011 08:18

Guðfinnur KE 19


                         1371. Guðfinnur KE 19 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 4 hjá Vélsmiðjunni Stál hf., Seyðisfirði 1974. Lengdur, breikkaður og sett á hann perustefni hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1995. Meiri endurbætur hjá Ósey 1996 og síðasta áfanga lokið síðan hjá sama fyrirtæki 17. júní 1997, en þá hafði hann verið lengdur og hækkaður og var nánast eins og nýr á eftir.

Nöfn: Vingþór NS 341, Sturlaugur ÁR 77, Guðfinnur KE 19, Bergur Vigfús GK 100, Guðrún HF 172, Linni SH 303, Linni II SH 308, Hjalteyrin EA 310 og núverandi nafn: Hannes Andrésson SH 737.

29.04.2011 00:00

Sigurjón GK 49 / Ver NS 400 / Jónína ÍS 93 / Jóhannes Ívar KE 85

Hér kemur syrpa af báti sem gerður var út hérlendis í rétt rúm 30 ár, en þá kom Njarðvikingur sem búsettur var í Noregi og keypti hann og sigldi út, til að nota við ferðaþjónustu. Eftir það hef ég ekkert frétt um bátinn.


                                    963. Sigurjón GK 49 © mynd Emil Páll


                         963. Sigurjón GK 49 © mynd Emil Páll


                          963. Sigurjón GK 49 © mynd Snorrason


                                963. Ver NS 400 © mynd Snorrason


                                      Úrklippa merkt Jakobkb á netinu


                                   963. Jónína ÍS 93 © mynd Snorrason


                963. Jóhannes Ívar KE 85 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 90 hjá Fredrikshavn Skipsbyggeri A/S, Fredrikshavn, Danmörku 1963.

Báturinn var seldur til Noregs 1995. eftir úreldingu hér heima þ. 21. mars 1995. Kaupandi var íslendingurinn Lárus Ingi Lárusson sem bjó í Stavanger í Noregi. Ætlaði hann að gera bátinn up í Noregi til endursölu. Þá hafði hann búið ytra í 12 ár. Sigldi hann bátnum út í samfylgd annars sem hann hafði einnig keypt í sama tilgangi (nr. 643). Lagði hann af stað frá Vestmanneyjum í lok sept. 1995 og komst með aðstoð færeyskt varðskips til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan var síðan haldið áfram til Noregs 29. sept.

Nöfn: Ágúst Guðmundsson II GK 94, Sigurjón GK 49, Ver NS 400, Jónína ÍS 93, Jóhannes Ívar KE 85 og Júlíus ÁR 111, en um nöfn eftir ferðina til Noregs er ekki vitað.