Færslur: 2011 Janúar
02.01.2011 21:32
Íslenskur færeyringur
| Dýrindal KG 374 |
|
|
02.01.2011 20:22
Júlíus og Páll slá met
"Árið var merkilegt m.a. vegna markrílveiða, en ef ekki hefði komið til þeirra hefðum við þurft að stoppa Júlíus í mánuð," segir Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri HG. "Júlíus veiddi makríl fyrir um 100 milljónir króna og af þeim greiddi útgerðin um 40 milljónir í laun og launatengd gjöld. Árið var líka gott hjá Stefni þó ekki hafi nein met verið slegin, en aflinn var 2.850 tonn að verðmæti 707 milljónir króna. Stefnir og Páll voru hvor um sig frá veiðum í um 5 vikur í sumar, þar af fóru 2 vikur í slipp en restin af stoppinu var vegna skorts á aflaheimildum," segir Sverrir, sem sér blikur á lofti á nýju ári.
"Allur sjávarútvegur landsins er sem lamaður vegna yfirvofandi fyrningu aflaheimilda og menn halda að sér höndum í öllum framkvæmdum. Það er óþolandi að þeir sem þoldu niðurskurðinn eigi ekki að njóta þess þegar betur árar. Ef við þurfum að leigja viðbótar aflaheimildir af stjórnvöldum er ég sannfærður um að það fé sem ríkið fengi fyrir þær kæmi aldrei vestur aftur, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. Þetta yrði aldrei annað en einn landsbyggðaskatturinn í viðbót."
02.01.2011 20:08
Uggur í útgerðarmönnum
Mikill uggur er í útgerðarmönnum eftir yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir óttast að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir tillögum sáttanefndar í málinu.
Sáttanefnd sjávarútvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skilaði tillögum í september á síðasta ári.
Meirihluti nefndarinnar lagði til að hin svokallaða samningaleið verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun laganna. Útgerðarmenn eru almennt hlynntir þessari tillögu en þeir sem hafa gagnrýnt núverandi kvótakerfi telja hins vegar að samningaleiðin feli ekki í sér neinar grundvallarbreytingar.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu að leiði eigi til lykta deilur um auðlindamál á nýju ári. Ráðherra var ekkert að skafa utan af því í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag.
"Auðvitað getur það falist í því að við fyrnum kvótann með einhverjum hætti. Við ætlum ekki að hafa þetta þannig að þeir sem eiga kvótann í dag fái að halda honum. Það er það sem við höfum búið við í alltof marga áratugi. Nú þarf að beryta því. Það verður þjóðin sjálf sem fái arðinn af kvótanum en ekki nokkrir sægreifar," sagði Jóhanna.
Þeir útgerðarmenn sem fréttastofa hefur talað við í dag eru uggandi og óttast að ríkisstjórnin ætli að hunsa niðurstöðu sáttanefndarinnar. Þeir vísa meðal annars til þess að forsætisráðherra hafi ekki svarað bréfi fulltrúa útvegsmanna frá því september á síðasta ári þar sem óskað er eftir fundi.
Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvissan um framtíðarskipan mála hafi skaðað greinina.
Útgerðarmenn segja að lítill vilji sé til fjárfestingar og menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir festa kaup á nýjum búnaði.
Frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verður væntanlega lagt fram á Alþingi snemma á þessu ári.
02.01.2011 20:00
Beinisvörð TG 440 ex ísl. skipið Andey ÍS 440
|
|
Færeyski togarinn Beinsfjörð TG 440, sem áður var íslenskt skip er bar nafnið 1980. Andey ÍS 440 ex SF 222 ex SU 210
© mynd af Skipini.com
02.01.2011 19:00
Edelweiss

Edelweiss © mynd A. Spörri, 14.júlí 2010
02.01.2011 18:00
Samskip Courier

Samskip Courier © mynd Jens Abbing, 14. okt. 2009
02.01.2011 17:00
Nesfisksbátar: Sá nýjasti og snuddarar í þoku


2746. Geirfugl GK 66, sem nú er kominn í hóp Nesfisksbáta

2325. Arnþór GK 20, 2430. Benni Sæm GK 26 og 2454. Siggi Bjarna GK 5, í Sandgerði í dag í þokunni © myndir Emil Páll, 2. jan. 2011
02.01.2011 15:22
Þokumyndir úr Sandgerði

7189. Hafdís GK 202, auk fleiri báta sem þekkjast, en í baksýn sést grilla í togarana 2262. Sóleyju Sigurjóns GK 200 og Sóleyju Sigurjóns GK 208

2099. Íslandsbersi HF 13 og 1523. Sunna Líf KE 7

795. Drífa SH 400 og 1231. Ásta GK 262

2005. Birgir GK 263 og 1511. Ragnar Alfreð GK 183
© myndir Emil Páll, 2. janúar 2011
02.01.2011 13:45
Erlend skipaáhöpp 2010


Sjá nánar á miðnætti
02.01.2011 10:24
,,Edrú í dag" og ,, Erum fluttir"
1. Stýrimaður frá Keflavík sem sigldi lengi hjá Sambandinu í den kom ekki á vaktina vegna þess hve illa fyrirkallaður hann var af drykkju og skrifaði skipstjórinn í logbókina að hann hefði verið fullur í dag. Nokkru seinna sá stýrimaðurinn þetta í logbókinni og skrifaði Skipstjórinn edrú í dag.
2. Áhöfnin á einni ánni sem sigldi hjá Hafskip í den hafði útbúið góðan felustað fyrir smygl í aðal borðsal yfirmanna og töldu sig nokkuð hólpna þar þangað til einn daginn að svartagengið fann smygl. Nokkrum dögum seinna kom systurskip frá Hafskip í höfn í Reykjavík og svartagengið réðst til atlögu og rifu allt og tættu í borðsal yfirmanna.Þegar þiljurnar höfðu verið skrúfaðar af kom í ljós skilti sem á stóð " Erum fluttir"
02.01.2011 00:00
Martina A / Alianca Atlantico / Polaris / Hvassafell

Martina A © mynd Shipspotting

Alianca Atlantico © myndir af Shipspotting
Hvassafell © mynd Jens Abbing

Hvassafell © mynd Shipspotting
Polaris © mynd Shipspotting, Sten Muller01.01.2011 22:00
Ex Rangá - Ranga og Phillippos K

Ranga © mynd Shipspotting, Bent-Rune Inberg

Phillippos K © mynd Shipspotting, Phil Enlish
01.01.2011 21:03
Helgafell

Helgafell © mynd Jens Abbing

Helgafell © mynd Hein
01.01.2011 19:57
Siglunes SH 22 / Siglunes SI 70

1146. Siglunes SH 22 © mynd Shipspotting, Gunni

1146. Siglunes SI 70 © mynd Shipspotting
01.01.2011 18:09
Áður íslenskt og færeyskt en nú Kandadískt

Viking Enterpise, frá Kanada © mynd Shipspotting, Andrew Lester, 23. nóv. 2008


