Færslur: 2011 Janúar
03.01.2011 20:00
Arnarfell með skakkan tunnufarm


9. Arnarfell, á Fáskrúðsfirði í júlí 1966 © myndir úr myndasafninu Önnur Sambandsskip í eigu Hamrafells og systurskipa þess
03.01.2011 19:00
Boston Wellvale FD 209 síðar m.a. Ingólfur GK 42

Boston Wellvale FD 209, síðar Boston Wellvale GY 407, Rán GK 42, Ingólfur GK 42, Arnarnes ÍS 42, Arnarnes SI 70 og Cospasa 1 © mynd float-trawlers.lancashire.gov.uk
03.01.2011 18:30
Geta ekki treyst á Gæsluna þegar um líf og dauða er að tefla
03.01.2011 18:06
Skattfríar greiðslur til annarra en sjómanna tæpir 8 milljarðar
- Félagsfundur Félags skipstjórnarmanna haldinn þann 30. desember krefst þess að nýtilkomin lög um sjómannaafslátt verði dregin til baka. Bent er á að stórir starfshópar svo sem opinberir starfsmenn, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, flugliðar auk fjölmargra annarra njóti fríðinda í formi skattfrjálsra dagpeninga. ,,Sjómenn gera þá sjálfsögðu kröfu að njóta sambærilegra fríðinda. Þess má geta að samkvæmt gögnum frá ríkisskattstjóra frá árinu 2008 námu skattfríar greiðslur til annarra en sjómanna tæpum 8 miljörðum króna árið 2008," segir í ályktun fundarins
03.01.2011 18:00
Færeyingar kaupa einn frá Danmörk
| Føroyingar keypt Strømfjord |
03.01.2011 17:08
Danir byggja rannsóknarskip fyrir Grænland
![]()
Danska skipasmiðjan Karstensens Skipbsværft skal nú byggja eitt
ransóknarskip til Grønlands.
Skipið er 32,25 metur langt og 10 metur breitt, enn vita vit ikki hvussu skipið
kemur at eita.
Tað er OSK-ShipTech , ið hevur teknað skipið, og felagði
Grønlands Naturinstitut,ið letur skipið byggja,
skipið verður lati eigarunum í 2012.
Enn er sera lítið komið út um skipið,
Føroyski Skipsportalurin hevur enn ikki funnið myndir av skipininum.
03.01.2011 16:00
Jónas Fr. Árna verður með Geirfugl GK

2746. Geirfugl GK 66, í Sandgerðishöfn í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 3. jan. 2011
03.01.2011 15:06
Sæljós GK 2

Augljóst er að vertíðin er að fara í gang hjá mörgum s.s. á Sæljósinu sem í morgun var fært frá Njarðvík til Sandgerðis en þaðan verður báturinn gerður úr á netaveiðar. Hér sjáum við bátinn 1315. Sæljós GK 2 í Sandgerði í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 3. jan. 2010
03.01.2011 14:10
Aldan GK 71

1582. Aldan GK 71, við Norður-Flankastaði © mynd Emil Páll, 3. jan. 2010
03.01.2011 14:03
Smábátaafli getur verið besta hráefni sem völ er á
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti á dögunum viðtöku skýrslu Matís um hámörkun aflaverðmætis smábáta. Auk skýrslunnar hefur starfshópur verkefnisins gefið út bækling og einblöðunga sem dreift hefur verið til allra smábátasjómanna. Þá er lagt til að verkefninu verði enn fremur fylgt eftir með námskeiðshaldi. "Þrátt fyrir ágæti þess að gefa út leiðbeiningaefni þá telja verkefnisaðilar að námskeiðahald skili á endanum bestum árangri. Póstsent leiðbeiningaefni er mjög gott til að kenna grundvallaratriði og til að ná til sem flestra á tiltölulega ódýran hátt, en til þess að hægt sé að kafa betur ofan í efnið er þörf á persónulegri kennslu. Verkefnisaðilar leggja því til að haldin verði námskeið fyrir smábátasjómenn á helstu smábátaútgerðasvæðum landsins t.d. Grindavík, Ólafsvík, Patreksfirði, Bolungarvík, Siglufirði, Húsavík, Þórshöfn, Djúpavog, Höfn og Þorlákshöfn," segir í skýrslunni.
Þar segir jafnframt að afli smábáta hafi burði til að vera besta hráefni sem völ er á, þar sem varla er hægt að hugsa sér ferskari fisk en afla dagróðrabáta sem veiða á línu eða handfæri. "Röng meðhöndlun getur hins vegar haft þau áhrif að ekki er unnt að vinna aflann í verðmætustu afurðirnar. Oft á tíðum þarf þó tiltölulega litlar breytingar á vinnubrögðum til að tryggja að afli smábáta standi undir merkjum sem fiskur af hámarks gæðum." Vonir standa til að leiðbeiningaefni það sem útbúið var í tengslum við þetta verkefni og þær tillögur sem fram eru settar í þessari skýrslu muni stuðla að því að tryggja afla smábáta þann sess sem hann verðskuldar, sem besti fiskur sem völ er á.
Verkefnið "Smábátar - Hámörkun aflaverðmætis" er stutt er af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.
03.01.2011 13:54
Trébátur sökk í Ísafjarðarhöfn
03.01.2011 13:06
Dúddi Gísla GK 48

2778. Dúddi Gísla GK 48, í höfn í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 3. jan. 2011
03.01.2011 09:37
Skip HB Granda fiskuðu fyrir rúma 11,3 milljarða
Fiskifréttir/vb.is
Þrátt fyrir samdrátt í aflakvótum þá verður ekki annað sagt en að áhafnir togara HB Granda hafi staðið fyrir sínu á árinu sem er að líða. Heildarafli togaranna, sem eru átta talsins, er samtals rúmlega 51.500 tonn að verðmæti rúmlega 11,3 milljarða króna og er þá miðað við FOB verðmæti. Til samanburðar má nefna að á árinu 2009 var heildarafli togaranna rúmlega 47.000 tonn og aflaverðmætið var þá rúmlega 9,3 milljarðar króna (FOB). HB Grandi gerir út fimm frystitogara og afli þeirra jókst úr tæplega 31.900 tonnum í tæplega 33.800 tonn á milli ára. Aflaverðmætið jókst á sama tíma úr um 7,5 milljörðum króna í tæplega 8,6 milljarða króna eða um 16%. Ef litið er á einstaka togara þá kemur í ljós að Þerney RE er aflahæsti frystitogarinn með samtals tæplega 7.600 tonn. Venus HF er hins vegar það skip í þessum flokki sem skilaði mestu aflaverðmæti eða tæplega 1,9 milljarði króna. Á síðasta ári var Þerney með mestan afla, 6.761 tonn en Örfirisey RE skilaði þá mestum verðmætum eða rúmlega 1,5 milljarði króna. Í flokki ísfisktogaranna þá er Ásbjörn RE fremstur meðal jafningja. Heildaraflinn var tæplega 6.400 tonn og aflaverðmætið 926 milljónir króna. Á árinu 2009 var Ottó N. Þorláksson RE hins vegar með mestan afla og hæsta aflaverðmætið.
03.01.2011 09:30
Restin af Sif HU fór á áramótabrennu
Þessi mynd er af áramótabrennu sem kveikt var í á Hvammstanga nú um áramótin og var mikill hluti af brennuefninu, efnisviður úr 711. Sif HU 39 sem brotin var niður þar fyrr á árinu © mynd af hunathing.123.is Ljóst er að úti á landi gilda einhverjar aðrar reglur um brennuefni en hér syðra, þar sem hér er bannað að brenna nema hreint ómálað timbur og engar undanþágur gefnar.
03.01.2011 00:00
Skipaóhöpp erlendis árið 2010
Hér kemur myndasyrpa af Shipspotting af nokkrum þeim erlendu skipum sem urðu fyrir óhappi eða einhverju öðru á síðasta ári, þ.e. 2010.
Margaret © mynd Glenn Kasnes, 25. jan. 2010
Seli 1, við Cape Town © mynd Glenn Kasnes, 25. okt. 2010
Wen Van Eyck, við Spán © mynd Jósé Ricardo Rudviqves Montero, 18. nóv. 2010
Alcante Carrier © mynd Aleksander Georqiev, 17. jan. 2010
Chang Tonge © mynd Bobo, 15. ágúst 2010
Lucien Paquin © mynd Marqdogon, 18. maí 2010
Safco Endevour © mynd Chris Barrass, 23. jan. 2010

