Færslur: 2011 Janúar
07.01.2011 15:29
Bátar ísaðir í Njarðvíkurhöfn

1396. Lena ÍS 61

2101. Sægrímur GK 525

1855. Ósk KE 5


© myndir Emil Páll, 7. jan. 2011
07.01.2011 15:15
Flotbryggja með fjölda báta losnaði í Grófinni

Bryggjan til vinstri á að standa beint út, en liggur í átt að næstu bryggju og þarna er búið að koma 1915. Fylki KE 102 í gagn til að hefja björgunaraðgerðir



Hér er 6489. Fjöður GK 90 farinn að íta bryggjunni á réttan stað

Hér er bryggjan komin á réttan stað og unnið að því að koma bráðabirgðafestingum í land

Sama og síðasta mynd © myndir Emil Páll, 7. jan. 2011
07.01.2011 15:01
Maron GK slitnaði frá

363. Maron GK 522, í Njarðvikurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 7. jan. 2011
07.01.2011 08:17
Samherji færir út kvíarnar erlendis
Breska sjávarútvegsfyrirtækið UK Fisheries, sem Samherji á helmingshlut í á móti Parlevliet & Van der Plas, hefur keypt franska sjávarútvegsfyrirtækið Euronor. Það félag stundar öðru fremur veiðar og vinnslu úr ufsa og þorski. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þetta eru önnur kaup UK Fisheries á skömmum tíma, að því er greint var frá á vef Intrafish á dögunum. Hinn 17. desember sl. keypti UK Fisheries spænska fyrirtækið Pesquera Ancora sem áður var í eigu norska félagsins Aker Seafood. Þar ræður norski athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke ríkjum.
07.01.2011 00:17
Björgunarsveitir í viðbragsstöðu
Vonskuveður er um mest allt land og er fólk varað við að vera á ferð að nauðsynjalausu. Björgunarsveitir á Suðurnesjum og víðar um land voru í kvöld settar í viðbragðastöðu. Óttast er að flóð geti valdið tjóni í fyrramálið en þá er stórstreymt.
Verst er veðrið um norðan- og austanvert landið. Norðan stórhríð er um norðanvert landið spáð er svipuðu veðri í nótt. Mjög hvassir vindstrengir eru sunnan fjalla á sunnanverðu landinu, einkum suðaustan til.
Á Vestfjörðum er stórhríð á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði en einnig á Gemlufallsheiði og bæði í Önundarfirði og Súgandafirði.
07.01.2011 00:00
Guðmundur Þórðarson GK / Guðmundur RE / Sonja B. SH / Bakkavík ÁR / Bjarnavík ÁR / Daníel SI

482. Guðmundur Þórðarson GK 75 © mynd Snorrason

482. Guðmundur RE 19 © mynd Snorrason

482. Sonja B. SH 172 © mynd Emil Páll

482. Sonja B. SH 172 © mynd Emil Páll

482. Bakkavík ÁR 100 © mynd Snorrason

482. Bjarnavík ÁR 13 © mynd Ísland 1990

482. Bjarnavík ÁR 13 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur

482. Daníel SI 152 © mynd Þorgeir Baldursson, 2009

482. Daníel SI 152 © mynd Þorgeir Baldursson, 2009

482. Daníel SI 152 © mynd Bjarni Guðmundsson, 15. júlí 2010
Smíðanúmer 4 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar ( Júlíusi Nýborg). Kjölurinn lagður í ágúst 1942, báturinn hljóp af stokkum 8. mars 1943 og var afhentur í apríl 1943.
Egill Þorfinnsson, teiknaði bátinn.
Endurbyggður hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1976 - 78.
Skráð að hafi verið fargað 13. mars 1992, en hefur í raun staðið síðan þá uppi í slippnum á Siglufirði eða í tæp 20 ár.
Nöfn: Guðmundur Þórðarson GK 75, Fálknanes SF 77, Guðmundur RE 19, Þorleifur Magnússon SH 172, Sonja B. SH 172, Bakkavík ÁR 100, Bjarnavík ÁR 13, Bjarnavík ÁR 20 og Daníel SI 152.
06.01.2011 23:00
Anthineas LS 753559




© myndir í eigu Daniels Corolleur
06.01.2011 21:05
Örn KE 14

2313. Örn KE 14 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 5. jan. 2011
06.01.2011 18:00
Nánast rústir einar- aðeins 2ja ára

Lida F-190-H, utan við Sjávarútvegsýninguna í Kópavogi © mynd Þorgeir Baldursson, í okt. 2008


Lida F-190-H eftir tjónið í Noregi © tjónamyndirnar eru í eigu Daníels Corolleur
06.01.2011 17:37
Varað við sjávarflóðum
Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar vill brýna fyrir útgerðarmönnum að huga vel að bátum sínum þar sem mjög hásjávað er í kvöld og nótt.
06.01.2011 17:02
Vefmyndir frá þremur höfnum á Austfjörðum

Frá Fáskrúðsfirði kl. 16.26 í dag

Neskaupstaður kl. 16.26 í dag

Stöðvarfjörður kl. 16.20 í dag
06.01.2011 16:24
Arney HU 36 í birtu

2177. Arney HU 36, í Keflavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 6. jan. 2011






