Færslur: 2011 Janúar
08.01.2011 15:59
Sjósetning og prufusigling
Í dag fylgdist ég með því er báti var ekið niður á bryggju og hann sjósettur þar og síðan einnig með prufusiglingu hans. Kemur löng myndasyrpa af því á miðnætti í nótt, en hér koma tvær myndir frá því er verið var að aka með bátinn til sjávar.


Sjá nánar um miðnætti © myndir Emil Páll, 8. jan. 2011


Sjá nánar um miðnætti © myndir Emil Páll, 8. jan. 2011
Skrifað af Emil Páli
08.01.2011 12:35
Ósk KE lagt- áhöfnin yfir á Erling KE
Eins og margir muna var Erling KE 140 lagt í haust og tvístraðist áhöfnin yfir á aðra báta. T.d. fór tók skipstjórinn Happasæl KE og stýrimaðurinn er nú skipstjóri Sægríms GK, Skömmu síðar hóf Ósk KE 5 að veiða hluta af kvóta Erlings og lagði upp hjá fiskverkun Erlings. Þá var talað um að Erling færi hugsanlega af stað aftur í janúar, ef hann færi af stað á ný og svo núna rétt fyrir áramót virtist vera búið að fresta því að hann færi aftur fyrr en í fyrsta lagi í mars. Nú hefur hinsvegar orðið sú breyting að Ósk KE 5 verður lagt og áhöfnin sem þar var um borð fer yfir á Erling KE 140 og fer hann nú næstu daga aftur á veiðar.

1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll, 2008

233. Erling KE 140 © mynd Emil Páll, 10. jan. 2010

1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll, 2008

233. Erling KE 140 © mynd Emil Páll, 10. jan. 2010
Skrifað af Emil Páli
08.01.2011 12:00
Dagný SI 7 - Hjalti SI 12 - Jarlinn GK 272 og Kópur BA 138
Hér koma fjögur líkön eftir Grím Karlsson saman á mynd, af korti sem gefið hefur verið út.

Dagný SI 7, Hjalti SI 12, Jarlinn GK 272 og Kópur BA 138 © myndir af líkönum í Bátsafni Gríms Karlssonar í Duushúsum í Keflavík

Dagný SI 7, Hjalti SI 12, Jarlinn GK 272 og Kópur BA 138 © myndir af líkönum í Bátsafni Gríms Karlssonar í Duushúsum í Keflavík
Skrifað af Emil Páli
08.01.2011 08:20
Gamlir sjóarar
Hér kemur a.m.k. nálægt aldargömul mynd af sjómönnum eftir að hafa stillt sér upp fyrir ljósmyndara.

Gamlir sjómenn © mynd í eigu Byggðasafns Suðurnesja, ljósm.: Eyvindur M. Bergmann

Gamlir sjómenn © mynd í eigu Byggðasafns Suðurnesja, ljósm.: Eyvindur M. Bergmann
Skrifað af Emil Páli
08.01.2011 00:00
Sex skipslíkön frá Grími Karlssyni
Hér koma myndir af sex líkönum sem eru í bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum í Keflavík og hann hefur gert.

32. Dagný SI 7

569. Hjalti SI 12

Helga EA 2

Jarlinn GK 272

Kópur BA 138

Þór, fyrsta varðskip Íslendinga
© myndir af líkönum eftir Grím Karlsson, í Duus-húsum í Keflavík

32. Dagný SI 7

569. Hjalti SI 12

Helga EA 2

Jarlinn GK 272

Kópur BA 138

Þór, fyrsta varðskip Íslendinga
© myndir af líkönum eftir Grím Karlsson, í Duus-húsum í Keflavík
Skrifað af Emil Páli
07.01.2011 23:00
Við Miðbryggjuna
Bryggja sú sem sést hér á myndinni kallaðist Miðbryggjuna og á fjöru má sjá stubb af henni þar sem hún kemur fram undan uppfyllingunni að Ægisgötunni í Keflavík.

Bátur kemur að Miðbryggjunni í Keflavík tugum ára
© mynd Heimir Stígsson

Bátur kemur að Miðbryggjunni í Keflavík tugum ára
© mynd Heimir Stígsson
Skrifað af Emil Páli
07.01.2011 21:05
Skreiðahjallar
Þessi sjón var algeng í öllum sjávarplássum hér áður fyrr, en nú er öldin önnur og sjón sem þessi er nánast að hverfa í flestum eða öllum tilfellum

Skreiðahjallar © ljósmyndari ókunnur, en eigandi myndar er Byggðasafn Suðurnesja

Skreiðahjallar © ljósmyndari ókunnur, en eigandi myndar er Byggðasafn Suðurnesja
Skrifað af Emil Páli
07.01.2011 20:08
Dyrhólaey
Bjarni Guðmundsson frá Neskaupstað tók þessar tvær myndir frá Dyrhóley en ekki vissi hann til hvers þetta var en vírinn frá spilinu lá út í eyjuna fyrir utan, datt þó í hug hvort þetta gæti hafa verið til að taka upp árabáta
-0-
Varðandi stýrishúsið, þá grunar mig að þetta sé stýrishúsið af 980.Friðrik Sigurðssyni ÁR 107, sem upphaflega hét Sigurborg SI 275 og endaði í pottinum sem Stafnes KE 130, en það er einmitt sagt vera í Mýrdalnum. Eins gæti vírinn hafa verið notaður til að daga um kindur.


Dyrhólaey © myndir Bjarni G., á tímabilinu 29. júlí til 10. ágúst 1991
-0-
Varðandi stýrishúsið, þá grunar mig að þetta sé stýrishúsið af 980.Friðrik Sigurðssyni ÁR 107, sem upphaflega hét Sigurborg SI 275 og endaði í pottinum sem Stafnes KE 130, en það er einmitt sagt vera í Mýrdalnum. Eins gæti vírinn hafa verið notaður til að daga um kindur.


Dyrhólaey © myndir Bjarni G., á tímabilinu 29. júlí til 10. ágúst 1991
Skrifað af Emil Páli
07.01.2011 19:00
Úr Keflavíkurhöfn
Mig minnir að ég hafi einhvern tímann heyrt að þetta sé skipverjar á Keflvíkingi KE 100 sem sjást þarna á myndinni.

Úr Keflavíkurhöfn, fyrir einhverjum tugum ára © mynd Heimir Stígsson

Úr Keflavíkurhöfn, fyrir einhverjum tugum ára © mynd Heimir Stígsson
Skrifað af Emil Páli
07.01.2011 18:08
Bryndís SH 136
Bátur þessi er nú í eigu Sigurbrands Jakobssonar, en áður var hann á Þórshöfn og hét Svana ÞH 90 í eigu Jóhanns Halldórssonar sem er núna skipstjóri á 1858 Nonna ÞH 312. En upphaflega hét báturinn Svana ST 93 og var gerður út frá Drangsnesi í 24 ár. Eigandi þá var Haukur Torfason.


6141. Bryndís SH 136 í apríl 2010
Gamla Bukh vélin úr Bryndísi SH 136 © myndir Sigurbrandur.
Myndirnar eru teknar í Stykkishólmi í apríl 2010
Skrifað af Emil Páli
07.01.2011 17:16
Heimir SU 100 og Guðfinnur KE 32
Hér sjáum við tvo af hinum gömlu dæmigerðu vertíðar- og síldarbátum, koma inn til Keflavíkur á vetrarvertíð

762. Heimir SU 100 og 475. Guðfinnur KE 32, að koma inn til Keflavíkur fyrir mörgum tugum ára © mynd Heimir Stígsson

762. Heimir SU 100 og 475. Guðfinnur KE 32, að koma inn til Keflavíkur fyrir mörgum tugum ára © mynd Heimir Stígsson
Skrifað af Emil Páli
07.01.2011 15:40
Óveðið í morgun
Hér koma nokkrar myndir sem ég tók um hádegisbilið í morgun, en þá var veðrið farið að ganga niður á ný. Myndirnar eru ýmist teknar í Njarðvík eða Keflavík og kemur það betur fram undir þeim í myndtexta.



Í Njarðvík

Séð frá sama stað og Njarðvíkurmyndin var tekin, en þó í hina áttina til Keflavíkur

Vatnsnes í Keflavík © myndir Emil Páll, 7. jan. 2011



Í Njarðvík

Séð frá sama stað og Njarðvíkurmyndin var tekin, en þó í hina áttina til Keflavíkur

Vatnsnes í Keflavík © myndir Emil Páll, 7. jan. 2011
Skrifað af Emil Páli



