Færslur: 2011 Janúar
11.01.2011 20:00
Bátaskýli í Flugskýli
Áætlað er að í öðrum enda hússins verði smíðaverkstæði þar sem hægt verði að taka inn stærri báta til viðgerðar, en stærsti hluti hússins verði nýttur undir sýningarsvæði á bátum. Bátadagar sem eru orðnir árlegur viðburður og fjöldi fólks sækir, fá viðundandi aðstöðu þegar þeir verða fluttir úr Staðarhöfn í nýju aðstöðuna við Reykhólahöfn. Einnig eru uppi hugmyndir um að tengja starfsemina ferðaþjónustu á svæðinu og bjóða upp að siglingar um náttúruparadísina Breiðafjörð á gömlum endurgerðum bátum sem eiga sögu á svæðinu og gefa fólki kost á að kynnast aðeins þessum samgöngumáta sem var lífsnauðsynlegur fyrir ábúendur eyjanna.
Vefur Bátasafnsins Breiðafjarðar á Reykhólum
11.01.2011 19:00
Kraftca, frá Hollandi

Krafta, frá Hollandi © MarineTraffic, Ixtroper Breker, 20. jan. 2010
11.01.2011 18:00
Sóley Sigurjóns GK 200 í Njarðvík

2262. Sóley Sigurjóns GK 200, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 11. jan. 2011
11.01.2011 17:21
Línubátur á ólöglegum veiðum
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stóð línubát að meintum ólöglegum veiðum í dag. Báturinn var staddur í Húnaflóa og var vísað til hafnar. Lögreglan mun taka á móti áhöfn bátsins í landi.
Línubáturinn fannst um klukkan þrjú í dag. Flugvélin var við reglubundið eftirlit þegar hún kom að bátnum, að sögn Landhelgisgæslu, en þar að auki sást báturinn í fjareftirlitskerfi gæslunnar
11.01.2011 17:00
Brettingur KE: Fékk á sig brotsjó og lagðist á hliðina
Samkvæmt viðtali við Harald Helgason matsvein á togaranum Brettingi KE 50, fékk hann á sig brotsjó og lagðist á hliðina á leið heim í jólafrí, af Flæmska hattinum.
Eftirfarandi kemur fram í viðtali við Harald sem birtist í 1. tbl. Víkurfrétta þ.e. 6. jan. sl.:
,, Halli tók forskot á sæluna í lok síðasta árs en þá fór hann í fimmtíu daga túr með togaranum Brettingi. Halli fór með skipinu á Flæmska hattinn við Nýfundaland til rækjuveiða og var matreiðslumaður í túrnum. Á ýmsu gekk á tæpum tveimur mánuðum, veiðin gekk ágætlega en í skítabrælu á heimleiðinni fékk skipið brotsjó á sig og fór á hliðina og allt sló út, vél og önnur tæki. ,,Ég kallaði í skipstjórann og spurði hvort ég mætti slá ofninum inn aftur. Hann sagðist nú hafa meiri áhyggjur af því að koma skipinu í gang á ný. Það gekk vel og ég hélt áfram að kokka kjúklinga í mannskapinn" segir Halli og hlær en viðurkennir að honum hafði brugðið sem og öðrum skipverjum......."
Hluti viðtalsins við Harald í Víkurfréttum
1279. Brettingur KE 50, er hann kom í fyrsta sinn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 15. apríl 2010
11.01.2011 16:29
Berglín GK 300


1905. Berglín GK 300, í Keflavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 11. jan. 2011
11.01.2011 10:00
Sigurvon SH 248

848. Sigurvon SH 121, seinna Hellisey VE 503, við gömlu steinbryggjuna í Stykkishólmi um 1980 © mynd Sigurbrandur
11.01.2011 09:00
Þangskurður og Sigurbrandur
Fyrsta er af þangskurðarpramanum Ásnum og græni pramminn er Þristur. Svo er það Sigurbrandur Jakobsson skipstjórinn á 5854 Önnu SH 49. Allar myndirnar eru teknar við Bæjarnes í Kollafirði sumarið 1984.
Þangskurðarpramminn Ásinn
Þangskurðarpramminn Þristur
Sigurbrandur Jakobsson, skipstjóri á Önnu SH 49 © myndir úr safni Sigurbrands
11.01.2011 08:50
ESB tilkynnir um makrílbann á Íslendinga á fimmtudag
visir.is:
Yfirvöld í Brussel ætla að tilkynna Íslendingum það formlega á fimmtudaginn kemur að löndunarbann verði sett á íslenskan makríl innan sambandsins láti Íslendingar ekki af veiðunum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmönnum í Brussel en á fimmtudag funda aðildarlönd evrópska efnahagssvæðisins. Sömu heimildir segja Reuters að Íslendingar séu ekki taldir líklegir til að gefa eftir, auk þess sem engin dagsetning verði sett fram um hvenær sambandið ætli sér að hefja aðgerðirnar.
11.01.2011 08:34
Sokkinn bátur: Óli SH 14
Hér sjáum við 5021. Óla SH 14 sökkinn, á fjörunni, einn haustdag 1987 í Stykkishólmi.
Hann var alveg á kafi á flóðinu, en hann hafði verið færður á flotbryggjuendann kvöldið áður, vegna þess að það átti að taka hann á land á morgunnflóðinu. Ekki man ég alveg orsökina fyrir því að hann sökk þarna um nóttina, en það gerði norðanvind um nóttina.
Þetta var hans síðasta ár á floti en hann var smíðaður á Akranesi 1960 og hét fyrst Óli GK 176 (heimild Íslensk skip bátar) en var keyptur til Stykkishólms 1970. Hann skemmdist það mikið við þetta óhapp að ekki var talið borga sig að gera við hann, og hann afskráður í febrúar 1989.
Því miður á ég ekki mynd af honum á floti, en bátarnir aftan við hann erum frá vinstri, 6700. Gustur SH 251, Bryndís SH 271,6408. Abba SH 82,6878. Fönix SH 198, (að ég held) 6816. Sær BA 39 og stóri báturinn þar fyrir framan er 6753. Brimrún. Trillan framan við Gustinn er 5078. Alda SH 272
Aftan við 5021. Óla SH 14 eru frá vinstri, 6700. Gustur SH 251, Bryndís SH 271,.6408. Abba SH 82,.6878. Fönix SH 198, (að ég held) 6816. Sær BA 39 og stóri báturinn þar fyrir framan er 6753. Brimrún. Trillan framan við Gustinn er 5078. Alda SH 272 © myndir og texti Sigurbrandur
11.01.2011 00:00
Á loðnuveiðum á Jóni Finnssyni RE 506 um 1980

1283. Jón Finnsson RE 506









Gísli Jóhannesson, skipstjóri og útgerðarmaður í brúarglugganum

Gísli, ásamt fleirum fylgjast með tækjum í brúnni

1283. Jón Finnsson RE 506 á leið inn til Vestmannaeyja


1061. Haförn RE 69
© myndir Guðjón Ólafsson
10.01.2011 23:00
Bátar í Stykkishólmi árið 1987

Þessi er tekin vorið 1987 í Stykkihólmi og á henni eru 1777. Bryndís SH 271 (Víkingurinn) nýsjósett, 210. Sigurvon SH 121, 154. Sigurður Sveinsson SH 36, 778. Smári SH 221 og 7. Anna SH 122. Á bakvið glittir í 994. Baldur, en hann var oftast þarna á endanum © mynd Sigurbrandur
10.01.2011 22:37
Eignaréttur Daniel Collolleur er rangur


Lida F-190-H eftir tjónið í Noregi © myndir Sævar Þór Ásgeirsson, en ekki í eigu Daníels Corolleur, eins og hann hafði sjálfur fullyrt á síðu sinni, sem ég hef jafnframt hent út úr facebook-vinahóp mínum, af þessu tilefni.
10.01.2011 22:00
Göltur
Litli trillubáturinn liggur nú á hvolfi utan við Sæmundarpakkhús sem er nú Fiskistofuútibúið í Stykkishólmi (því miður gleymi Sigurbrandur alltaf að taka mynd af honum þar) og heitir Göltur. Hann var smíðaður í Noregi um 1960 og var í eigu Guðrúnar Jónasdóttur listakonu frá Öxney og notaði hún hann í um 25-30 ár til að komast frá Stykkishólmi inní eyjuna sína Galtarey, sem tilheyrir Öxneyjarlöndum í mynni Hvammsfjarðar.
Myndin er tekin í Galtarey við brottför þaðan síðsumar 1979 og um borð eru bræðurnir Bjarki og Sigurbrandur Jakobssynir systursynir Guðrúnar, sem lést í Stykkishólmi fyrir nokkrum árum.
Göltur © mynd í eigu Sigurbrands, sem er annar drengjanna á myndinni
10.01.2011 21:00
Anna SH 405

5853. Anna SH 405, í Stykkishólmi sumarið 1984 © mynd í eigu Sigurbrands
