Færslur: 2011 Janúar
20.01.2011 10:12
Lise Beate T-5 HLR

Lise Beate T-5 HLR, í Hammerfast, Noregi © mynd Pieter Impyn, 2. sept. 2010
20.01.2011 09:17
Olagutt N-7-SO

Olagutt N-7-SO, í Svolvær © mynd Frode Adolfsen, 27. sept. 2010
20.01.2011 08:26
Morning Chorus

Morning Chores © mynd Ken Smith
20.01.2011 00:00
Engey RE / Draupnir RE / Brynjólfur ÁR / Guðfinna Steinsdóttir ÁR / Hafnarey ÁR / Kristbjörg VE

44. Engey RE 11 © mynd Snorri Snorrason

44. Engey RE 11 © mynd Snorrason

44. Engey RE 11 © mynd Snorrason

44. Draupnir RE 150 © mynd Snorrason

44. Brynjólfur ÁR 4 © mynd Snorrason

44. Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 © mynd Snorrason

44. Hafnarey ÁR 113 © mynd Snorrason

44. Kristbjörg VE 70 © mynd Ísland 1990

44. Kristbjörg VE 70, kominn síðasta spölinn í pottinn, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 13. sept. 2006.
Smíðanúmer 163 hjá Framnæs Mek. Verksted, Sandefjord, Noregi 1963.
Yfirbyggður við bryggju í Njarðvik af Vélsmiðjunni Herði hf., 1979.
Eftir að hafa verið seldur til Dalvíkur á sínum tíma kom hann þangað í fyrsta sinn 16. nóv. 1980.
Úreld í júli 1992 og átti að seljast í bortjárn til Belfast, Írlandi. Dráttarskipið Hvanneyrin dró bátinn til Njarðvíkur 1992, þar sem Bergþór Hávarðarson hafði keypt bátinn og ætlaði að draga hann með sér þegar hann færi á ex Búrfelli KE. Af því varð þó aldrei og í júlí 1996, keypti kona á Eyrarbakka bátinn með það að markmiði að gera úr honum Listagallerí, sem staðsett yrði í Vatnagörðum við Sundahöfn í Reykjavík. Beðið var eftir leyfi Borgarráðs. Sú sala gekk ekki upp og sumairð 1997, keypti Helgi Friðgeirsson, Vestmannaeyjum bátinn og ætlaði að láta endurbyggja hann að nýju. Helgi flutti til Keflavíkur 2003, en ekkert gerðist með bátinn og var hann enn við bryggju í Njarðvik. Komu þá til sögunnar aðilar sem vildu kaupa bátinn og fara með í brotajárn í Danmerkur í maí 2004. Helgi var hins vaerg ósveigjanlegur í verði og því varð ekkert úr kaupnunum. Þegar Helgi var tekinn til gjaldþrotaskipta í febrúar 2005, eignaðist Reykjaneshöfn bátinn á uppboði, enda var hann enn við bryggju í Njarðvik og í september 2006 var báturinn brotinn niður í Njarðvíkurslipp.
Nöfn: Engey RE 11, Draupnir RE 150, Húnaröst ÁR 150, Brynjólfur ÁR 4, Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10, Brimnes EA 13, Hafnarvík ÁR 113 og Kristbjörg VE 70
19.01.2011 23:00
Sundvaerin N-3-L

Norski báturinn, Sundvaerin N-3-L © mynd Gerolf Drebes
19.01.2011 22:00
Grimsholm - norsk/íslenskur

Grimsholm T-24-K, framleiddur hjá Samtaki ehf., Hafnarfirði, en nú með heimahöfn í Honningsvaag í Noregi © mynd Roar Jensen, 2010
19.01.2011 21:00
UBC Tampico

Ubc Tampico, í Straumsvík í dag © mynd Emil Páll, 19. jan. 2011
19.01.2011 20:00
Skúli fógeti
Fyrir okkur skipasíðueigendur á suðvesturhorninu, er svo komið að við erum nánast búnir að taka myndir af öllum skipum sem koma í þær hafnir sem við höfum aðgang að. Því erum við í raun alltaf að birta myndir af sömu skipum aftur og aftur, með smá uppákomum, þar sem eitthvað kemur fyrir augu okkar sem við höfum ekki séð áður. Hér er t.d. bátur með nafni sem ég man ekki eftir að hafa séð áður, en þetta var líka eina myndaefnið sem ég fann í Hafnarfirði í dag.
Skúli fógeti, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 19. jan. 2011
19.01.2011 19:00
Hannes Þ. Hafstein og Jón Oddgeir
Í morgun kl. 8 tók ég mynd af þessum tveimur og voru þær hálf skuggalegar í birtuleysinu, hér koma síðan myndir af sömu skipum teknar um kl. 11 í morgun


Björgunarskipin 2474. Jón Oddgeir og 2310. Hannes Þ. Hafstein í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 19. jan. 2011
19.01.2011 18:16
Hafdís SU 220




2400. Hafdís SU 220, að koma inn til Keflavíkur í dag © myndir Emil Páll, 19. jan. 2011
19.01.2011 17:33
Grjótkrabbi úr Sandgerði notaður til æfinga fyrir hina virtu Bocuse d´Or matreiðslukeppni

Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði hefur rannsakað grjótkrabbann undanfarin ár en krabbinn er nýlegur landnemi við Ísland. Utan NA-Ameríku er Ísland eina landið sem krabbinn hefur náð fótfestu og hann því afar áhugaverður til rannsókna, auk þess sem hann er óneitanlega mjög bragðgóður.
Nú á dögunum hafði Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari samband við setrið og spurðist fyrir um grjótkrabba en hann vantaði nokkur eintök til að æfa sig á fyrir matreiðslukeppnina Bocuse d´Or sem mun fara fram 25. - 26. janúar í Lyon í Frakklandi.
Þráinn mun keppa fyrir Íslands hönd en keppnin er ein allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Háskólasetrið brást að sjálfsögðu vel við og útvegaði nokkra stóra og stæðilega grjótkrabba úr búrunum í Sandgerði, sem Þráinn og félagar matreiddu svo eftir kúnstarinnar reglum.
Í keppninni sjálfri eiga þeir að útbúa rétti úr töskukrabba en þar sem hann fæst ekki hér við land var grjótkrabbinn notaður í staðinn. Þráinn var hæstánægður með útkomuna enda grjótkrabbinn bragðgóður og án efa úrvalshráefni fyrir meistarakokka.
Við óskum Þráni og félögum góðrar ferðar til Frakklands og góðs gengis í keppninni. Áfram Ísland!
19.01.2011 08:47
Tveir skuggalegir


2474. Jón Oddgeir og 2310. Hannes Þ. Hafstein, í Njarðvíkurhöfn í morgun ásamt björtu tunglinu © myndir Emil Páll, 19. jan. 2011
19.01.2011 07:39
Myndir af flaki Dragör sem strandaði á Bakkafjöru árið 1920
Við eftirlitsflug þyrlu Landhelgisgæslunnar í vikunni sem leið var tekin mynd af skipsflaki sem grafið er í sandinn NNA við Landeyjarhöfn. Í framhaldinu var grennslast fyrir um uppruna flaksins og leiddi sú rannsókn í ljós að um er að ræða danska flutningaskipið DRAGÖR (fjórmastra seglskip) sem strandaði á Bakkafjöru í desember árið 1920 eða fyrir réttum 90 árum síðan. Sjá myndir. Var skipið á leið frá Kaupmannahöfn til Ísafjarðar með engar vörur um borð en átti að taka fisk til útflutnings á Ísafirði. Í áhöfn skipsins voru 11 menn og björguðust þeir allir. Skipið var smíðað í Danmörku árið 1917.

Mynd LHG
Í bókinni Þrautgóðir á raunastund : björgunar- og sjóslysasaga Íslands, (Örn og Örlygur, 1969), kemur fram að nóttina eftir að DRAGÖR strandaði gerði verra veður og fylltist skipið þá strax af sjó og sandi. Var því strax ljóst að skipinu yrði ekki bjargað.
Við mælingu kom í ljós að stysta vegalengd til sjávar er í dag 410 metrar en Markarfljót flæddi að skipinu og gróf undan því í kring um 1960
19.01.2011 00:00
Skrúfan illa farin







Skrúfublöðin, eru snúin, beygluð og jafnvel brotin © neðansjávarmyndir Sigurður Stefánsson, 17. jan. 2011

2746. Bergur Vigfús GK 43, í Njarðvikurhöfn

2746. Bergur Vigfús GK 43, á leið á vagninn hjá Njarðvíkurslipp







© myndir af bátnum í Njarðvíkurhöfn og Njarðvíkurslipp, Emil Páll, 18. jan. 2011
18.01.2011 23:00
Sjófuglar í Sandgerðishöfn





Sjófuglar í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 17. jan. 2011
