Færslur: 2011 Janúar
22.01.2011 09:00
Stóðu á fjörunni


1396. Lena ÍS 61


1195. Álftafell ÁR 100
© myndir Emil Páll, 21. jan. 2011
22.01.2011 08:50
Á leiðinni í vinnu frá Húsavík til Hafnar
Hér eru nokkrar frá því í gær er Svafar Gestsson var á ferð frá Húsavík til Hafnar. Þar var verið að landa loðnu úr 3ja túr og stefnan er á loðnumiðin kl. 07 í morgun
Við Hvalsnes
Breiðdalsvík
Breiðdalsvík
1875. Gná NS 88, á Breiðdalsvík
1875. Gná NS 88 og 2764. Beta VE 36, á Breiðdalsvík
2766. Benni SF 66, á Breiðdalsvík
1842. Nökkvi SU 100, á Breiðdalsvík
Gamall bátur, 6115. Sæbjörg SU 177, á Breiðdalsvík
Stöðvarfjörður
Stöðvarfjörður
Búlandstindur
© myndir Svafar Gestsson, 21. jan. 2011
22.01.2011 00:00
Kraumandi fjörður: Fuglar, síld og háhyrningar
Það er búið að vera háhyrningstorfa hér á firðinum í dag og gær, eru þeir á eftir síldinni sem er hér á Breiðarfirðinum. Hafa þeir komið mjög nálægt landi á eftir síldinni. Einnig fylgir síldinni mikið fulgalíf. Þessar myndir tók ég um 14 í dag þá var mikið fjör á firðinum.











Grundarfjörður © myndir Heiða Lára (Aðalheiður) 21. jan. 2011
21.01.2011 23:00
Árni Friðriksson
Árni Friðriksson RE 200 í Reykjavíkurhöfn © mynd Faxagengið
21.01.2011 22:00
Keflavíkurhöfn í dag

2400. Hafdís SU 220, 13. Happasæll KE 94 og 1458. Gulltoppur GK 24

2746. Bergur Vigfús GK 43 og 2177. Arney HU 36, í Keflavíkurhöfn í dag
© myndir Emil Páll, 21. jan. 2011
21.01.2011 21:00
Þegar Dettifoss missti stýrið
Ægir og Týr að draga Dettifoss til hafnar á Eskifirði 30. jan. 2005, eftir að skipið varð stjórnlaust austan við Eystrahorn. Við skoðun kom í ljós að stór hluti af stýrisbúnaðinum var dottin af
© myndir Faxagengið, faxire9.123.is
21.01.2011 20:00
Bergur Vigfús kominn með nýja skrúfu

2746. Bergur Vigfús GK 43, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 21. jan. 2011
21.01.2011 19:00
Hardhaus
Norsku skipin eru að týnast á loðnumiðin norð-austur af landinu það eru Strand Senior, Fiskeskjer, Haugagut, Mogesterhav og Rogne. Þessi mynd er úr myndaalbúmi Faxamanna af Norska skipinu Hardhaus tekin inn á Reyðafirði 3.feb.2005.
21.01.2011 18:25
Víkingur AK 100
Víkingur AK-100 © Mynd tekin í feb. 2008
21.01.2011 15:00
SEIGUR KARL

© mynd Emil Páll, 21. jan. 2011
21.01.2011 14:15
Aðalsteinn Jónsson SU og fiskimjölsverksmiðja Eskju
Fiskimjölsverksmiðja Eskju á Eskifirði.
Aðalsteinn Jónsson SU-11 vinnsluskip Eskju við bryggju á Eskifirði
© mynd af faxire9.123.is samkvæmt samkomulagi við Faxagengið
21.01.2011 11:30
Flottasta netaverkstæði landsins
Faxamenn heimsóttu FLOTTASTA netaverkstæði landsins og þó víða væri leitað Egersund Island á Eskifirði. Á myndinni sem var tekin í morgun var Erika sem siglir undir Grænlenskum fána að taka nótina eftir að hafa fengið "pulsu" á nótina en það slitnaði líka snurpuvírinn hjá þeim, sem sagt tóm leiðindi.
Stór og bjartur vinnusalur og framúrskarandi góð vinnuaðstaða.
Það er svo pláss fyrir 20 stórar nætur á Nótahótelinu
© myndir Faxagengið í jan. 2011
21.01.2011 10:00
Morning Cello
Það vill svo skemmtilega til að ég náði mynd af samskonar skipi í fyrrasumar eða 9. maí, við strendur Afríku. Það skip heitir Morning Cello og svei mér ef þetta eru ekki systurskip í eigu sömu útgerðar. Þetta skip sem ég myndaði er bílaflutningaskip.
- Sendi ég Guðmundi St. kærar þakkir fyrir -

Morning Cello, við strendur Afríku © mynd Guðmundur St. Valdimarsson, 9. ma
21.01.2011 09:11
Blue Capella

Blue Capella, í Norðursjó © mynd Cristian Brathen, 8. sept. 2009
21.01.2011 08:06
Vestviking H-12-AV

Vestviking H-12-AV, í Hirtshals, Danmörku © mynd Benny Elbæk 30. nóv. 2010
